— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 2/12/04
Ýsfirzk fyndni IV.

Ég vil þakka þeim sem hafa sent mér kveðjur og þakkir fyrir þessa samantekt mína á ýsfirzkri fyndni. Sérstaklega var gaman að fá slíka kveðju í bundnu máli eins og gerðist fyrir skömmu.<br /> Einn lesandi, Guðmundur, kallaður Gvendur skrítni, kom með þá snilldarhugmynd að fara í hópferð til Ýsufjarðar. Ég get glatt ykkur með því að Ungmennafélagið Andspyrnan og Átthagafélag Ýsfirðinga er að undirbúa slíka ferð og verður hún auglýst síðar.

Kand. fíl. Engilbjartur Sóldal gengdi, sem kunnugt er, um tíma lögreglustörfum á Ýsufirði. Á þeim tíma var Ragnar á Brimslæk oddviti hreppsnefndar og var oft stirt á milli þeirra. Engilbjartur krafðist þess að menn sýndu honum tilhlíðilega virðingu en Ragnar er orðhákur hinn mest og lætur engan eiga neitt inni hjá sér.
Eitt sinn mættust þeir á tröppum hreppsskrifsstofunnar örfáum dögum eftir að Engilbjartur hafði gert athugasemd við Ragnar fyrir að hafa rekið sauðfé um götur þorpsins. Var hundur í Ragnari og gerði hann ekki svo lítið sem kinka kolli til Engibjarts.
Þessu reiddist Engilbjartur og sagði hann við Ragnar: “Þú átt að segja “góðan daginn”, dóninn þinn”.
Leit þá Ragnar upp og sagði kurteislega: “Góðan daginn, dóninn þinn.”

****************************************************

Þó Engilbjartur sé langskólagegninn maður er hann grunnhygginn að upplagi og skortir oft skynsemi á átakastund, eins og títt er um Sóldælinga.
Því var það þegar Engilbjartur hafði gengt stöðu sinni um nokkurn tíma að sýslumaður taldi hann á að segja henni upp og var látið heita að Engilbjartur hefði sagt af sér af “heilsufarsástæðum”.
Skömmu síðar var á ferð á Ýsufirði maður nokkur úr Viðvíkurhreppi og hafði hann frétt uppsögn Engilbjarts. Hitti Viðvíkingurinn Hástein barnakennara í kaupfélagsbúðinni og spurði hann hvort rétt væri að Engilbjartur væri orðinn heilsulaus.
“Það amar nú ekkert að honum Engilbjarti”, svaraði Hásteinn þá, “hann stálheilbrigður... alveg upp í axlir.”

******************************************************

Hásteinn barnakennari gengur ævinlega undir því nafni á Ýsufirði þó hann hafi í raun verið skólastjóri barna- og unglingaskólans mest alla sína starfsævi. Eiginkona hans heitir Ólína og er hún skólaráðskona.
Eitt sinn var nemandi hjá Hásteini sem Njörður hét, sonur Sæmundar og Hafdísar á Strönd. Var sagt um Njörð að hann hefði orðið útundan þegar Ýsfirðingum voru skammtaðar gáfurnar og er sannast að segja að ekkert náði hann að læra á skólagöngu sinni.
Þótti Hásteini barnakennara það ákaflega miður að senda drenginn frá sér án þess að hann hefði staðist nokkuð próf og ákvað því að reyna að prófa hann munnlega og hafa spurningarnar mjög einfaldar.
Fyrst spurði hann drenginn hvort Reykjavík eða Sóldalur væri höfuðborg Íslands. Það vissi Njörður ekki. Þá spurði Hásteinn hvort 5x5 væri 25 eða 21. Það vissi drengurinn ekki heldur. Að lokum spurði Hásteinn: “Hvort vildir þú nú heldur sofa hjá mér eða henni Ólínu minni?”
“Hjá henni Ólínu”, svaraði drengurinn.
“Þannig náði drengurinn prófinu,” sagði Hásteinn síðar. “Maður verður bara að kunna að spyrja þetta unga fólk viðeigandi spurninga svo þau svari rétt.”

*******************************************************

Eitt sinn voru Eiríkur á Þvottá og Sæmundur á Strönd að ræða hjónabandið. Voru þeir sammála um það að góð eiginkona væri ómetanleg hverjum karlmanni.
“Samt verð ég nú að segja,” sagði þá Eiríkur “að ástalífið verður eins og maður sé alltaf að spila sömu grammófónplötuna”.
“Já,” sagði Sæmundur, “og meira að segja alltaf sama lagið.”

   (44 af 55)  
2/12/04 08:01

Ísdrottningin

Það er bara eins og maður hafi aldrei farið að heiman...
Takka fyrir mig

2/12/04 08:01

Steinríkur

Þetta bara fær mann til að þakka fyrir að búa á 101...

2/12/04 08:01

Hermir

Þú ert algjör snillingur. Þú ættir að fá útgefna bók um sögu Ýsufjarðar.

2/12/04 08:02

Smali

2/12/04 08:02

Smali

Það sem ég vildi sagt hafa, þú ert himnasending Laugi minn.

2/12/04 09:01

Heiðglyrnir

Nú og það vildi Riddarinn líka sagt hafa.

2/12/04 09:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Félagsrit fyndið;
IV. bindið.
Vandað að vanda.
Veglegt í anda.

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.