— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/07
AÐ GEFNU TILEFNI

Borið hefur á því undanfarna daga að vefrit og umræður á Gestapó hafa einkennst nokkuð af núverandi ástandi í raunheimum. Hef ég jafnvel freistast sjálfur til að taka þátt í slíku.
Nú hef ég hins vegar ákveðið að taka ekki þátt í orðaskaki um raunheimapólitík á þessum vettvangi.
Ég er reiðubúinn að munnhöggvast, rífast og sættast við vini mína hér á baggalýzkum forsendum en hafna því að vera dreginn niður á raunheimaplan á sjálfu Gestapó.
Þó þykir mér rétt, og ekki aðeins í tengslum við nýliðna atburði í raunheimum, að hnykkja á því að við forðumst að nota ensku í samskiptum okkar. Reyndar eiga umræður hér að fara fram á íslenzku en þó hefur það verið liðið að fólk bregði fyrir sig erlendum orðum og setningum. Til að mynda á bráðskemmtilegum kveðskaparþræði, sem ber nafnið Þýzkhendur. Höfum þó í huga að enska er í raun ekki tungumál, heldur úr sér genginn samskiptamiðill og ég hvet alla til þess að reyna eftir beztu getu að sniðganga verzlanir, veitinga- og skemmtistaði sem bera ensk nöfn.

   (18 af 55)  
31/10/07 14:01

Lopi

Vel mælt!

31/10/07 14:01

hlewagastiR

AÐ gefnu tilefni. Annars geðveikt.

31/10/07 14:01

Offari

Hver gaf þér þetta tilefni?

31/10/07 14:01

blóðugt

Er það ekki Í gefnu tilefni? [Glottir við mjöðm]

31/10/07 14:01

Sundlaugur Vatne

Rétt, Hlégestur, hér er svokölluð fljótfærnisvilla á ferðinni. Ég mun breyta titlinum en bið þig að láta athugasemd þína standa öðrum til viðvörunar.
Til frekari upplýsingar: Eg ritaði "AF GEFNU TILEFNI í fyrirsögn.

31/10/07 14:01

hlewagastiR

Ég þóttist vita það, Sulli. Annars er landinn hættur að nota nema eina og aðeins eina forsetningu. Þetta verður fyrr eða síðar að: vegna gefins tilefnis.

31/10/07 14:01

Billi bilaði

„Vandaðri“!

31/10/07 14:01

Hvæsi

Ég byrjaði á samskonar félagsriti um helgina, en þurfti frá að hverfa í miðjum klíðum, og því er þetta kærkomið rit.
þarna er ég hjartanlega sammála þér Sundlaugur.
Mér er nok sama hvort þarna eigi að vera AÐ eða AF, slíkt er smámunasemi frá mínum bæjardyrum séð, en boðskapur þessa félagsrits er skýr.
Tilgangur tilveru okkar hér á Gestapó er að komast í skjól frá svonefndum raunheimum, sem oft á tíðum getur verið kaldur og blautur staður.
Ég segi því fyrir mitt leyti að hingað er gott að koma og hlýja sér við þennan sannleiksanda er svífur hér yfir vötnum, laus við amstur dagsins og ég tala nú ekki um kreppuna.

Ég set mig því á lista Sundlaugs og verð frá og með núna,
Kreppulaus Hvæsi.

Þetta með að sniðganga veitingastaði með erlend nöfn gæti hinsvegar orðið vandamál fyrir mig, því hér hjá mér er enginn með íslenku nafni. Kanski ég opni Eiturbrashús Hvæsa hérna... Skál.

31/10/07 14:01

Sundlaugur Vatne

Að sjáfsögðu vandaðri, Billi. Þarftu endilega að vera þennan tittlingaskít, smámunaskap og orðhengilshátt? Ég veit vel að þér sárnaði þarna um daginn en þarftu að gera mál úr þessu?

31/10/07 14:01

blóðugt

„Varðar gefið tilefni“ gæti líka gengið. Hoho

31/10/07 14:01

blóðugt

Vandaður er auðvitað hneisa og á ekki að viðgangast! Það þurfa allir að daðra meira, sérstaklega í kreppunni.

Annars er ég sammála þér, og biðst forláts á að hafa notað K-orðið.

