— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 2/11/04
Ýsfirzk fyndni "afmælisútgáfa"

Kæru lesendur, nokkuð er nú liðið síðan nýtt bindi Ýsfirzkrar fyndni hefur litið dagsins ljós. Reyndar var upplag sem koma átti út í nóvember síðastliðnum innkallað að kröfu kand. fíl. Engilbjarts Sóldal, þar sem hann taldi að ýjað hefði verið að vanhæfni sinni í starfi í einni sögunni. Nú er að vísu í sjónmáli sátt við Engilbjart um útgáfu þess bindis en einhver bið verður þó á að það komist í dreifingu.<br /> Ég leyfi mér því, í tilefni rafmælis míns, að gefa út á þessum merka degi í lífi mínu enn eitt bindi þessarar vinsælu ritraðar. En bæði til að rugla ekki númerröð útgáfunnar þegar 16. bindi loks kemst til lesenda og einnig vegna þess að í tilefni dagsins fjalla sögurnar mest um mig og mína fjölskyldu mun þetta bindi ekki bera númer heldur kallast “afmælisútgáfa” og verður sent föstum áskrifendum gjaldfrítt.

Eins og fram hefur komið í frásögum mínum er geysilega öflugt og fjölbreytt félagsstarf á Ýsufirði og er þar starfandi leikfélag.
Hásteinn barnakennari er formaður leikfélagsins og eitt sinn settum við upp leikritið “Njósnarinn og auðkýfingurinn”, sem Hásteinn hafði samið sjálfur upp úr sögunni “Goldfinger” eftir Ian nokkurn Fleming um njósnarann James Bond. Var leikritið sýnt þrisvar sinnum fyrir fullu húsi og lék ég sjálfur njósnarann Jakob Bond en Ragnar á Brimslæk lék auðkýfinginn og illmennið Gylfa Gullfingur.
Héðinn kaupfélagsstjóri, sem er aldrei kallaður annað en Kaupa-Héðinn, fór einnig með hlutverk, en hann lék yfirmann leyniþjónustunnar. Tók hann hlutverk sitt mjög alvarlega og lagði sig allan fram við að læra textann sinn orðrétt.
Á frumsýningu kom það enda fyrir í einu atriði þar sem Kaupa-Héðinn yfirgefur sviðið að hann segir stundarhátt: “Tekur staf sinn og hatt og gengur út af sviðinu, til vinstri”.

************************************

Á hinum afskekkta bæ Fæti í Viðvíkurhreppi búa þau öldnu systkin Gróa, Guðmundur og Halldór. Þau fara lítið að heiman eða meðal fólks og er sagt að þau hafi aldrei yfirgefið sýsluna.
Þegar þau heyrðu um vinsældir leikritsins “Njósnarinn og auðkýfingurinn” ákváðu þau að bregða sér til Ýsufjarðar og sjá þessa rómuðu sýningu.
Í einu atriðinu elti ég, í hlutverki njósnarans Jakobs Bond, einn bófann, sem leikinn var af Sævari frá Strönd, en bófinn hleypur út af sviðinu og sleppur í bili.
Þegar það gerðist í sýningunni stukku þau systkin á fætur og kölluðu einum rómi: “Hann hljóp út til hægri.”

************************************

Þegar við bræður keyptum jeppabifreiðina af Ragnari á Brimslæk á sínum tíma bauðst bróðir minn eitt sinn til þess að aka móður okkur í kaupfélagsbúðina þegar hún þurfti til innkaupa. Móðir okkar var ekki vön bílferðum og treysti okkur bræðrum mátulega til að stjórna slíkum vélum.
Fylgdist hún vel með öllu þegar bróðir minn ók ofan frá Vatnehúsi að kaupfélagsbúðinni og þegar hann hafði skammt ekið varð henni að orði: “Vilt þú ekki bara fylgjast með veginum og stýra bifreiðinni, Vatnar minn? Ég get séð um að hræra í benzíninu fyrir þig.”

   (32 af 55)  
2/11/04 14:01

Nafni

Meistari! hve mjög þú gleður mitt hjarta.

2/11/04 14:01

Vladimir Fuckov

Bráðskemmtilegt að vanda. Til hamingju með rafmælið og skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

2/11/04 14:01

Litla Laufblaðið

Frábær eins og ætið Sundlaugur rafmælisbarn [Ljómar upp]

2/11/04 14:01

Offari

Til hamingju með rafmælið Skemmtilegt er að hugsa um að eyða mínu næsta sumarfríi á Ýsufirði og hlaða mig upp af húmor.
Takk fyrir.

2/11/04 14:01

B. Ewing

Glæsilegt og til hamingju með rafmælið.

2/11/04 14:02

Jóakim Aðalönd

Mikið er þetta gaman. Hafðu þökk fyrir þetta Sundlaugur minn.

2/11/04 15:00

Jarmi

Hræra í benzíninu!

[Hlær næstum af sér mullettið]

2/11/04 15:00

Skabbi skrumari

Frábærar sögur að vanda Sundlaugur... skál

2/11/04 15:01

Mjákvikindi

Ég get ekki sagt nema það sama: Frábær að vanda. Innilega til hamingju.

2/11/04 16:00

Vímus

Sannur gleðigjafi sem endra nær.

3/12/06 11:00

Billi bilaði

Þá er ég loksins búinn að lesa þetta rit. Takk fyrir.

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.