— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 31/10/04
Ýsfirzk fyndni XV.

Kæru lesendur, það virðist engan enda taka hve mikið má finna af gaman- og kersknissögum í heimbyggð minni. Því sendi ég nú frá mér fimmtánda bindi Ýsfirzkrar fyndni og er þessi ritröð nú komin langt fram úr því sem upphaflega var áætlað. Það er þó aðeins jákvætt því fyrir vikið fær alþjóð öll að njóta þeirrar kímnigáfu sem við Ýsfirðingar erum þekktir fyrir.<br /> Það er heldur ekki annað að merkja á viðtökum ykkar, kæru lesendur, en að þið kunnið vel að meta gamansemi okkar. Bindin renna út eins og heitar lummur og þykja mjög vinsælar gjafir á stórafmælum. Áskrifenda hópurinn eykst líka stöðugt og hafa flestir staðið vel í skilum með áskrifargjaldið þó einstaka megi nú fara að greiða síðasta reikning vilji viðkomandi halda áfram að fá ritið sent.

Ein dætra þeirra barnmörgu hjóna Hafdísar og Sæmundar á Strönd heitir Berglind og er sízt eftirbátur bróður síns Ægis í uppátækjum, hvatvísi, lífsfjöri og gáfum.
Síðastliðið sumar vann hún innanbúðar hjá kaupfélaginu. Eins og hennar var von og vísa hóf hún þegar að endurskipuleggja það sem henni þótti betur mega fara.
Hún komst fljótlega að því að einhvern tíma hafði Kaupa-Héðinn keypt óheyrilegt magn af rís í lausu og tóku sekkirnir óþægilega mikið pláss í vörugeymslunni. Einsetti hún sér því að koma þessu rísi í verð.
Eitt kvöldið var Berglind því farmeftir í búðinni eftir lokun, pakkaði rísi í poka sem tóku hálft kíló hver, raðaði þeim síðan snyrtilega upp í efstu hillu fyrir innan afgreiðsluborðið og stillti stiga upp við hilluna.
Næsta morgun mætti hún til vinnu óvenju stuttklædd og það var sem við manninn mælt að hverjum þeim karlmanni sem gekk inn í búðina varð um leið starsýnt á klæðnað Berglindar þar sem hún stóð við stigann sem lá upp að hillunni þar sem rísinu var stillt upp. Undantekingalaust bað hver einasti karlmaður sem lagði leið sína í kaupfélagsbúðina þenna dag um einn poka af rísi. Spurðist þetta um sveitina og menn lögðu leið sína innan úr Sóldal og alla leið utan úr Viðvíkuhreppi til að kaupa rís og fá um leið litið dýrðina undir pilsi Berglindar.
Undir lok þessa annasama dags var næstum allur rísinn seldur. Gekk þá Lárus á Polli inn. Hafði henn ekkert heyrt af fjörinu í kaupfélaginu þennan daginn en þegar Berglind sá enn einn karlinn koma inn vippaði hún sér upp í stigann og teygði sig í einn ríspoka. Þá áttaði hún sig á því að Lárus hafði enn ekki borið upp erindið svo hún leit niður til hans og spurði: “Rís? Var það ekki?”
“Ekki segi ég nú að það rísi, vina mín”, sagði Lárus þá. “En það fer óneitanlega um mann fiðringur.”

************************************

Þegar við bræður vorum ungir, eða yngri, keyptum við eitt sinn gamla jeppabifreið af Ragnari frá Brimslæk, gerðum hana upp og notuðum hana óspart það sumarið.
Eitt sinn sá kand. fíl. Engilbjartur Sóldal, sem þá gengdi lögreglustörfum á Ýsufirði, hvar bifreið okkar var ekið mjög skrykkjótt eftir holóttum vegninum inn í þorpið. Gekk hann þá út að veginn og stöðvaði bílinn því hann hélt að ökumaður hlyti að vera drukkinn.
Það reyndist þó ekki vera heldur var þar fyrir Vatnar Blauti bróðir minn með Sólbjörtu hina fögru Glóbjartsdóttur sér við hlið og hafði hann lagt hægri handlegg utan um hana meðan hann reyndi að hafa stjórn á bifreiðinni með vinstri hendi.
“Hvað er að sjá til þín maður”, varð Engilbjarti þá að orði, “hversvegna notar þú ekki báðar hendur?”
“Nú, ég verð að hafa aðra höndina á stýrinu,” svaraði bróðir minn þá.

************************************

Þegar séra Bjartur var nýtekinn við sem prestur á Ýsufirði tók hann að heimsæka bæina í sveitinni til þess að kynna sig og kynnast fólkinu. Í einni slíkra ferða knúði hann dyra á bæ einum en enginn svaraði. Opnaði hann þá útidyrnar og kallaði inn: “Halló!”
Heyrði hann þá kvenmannsrödd fyrir innan sem kallaði á móti: “Ert þetta þú, engillinn minn?”
“Nei,” svaraði séra Bjartur þá, “en við vinnum hjá sama fyrirtæki.”

