— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 31/10/11
Ýsfirzk fyndni XXIV

Kæru lesendur. Alllangt er um liðið síðan Ýsfirzk fyndni kom síðast fyrir augu ykkar. Ekki er það vegna þess að Ýsfirðingum sé farin að fatast fyndnin, öðru nær, heldur er þar um að kenna pennaleti minni. Vona ég að þið kunnið að meta þetta nýja bindi, sem verður sent áskrifendum á hálfvirði til að bæta ögn fyrir letina. Njótið vel

Kaupfélagsstjórinn okkar, hann Héðinn, sem við köllum aldrei annað en Kaupa-Héðinn, er sigldur maður og lærði á sínum tíma í verzlunarskóla í Englandi.
Hann gengur gjarnan á tyllidögum í yrjóttum ullarfötum, sem hann kallar tvíd, en sem við köllum almennt „ensku fötin hans Kaupa-Héðins“.
Eitt sinn þegar hann var tiltölulega nýfluttur til Ýsufjarðar varð honum gengið á sunnudegi, að lokinni guðsþjónustu, niður á bryggju og klæddur ensku fötunum. Þar sátu þeir bræður, þá unglingar að aldri, Ægir og Sævar Sæmundssynir frá Strönd og voru að dorga. Hafði Sævar veitt ufsa en Ægir marhnút.
Kaupa-Héðinn gaf sig á tal við drengina og sagist þekkja ufsann en spurði hver hinn fiskurinn væri.
„Þetta er líka ufsi“, svaraði Ægir þá, „... í enskum fötum“.

************************************
Séra Guðbjartur, sem við köllum almennt séra Bjart, er fastheldinn á fé og seinn til að greiða skuldir sínar.
Eitt sinn fékk séra Bjartur lánað fyrir úttekt í Kaupfélaginu en hefur ævinlega borið því við síðan þegar hann hefur komið þangað og Kaupa-Héðinn rukkað hann að það stæði frekar illa á hjá sér.
Kaupa-Héðinn hefur einnig lagt leið sína nokkrum sinnum að prestssetrinu til að rukka inn skuldina en jafnan fengið sama svar. Að það stæði nú frekar illa á.
Síðast þegar Kaupa-Héðinn fór í slíka árangurslausa innheimtuferð spurði hann séra Bjart hvort hann gæti ekki bara gefið sér upp einhvern dag þegar betur stæði á og hann þá myndi hann líta við með reikninginn.
„Jú, það er góð hugmynd“, svaraði þá séra Bjartur. „Komdu bara í gær“.

************************************

Þvottá er gjöful silungsá og koma stangveiðimenn víða að með strandfararskipinu til að stunda þar veiðar.
Í sumar kom nokkuð stór hópur lækna frá höfuðstaðnum til veiða í ánni.
Kaupa-Héðinn hafði það á orði við Eirík á Þvottá að það væri fjölmennt við árbakkann og sérstakt að sjá svo marga lækna við þessa iðju.
„Jú,“ svaraði Eiríkur, „ekki er nú skrítið að þeir vilji veiða. Þeim er nú eiginlegt að drepa“.

   (9 af 55)  
31/10/11 08:01

hlewagastiR

Mikið er ég lifandis skelfingar ósköp glaður núna. [Gefur frá sér vellíðunar, já allt að því frygðarstunu].

31/10/11 08:01

Bakaradrengur

Þetta er ekki amalegt. <Ljómar upp>

31/10/11 08:01

Regína

Þvottá er gjöful silungsá ... hehe, skondið nafn á veiðistað.

31/10/11 08:01

Bakaradrengur

Þvot-tá?

31/10/11 08:02

Madam Escoffier

Madaman lyftir báðum höndum upp fyriri höfuð.

31/10/11 08:02

Mjási

Nú er lag á hlutonum!

31/10/11 09:01

Garbo

Þetta bjargaði alveg deginum.

31/10/11 09:01

Golíat

Eða eins og maðurinn sagði ,,þetta bjargaði dagnum!"

31/10/11 09:02

Heimskautafroskur

Loksins. Takk.

31/10/11 09:02

Upprifinn

Ágætur ertu kallpungur.

31/10/11 10:00

Huxi

Þetta er upplífgandi í ört vaxandi skammdegisþunglyndinu. Skál í klórblönduðu...

31/10/11 10:01

Vladimir Fuckov

Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

31/10/11 10:02

Útvarpsstjóri

Íha!

31/10/11 22:00

Ég hlæ!

31/10/11 22:02

Kondensatorinn

Ja ..nú dámar mér

2/11/11 00:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Takk !

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.