— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 3/12/09
Ýsfirzk fyndni XXII

Það er nú liðið hátt á annað ár síðan síðast kom út nýtt bindi af Ýsfirzkri fyndni. Hefur sú saga enda gengið að kímnigáfa Ýsfirðinga sé týnd og gleymd og engar fleiri skrítlur þaðan að hafa. Því fer fjarri að svo sé og því til sönnunar lítur nú dagsins ljós 22. bindi þessarar vinsælu ritraðar. Vona ég að væntanlegir lesendur megi vel njóta.

Hann Eiríkur á Þvottá er ekkjumaður en hafði um tíma ráðskonu. Var það mál manna að kært væri með þeim Eiríki og ráðskonunni.
Eitt sinn átti Eiríkur erindi í kaupfélagsbúðina og hitti þar fyrir Héðinn kaupfélagsstjóra, sem við köllum aldrei annað en Kaupa-Héðinn. Bauð Héðinn Eiríki til kaffidrykkju og tóku þeir spjall saman.
Það vildi svo til að einmitt þá um kvöldið átti að frumsýna í félagsheimilinu gamanleikritið “Ráðskona Bakkabræðra”, sem Hásteinn barnkennari hafði samið og lék Kaupa-Héðinn einn Bakkabræðranna.
Spurði nú Kaupa-Héðinn Eirík hvort hann ætlaði ekki á Ráðskonuna í kvöld. Eiríki var ókunnugt um frumsýningu verksins en fór allur hjá sér og sagði svo: “Það held ég varla. Hún er nefnilega að heiman í kvöld”.

******************************
Á síðasta sumri dvaldi ungur maður úr Reykjavík hér á Ýsufirði og stundaði ýmsa lausavinnu. Tók hann meðal annars að sér að taka grafir í kirkjugarðinum.
Eitt daginn gætti hann ekki að sér og var hann búinn að grafa svo djúpa gröf að hann komst ekki upp úr henni. Gat hann því ekki annað en látið fyrirberast og bíða mannaferða.
Var tekið að kvölda þegar pósturinn okkar, hann Lárus á Polli, átti leið um kirkjugarðinn á leið heim eftir að hafa farið fótgangandi með póstsendingu inn í Dal.
Þegar grafarinn varð var við ferðir Lárusar gerði hann strax vart við sig og sagði: “Skelfing er ég feginn að þú komst. Mér er orðið skítkalt hérna.”
Leit þá Lárus ofan í gröfina og sagi: “Það er ekki að undra. Það hefur gleymzt að moka yfir þig.”

******************************

Það var fyrir nokkru að Sæmundur og Hafdís á Strönd ákváðu að leggja hitaleiðslur í bæinn hjá sér. Til að spara kostnað þá ákvað Sæmundur sjálfur að leggja leiðslurnar, enda laghentur maður.
Var hann spurður að verki loknu hvort það væri rétt að leiðslurnar ættu til að leka hjá honum.
“Ó, nei,” svaraði Sæmundur þá, “og þá ekki nema rétt á samskeytunum.”

   (16 af 55)  
3/12/09 11:01

Regína

Alltaf er jafn gaman að rifja upp kynnin af fólkinu í Ýsufirði.

3/12/09 11:01

Golíat

Takk fyrir þennan skammt. Alltof langt frá síðasta.

3/12/09 11:01

Offari

Hvenar ætlar þú með okkur í hópferð til Ýsufjarðar?

3/12/09 11:01

Huxi

Takk. Þetta er skemmtiefni með þjóðlegum brag.

3/12/09 11:02

hlewagastiR

Mikið er lífið nú dásemlegt að eiga svona menn eins og hann Sundlaug.

3/12/09 12:00

Billi bilaði

Æ, hvað þetta var nú gott. Kærar þakkir fyrir.

3/12/09 12:00

Grýta

Gaman að þessu Vatne.

3/12/09 12:00

Andþór

Snilld!

3/12/09 12:00

Heimskautafroskur

Hreinasta afbragð – takk!

3/12/09 12:01

Garbo

Gott að heyra að lífið gengur sinn vanagang á Ýsufirði.

3/12/09 12:01

krossgata

Alltaf jafn hlýlegir pistlar.
[Ljómar upp]

3/12/09 12:01

Vladimir Fuckov

Skál !

3/12/09 12:02

Kiddi Finni

Stórfínt. Takk Sundlaugur!

3/12/09 13:00

Galdrameistarinn

Maður var virkilega farinn að sakna þín skarfurinn þinn.

3/12/09 13:02

Valþjófur Vídalín

Þetta er úrvalsrit hjá yður herra Sundlaugur og kærar þakkir fyrir.

3/12/09 14:01

Dula

[gefur frá sér vellíðunarstunu]

3/12/09 14:02

Heimskautafroskur

Sagnablákur þessi hafði illu heilli farið frjámhjá froski þessum. Kynntist honum fyrst núna og hef lesið bálkinn allan og tvisvar. Skemmtilegri lesningu hef ég ekki komist í í háa herrans tíð. Takk aftur.

3/12/09 17:01

Barbapabbi

Öndvegisrit er þetta.

3/12/09 22:01

Nermal

Ég hef augljóslega afbrygðilegann húmor því mér finnst þetta ekki vitund fyndið.

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 12/4/24 00:01
  • Innlegg: 4384
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.