************************************
Skafti heitir maður á Ýsufirði, aðfluttur úr Sóldal. Hann er bezti drengur, verkmaður góður og íþróttakappi en óttalega seinheppinn. Hann vann um tíma við skipaafgreiðsluna.
Eitt sinn hafði hópur ferðamanna komið með strandferðaskipinu og skoðaði fólkið sig um dagspart á Ýsufirði og í nágrenninu. Í hópi þessum var kona ein ákaflega holdug klædd víðu og litríku pilsi.
Þegar svo kom að því að ferðafólkið færi aftur um borð var Skapti því til aðstoðar við landganginn. Tók hann þá eftir því, þegar holduga konan mjakaði sér fram hjá honum upp landganginn, að pilsið hennar hafði troðist saman á milli rasskinna hennar.
Þótti Skapta lýti að þessu og til að bæta úr togaði hann pilsið aftur út.
Brá konunni náttúrulega við og leit hún til Skafta og sagði höstug: “Hvernig vogið þér yður?”
“Ó, afsakið,” tautaði Skafti þá og tróð pilsinu aftur inn á milli þjóhnappa hennar.

   (33 af 55)  
31/10/04 05:01

Nafni

Þú klikkar ekki kallinn minn...takk fyrir.

31/10/04 05:01

Litla Laufblaðið

Þetta er í topp þremur hjá mér minn kæri Sundlaugur. Hvílíkt sem ég hló.

31/10/04 05:01

B. Ewing

Aldrei stoppar fjörið á Ýsufirði. [Veltir tómum kaffibolla við af hlátri]

31/10/04 05:01

Júlía

Því að fara til Ýsufjarðar, þegar þú segir okkur þessar frábæru sögur af bæjarlífinu? Megi þessi góða ritröð verða sem lengst!

31/10/04 05:01

Mjákvikindi

Frábært, þetta bjargar annars ömulegum degi hjá mér.

31/10/04 05:01

Heiðglyrnir

Sundlaugur minn Vatne, eins og maðurinn sagði "óneitanlega fer um mann fiðringur" Þ.e. hlátursfiðringur..!..

31/10/04 05:01

Vladimir Fuckov

Ávallt er skemmtilegt að lesa þetta. Einkum höfðum vjer hjer gaman af því sem kom í lokin.

31/10/04 05:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

"Lengi getur gott beztnað", var stundum haft að orði í minni sveit...
---------------------
Vatne í vönduðuð riti
veikir mig hláturkastssmiti
með geislandi gamanmálsviti.
Búinn með fimmtánda bindið,
brosvöðvaþjálfunar-yndið
dæmalaust fjörugt & fyndið.

31/10/04 05:01

Golíat

Sundlaugur klikkar ekki, takk. Best að drífa í að borga seðilinn.

31/10/04 05:01

Sæmi Fróði

Þær verða bara betri og betri, meira, meira, meira og þakka þér fyrir herra Vatne.

31/10/04 05:01

blóðugt

[flissar] Þetta minnir mig á sögur úr heimabæ mínum.

31/10/04 05:01

Rindill

Þetta kallast nú bara ritstuldur á mínu heimili.

31/10/04 05:01

Sundlaugur Vatne

Ég þakka lesendum öllum góð orð og hlý. Þau verða mér hvatning til frekari verka.
Við Rindil segi ég: Færðu rök fyrir máli þínu áður en þú berð fólk opinberlega jafn alvarlegum sökum og þú gerir hér. Allar þær sögur sem ég hef birt eru birtar með fullu leyfi heimildarmanna (karla og kvenna) og get ég nafngreint heimildarmann fyrir hverri þeirri sögu sem ég hef birt í þessari ritröð. Vænti ég að þú færir rök fyrir þessum ásökunum eða biðjir opinberlega afsökunar ella.
Góðar stundir

31/10/04 05:01

Rindill

Ok fyrrigefðu, þetta er ekki ritstuldur heldur stífærðir brandarar.

31/10/04 05:01

Skarlotta

Bara skemmtileg lesning þetta.
Greinilega mikið fjör á Ýsufirði.

31/10/04 06:00

Hvæsi

Hin mesta snilld, en hvað er líkt með afmeyjun stúlkna og harðfisk???

bæði verstfirst...

31/10/04 06:00

Rósin

Yndislegt! Þið Vatne menn [Roðnar og flissar]

31/10/04 06:01

Skabbi skrumari

Snilld að venju... þú ert einstakur... Skál

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.