— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 31/10/05
Valdaránsríma hin(s) misheppnađa

Ţessu félagsriti verđur eytt.

Skóginn gekk ég aleinn í
orđinn göngumóđur.
Er sólin vestri settist í
sá ég mikđ rjóđur.

Kátir sátu kappar ţar
hjá hverjum ţeirra hestur.
Einn ţó ţeim af öllum bar
allra var hann mestur.

Bar hann vopnin björt og fríđ,
bjúgsverđ af steinum glóđi,
skikkjan var úr skarlat, síđ.
Hann skein af vígamóđi.

Stóđ hann upp og heimti hljóđ
halda vildi rćđu.
Hjá köppum ţeim varđ ţögnin góđ
ţeir svo orđum nćđu.

Hetjan mćlti hreystiróm:
“Hlustiđ á mig vinir.
Konung fyrir drögum dóm,
dyggu frelsis synir.

Hikum ei ţó hellist blóđ,
hilmir skal nú liggja.
Síđan munuđ ţiđ hjá ţjóđ
ţakkir miklar ţiggja.

Höggvum núna höfuđ frá
hilmis búki illum.
Grami ţessum göngum frá
göndlarél svo stillum.”

Kappar gerđu góđan róm
gengu ţeir ađ skjöldum.
Válegan heyrđi’ ég vopnahljóm
vildu ţeir bana höldum.

Upp var lagt međ ekkert víl,
allir af vopnum gráir.
Ekki var á tilgang tvíl,
en tveir menn voru bláir.

Upp frá komu Affríká
eflaust ţessir drengir.
Annađ slíkt ei síđar sá
svartari voru engir.

Fyrirliđinn heimti hljóđ,
hvatt’ann kappa lengi.
Kvađ hann: “Verđur ţakklát ţjóđ
ef ţiggjum viđ gott gengi.”

Kappar heróp ćptu eitt,
undir tók í fjöllum,
hófu síđan ganginn greitt,
gleđin skein úr öllum.

Degi bjart var orđiđ af
er ýtar komu’ ađ garđi.
Hetjan tók fram heljarstaf
ađ hallardyrum barđi.

Hendur kreppast hjöltun um
hugir margir kćtast.
Í dag hjá hallardyrunum,
draumar munu rćtast.

Ţjónninn út um gáđi gćtt,
gumum hleypti’ ei höllu í.
Hann gat ţessi fíflin frćtt:
“Fylkir skrapp í sumarfrí.”

************************
Fjórtán vísur ferskeytt hef,
fimmtánda er annađ hljóđ.
Lesandanum upp ég gef,
endavísan: Gagaraljóđ.

   (29 af 55)  
31/10/05 23:01

blóđugt

Ţađ var bara ekkert annađ Sundlaugur. Ţetta líkar mér!

31/10/05 23:01

Ţarfagreinir

Ţetta er frábćrt. Endirinn er stórfyndinn. Meira svona takk.

31/10/05 23:01

Vladimir Fuckov

Glćsilegt og vonum vjer ađ eigi verđi fjelagsriti ţessu eytt. Skál !

31/10/05 23:01

Offari

Gargandi snilld.

31/10/05 23:01

Heiđglyrnir

Hey...eyđa hvađ...ţetta er svo agalega fínt.

31/10/05 23:01

krumpa

Ekki eyđa ţessu! Ţetta er mjög skemmtilegt...

31/10/05 23:01

Barbapabbi

geđiđ vort nú gleđur sport
gott er ort og ferskeytt sort
.
já ţetta er nú ljómandi

31/10/05 23:01

Gimlé

Gaman í!
Epíkin minnir á ćsilegustu danskvćđi en bragurinn er ţó allur fastari hér. Nćstsíđasta vísan er ţó af öđrum toga - minnir á stílbrög đMegasar: hann bjó viđ Fálkagötu og gerđi / grín ađ ţessu og skelli hló.

Sem sagt: gott.

31/10/05 23:01

Tigra

Haha bráđskondiđ og vel ort!

31/10/05 23:01

Litla Laufblađiđ

Glćsilegt! Ef ţú eyđir ţessu verđ ég tjúlluđ!

31/10/05 23:01

Jóakim Ađalönd

Glćsilegt! Ef ţú tjúllar ţessu verđ ég Eyđur (Smári)!

31/10/05 23:01

Skabbi skrumari

Eins og kasađur hákarl... sem rjómi á pönnuköku... drjúpandi snilld... salútíó...

31/10/05 23:02

Húmbaba

Sérlega fallegt

31/10/05 23:02

Hakuchi

Lofađur sértu fyrir svo skemmtilegan kveđskap. Bravó! Bravó!

[Skipar ÖLÍS ađ hlera síma Sundlaugs og fylgjast međ hverju skrefi hans]

31/10/05 23:02

dordingull

Aldeilis stórfínnt! KLAPP KLAPP.

31/10/05 23:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Frábćrt

1/11/05 00:00

Golíat

Glćsilegt Sundlaugur, ţú klikkar ekki frekar en brćđurnir. Ţiđ eruđ skáldjöfrum fremstir hér í auđninni.

1/11/05 00:00

Billi bilađi

Takk fyrir mig.

Sundlaugur Vatne:
  • Fćđing hér: 14/12/04 10:28
  • Síđast á ferli: 19/6/20 13:22
  • Innlegg: 4231
Eđli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirđi.
Frćđasviđ:
Sund og blautlegar vísur
Ćviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari viđ Vatnsveituna í Reykjavík og er fćddur og uppalinn á Ýsufirđi. Fađir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumađur, vitavörđur, sundkappi og stofnandi og fyrsti formađur Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móđir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmćđrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundađi nám viđ íţróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lćkjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirđi enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík ađ Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreiđ Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íţróttir og ţá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfiđ, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirđi, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.