— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 6/12/06
SUMARKVEÐJA FRÁ ÝSUFIRÐI

Örlítil kveðja til ykkar, ágætu félaga minna, sem ég hef því miður vanrækt undanfarnar vikur og mánuði og vona ég að þið fyrirgefið mér.

Þá líður senn að sumarlokun á Baggalút og ekkert annað fyrir okkur að gera en að sætta okkur við þá ákvörðum æðri yfirvalda.

Ég flyt ykkur öllum beztu kveðjur héðan frá Ýsufirði en hér ætla ég og fjölskylda mín að eyða sumrinu á þessum fegursta stað landsins þar sem veðurblíðan gælir við mannfólkið og lífið er óspillt og áhyggjulaust.

Ég hitti kand. fíl. Engilbjart Sóldal hér á göngu síðdegis í dag, þar sem hann gekk erinda fyrir hreppsskrifstofuna. Engilbjartur þykir frekar svifaseinn í störfum sínum en mér þótti einkennilegt að sjá þegar hann snerist á hæli þar sem hann gekk yfir "Torgið" og steig á snigil og drap hann.
Ég spurði hann hví hann hefði stigið á kvikindið og þá svaraði Engilbjartur: "Hann átti það skilið. Hann var búinn að elta mig í allan dag".

Já, gott fólk, margir kvíða sumarlokuninni en hún er þó ekki alslæm. Án hennar yrðu ekki þeir fagnaðarfundir sem ávallt verða þegar Baggalútur opnar aftur.

Ég flyt ykkur hugheilar sumarkveðjur frá Ýsufirði og eigið þið leið um á ferðalögum ykkar í sumar lítið þá endilega við í Vatnehúsi. Við Vatne-menn tökum alltaf vel á móti vinum.

   (27 af 55)  
6/12/06 07:02

Regína

Engilbjartar sumarkveðjur!

6/12/06 07:02

Herbjörn Hafralóns

Gleðilegt sumar!

6/12/06 07:02

Útvarpsstjóri

Hafðu það gott í sumar meistari.

6/12/06 07:02

Galdrameistarinn

Bestu kveðjur í Ýsufjörð.

6/12/06 07:02

krossgata

[Sniglast]
Bestu sumarkveðjur! Skál!

6/12/06 07:02

Skabbi skrumari

Gleðilegt sumar Laugi minn... Skál...

6/12/06 07:02

Heiðglyrnir

Gleðilegt sumar og töfra stundir.

6/12/06 07:02

Vladimir Fuckov

Gleðilegt sumar og skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

6/12/06 07:02

The Shrike

Kærar þakkir fyrir veturinn. [Skálar]

6/12/06 07:02

Þarfagreinir

Ég er viss um að hvergi í heiminum er sumarið jafn fallegt og við Ýsufjörð.

6/12/06 07:02

Lopi

Sumar kveðjur.

6/12/06 01:00

Grágrímur

HAFIÐ ÞAÐ GOTT ÖLL SEM 1

6/12/06 01:00

Dula

Bless öll

6/12/06 01:00

Carrie

Bless öl.

6/12/06 01:00

Jóakim Aðalönd

Farið þið allir fjandans til.

6/12/06 01:00

Grágrímur

Var þetta erfitt kvöld Jóakim?

6/12/06 01:01

Ívar Sívertsen

Bless hvað? Við hittumst í haust. Svo getum við líka hittst á www.kaffiblutur.com

6/12/06 01:01

Vímus

Gleðilegt sumar kallinn minn og takk fyrir Ýsufjarðarpistlana en svona í alvöru. Hvað er að frétta af Ljósbjörgu?

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.