— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 5/12/10
Ýsfirzk fyndni XXIII

Það er nú liðið ár frá því að síðast kom út nýtt bindi af ýsfirzkri fyndni. Hafa ýmist orðið til þess að senda útgáfunni bréf og reka á eftir því að ritröðinni verði haldið áfram. Því birtist hér 23. bindið. Er það helgað Votleifi sáluga móðurbróður mínum, sem var litrík persóna og því til ýmsar sögur af honum. Njótið vel

Votleifur móðurbróðir minn var skemmtilegur karl en ákaflega drykkfelldur. Var foreldrum mínum mikill ami að þessum ágalla hans enda voru þau bæði bindindisfólk.
Votleifur var einnig ákaflega söngelskur og heyrðist iðulega syngja við raust við vinnu sína. Þótti þó ýmsum að sönghæfileikar hans hefðu mátt vera betri.
Eitt sinn varð móður minni að orði: Hann Votleifur bróðir minn hefur ákaflega gaman af því að syngja og drekka brennivín. Flestir kjósa nú frekar að hlusta á hann drekka brennivín.

************************************
Votleifur var alla tíð heilsutæpur og má þar hugsanlega um kenna óreglu. Eitt sinn þurfti hann að leita sér lækninga í höfuðborginni og var lagður á sjúkrahús.
Þegar hann kom aftur var hann ákaflega fölur og tekinn og grindhoraður eftir veikindin.
Hann hitti þá Ragnar á Brimslæk á förnum vegi en Ragnar er nokkuð vel í holdum. Varð Ragnari að orði: Ósköp lítur þú illa út, Votleifur. Maður mætti halda það væri hungursneyð hér á Ýsufirði þegar maður sér þig.
„Já,“ svaraði þá Votleifur, „og þegar maður sér þig þá mætti maður halda að hún væri þér að kenna“.

************************************
Eitt sinn þegar Votleifur átti í erfiðum veikindum og var rúmfastur fór móðir mín að heimsækja hann. Henni leizt nú ekki betur en svo á bróður sinn að henni varð að orði: Þú er þó ekki að fara að deyja, Votleifur?
„Nei,“ svaraði þá Votleifur, „Það verður það síðasta sem ég geri“.

   (12 af 55)  
5/12/10 11:01

Billi bilaði

Alveg eðal! <Skálar fyrir Ýsufirði>

5/12/10 11:01

Heimskautafroskur

Afbragð – skál!

5/12/10 11:01

Upprifinn

Þú hér.
Og alltaf við sama heygarðshornið.

5/12/10 11:02

Herbjörn Hafralóns

Það var ekki vonum fyrr að útgáfan lifnaði við á ný. Hafðu þökk fyrir, Sundlaugur.

5/12/10 11:02

Regína

Fólkið frá Ýsufirði er ekki bara fyndið, heldur heitir líka skemmtilegum nöfnum.

5/12/10 11:02

Grýta

Alltaf góður!

5/12/10 11:02

hlewagastiR

Dásamlegt. Alveg dásamlegt. Þú ættir að fá bílfarm af fálkaorðum fyrir þessa dásamlegu pistla.

5/12/10 11:02

Garbo

Bráðskemmtilegt að vanda. Takk fyrir þetta.

5/12/10 12:00

Ívar Sívertsen

haf þökk

5/12/10 12:00

Golíat

Helvíti gott, eins og alltaf.

5/12/10 12:01

Kiddi Finni

Alveg million.

5/12/10 12:01

Galdrameistarinn

Tek ofan hatt og hárkollu fyrir þér.

5/12/10 12:02

Huxi

Þetta er alltaf jafn ljúft, að lesa um skondin atvik í Ýsufirði. Takk og skál... [Skálar í klórblönduðu sundlaugarvatni].

5/12/10 13:01

Vladimir Fuckov

Ómissandi hluti fjelagsritanna hjer. Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk (þó trúlega í minna magni en Votleifur hefði gert)]

5/12/10 18:00

Þetta lyftir á manni brúninni, takk fyrir mig!

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.