— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Saga - 2/12/04
Ýsfirzk fyndni II.

Enn fćri ég ykkur, lesendur góđir, nokkrar ýsfirzkar skrítlur úr safni mínu. Njótiđ vel.

Kand. fíl. Engilbjartur Sóldal, sem gegndi um tíma starfi lögreglumanns á Ýsufirđi, er nokkuđ stór upp á sig og finnur mjög til ţess ađ vera einn fárra Sódćlinga sem komist hefur til mennta.
Eitt sinn spurđi Lárus frá Polli Engilbjart ađ ţví hvort rétt vćri ađ menntamenn vćru upp til hópa hrokafullir og góđir međ sig.
“Já, blessađur vertu”, svarađi Engilbjartur, “sumir ţeirra svo ađ ţeir ţykjast jafnvel vita betur en ég.”

******************************************************

Lárus frá Polli er bréfberi á Ýsufirđi og eiginmađur Sifjar símstöđvarstjóra. Er Lárus stundum kallađur Lárus landpóstur, enda umdćmi hans stórt: Ýsufjörđur, Sóldalur og Viđvíkur. Ţegar eitthvađ er ađ fćrđ kemur ţađ gjarnan fyrir ađ Lárus ţarf ađ leita sér gistingar.
Eitt sinn gerđi hríđ og ófćrđ er Lárus var á leiđ milli Viđvíka og Sóldals og varđ hann ađ leita sér gistingar á bć einum. Var honum vel tekiđ og um kvöldiđ voru bakađar lummur og lét húsfreyja fatiđ međ lummunum sem ekki kláruđust í skáp fyrir ofan rúm sitt.
Tók Lárus eftir ţví ađ húsfreyja var mikiđ ađ gefa honum auga og var hin blíđasta. Lárus var síđan látinn sofa á bekk inni í svefnhúsi hjónanna. Ţegar fólk allt var komiđ í rekkju sneri húsfreyja sér ađ bónda sínum og sagđi: “Ţvílík óhljóđ eru í fjósinu, Guđmundur, ég held ţú ćttir ađ athuga hvort tarfurinn hafi ekki slitiđ sig lausan.”
Fór bóndi nú út í fjós, en var hann ekki fyrr kominn út úr svefnhúsi ţeirra en húsfreyja snýr sér ađ Lárusi og segir. “Notađu nú tćkifćriđ, Lárus”.
“Lét ég ekki segja mér ţetta tvisvar”, sagđi Lárus seinna frá, “ég dreif mig framúr og klárađi lummurnar.”

******************************************************

Á Ýsufirđi er blómlegt ungmennafélagsstarf og viđ hjá Ungmennafélaginu Andspyrnunni höldum iđulega kvöldskemmtanir. Á einni slíkri var haldin keppni í ţví ađ gera sig sem ljótastan. Gretti fólk sig ógurlega, hver sem betur gat. Ađ lokum tilkynnti dómnefnd ađ Marta Sóldal hefđi sigrađ í ljótleikakeppnina. “Og ég sem var ekki einu sinni međ í leiknum”, hrópađi Marta ţá.

******************************************************

Eitt sinn héldum viđ hjá Ungmennafélaginu Andspyrnunni málfund um hamingjuna. Einn frummćlenda rćddi um ţađ hvernig ţví sé misskipt ađ sumt fólk sé ćvinlega hamingjusamt en annađ virđist aldrei vera ţađ. Lauk hann rćđu sinni međ ţví ađ segja: “Og ţađ er svo einkennilegt međ fólk sem ekki er hamingjusamt ađ ţađ er eins og ţađ sé aldrei ánćgt.”

   (46 af 55)  
2/12/04 07:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ţetta líkar mér. Heillandi frásagnir.

2/12/04 07:01

Órćkja

Já sönn kímni hér á ferđ. Ţakka ţér herra Vatne!

2/12/04 07:01

Golíat

Ómetanlegt!

2/12/04 07:01

Vímus

Ţessir pistlar eru ómissandi.

2/12/04 07:01

Heiđglyrnir

Herra Sundlaugur Vatne, held bara ađ viđ getum veriđ nokkuđ stór upp á okkur međ ţessi fínu ritverk yđar og fundiđ mjög til ţess ađ hafa yđur í okkar röđum. Ţađ gerir Riddarinn hafđu ţökk fyrir.

2/12/13 00:02

ullarhaus

Takk takk

Sundlaugur Vatne:
  • Fćđing hér: 14/12/04 10:28
  • Síđast á ferli: 19/6/20 13:22
  • Innlegg: 4231
Eđli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirđi.
Frćđasviđ:
Sund og blautlegar vísur
Ćviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari viđ Vatnsveituna í Reykjavík og er fćddur og uppalinn á Ýsufirđi. Fađir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumađur, vitavörđur, sundkappi og stofnandi og fyrsti formađur Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móđir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmćđrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundađi nám viđ íţróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lćkjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirđi enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík ađ Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreiđ Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íţróttir og ţá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfiđ, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirđi, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.