31/10/07 14:01

Tigra

Heyr heyr!
Einhvert þarf maður að geta farið án þess að draga alla raunheimapólitíkina með sér. Nógu leiðinleg er hún fyrir.

31/10/07 14:01

Billi bilaði

Ég var bara að árétta þetta fyrir nýliðana.

Svo kannast ég ekki við neinn orðhengilshátt. (Tittlingaskítinn og smámunaskapinn get þó tekið undir.) <Starir þegjandi út í loftið>

31/10/07 14:01

Regína

Loksins! Loksins!

31/10/07 14:01

Garbo

Hehehehehe....

31/10/07 14:01

krossgata

Þetta dettur alltaf öðru hverju inn, ég býst við það geri það áfram. En mér leiðist þýska, svo þetta er bara allt í fína.

31/10/07 14:01

Upprifinn

Samþykkt.
Notum bloggið í raunheimaruglið.
Knúsar viðstadda.

31/10/07 14:01

Kiddi Finni

Akkúrat sem ég var farinn að hugsa um raunheimapólitiskan pisltil. En get svosem sleppt honum.
Og ég er svo sincerely sammála að við skulum avoid að nota enskuna í óþarfi. (glottir) Reynum að segja hlutina á íslensku. Við líka sem erum ekki alveg á jafn sterkir í henni.

31/10/07 14:01

Hvæsi

Satana perkele.

31/10/07 14:01

albin

Hér hefur heldur almennt aldrei verið ætlast til þess að ræða raunheimapólitík, eða annað raunheimarugl. Þó svo að þannig hafi stöku sinnum æxlast til.

Gott er einmitt að minna á það af og til.

31/10/07 14:02

Huxi

Og ég sem ætlaði að fara að rita félaxrit til stuðnings Framboðsflokknum. Alltaf verið að eyðileggja allt fyrir mér. [Brestur í ofurlítinn grát]

31/10/07 14:02

Isak Dinesen

Þarna er ég sammála mínum góða vini Sundlaugi. Sjálfur ákvað ég að fara ekki hingað, einmitt þar sem ég þóttist vita að umræða um þessi mál væri alveg jafn hávaðasöm hér og í raunheimum! Valdi ég því aðra staði til að gleyma mér. Það er slæm þróun.

31/10/07 14:02

Skabbi skrumari

Ég var í fríi og missti af þessu... hvað var verið að ræða?
Yfirvofandi hækkun áfengisgjalds?

31/10/07 14:02

Upprifinn

Nei Skabbi, enda ætti umræða um þau mál fullt erindi hingað inn.

31/10/07 14:02

Skabbi skrumari

Spurning með að skrifa félagsrit um alvarleika þess...

31/10/07 14:02

Upprifinn

Og hugsanleg úrræði kannski líka?

31/10/07 14:02

Skabbi skrumari

Það ætti að vera hægt að hrista fram eina sonnettu um málið...

31/10/07 15:00

Sundlaugur Vatne

Þakka ykkur öllum skemmtilegar og uppörvandi athugasemdir.
Hvæsi minn, við getum nú ekki gert kröfur til annars en að menn brúki móðurmál þess lands sem maður gistir á hverjum tíma. Því íslenzku á Íslandi og á Gestapó.
Blóðugt, það er rétt, vandaður er agalegt.
Billi, vinir? [starir þegjandi út í loftið Billa til samlætis]

31/10/07 15:00

Billi bilaði

Æfinlega. <Skálar við sundlaug í ungmennafjelagsropvatni>

31/10/07 15:00

Finngálkn

Helvíti góður punktur. Hér skal íslenskan og ruglið í hávegum höfð! Þetta á ekki að vera eitthvað bölvað röfl um dægurmál sem allir eru orðnir samdauna. Við eigum að vera trú okkar ofursjálfum og rista djúpt með steikina að vopni.
Étið þið svo úr mér skítinn.

31/10/07 15:00

Jóakim Aðalönd

Ég hef margoft predikað þetta sama hér Sundi, enda vandfýsinn og pirraður.

Skál!

31/10/07 15:00

Golíat

Orð í tíma töluð!

31/10/07 15:01

Billi bilaði

Ekki þýðir að vandaðra við blóðugt:

Vandaður maðurinn vildi ei sýna
voldugum konunum
holdið því strauk hann já kónga skal krýna
sem kenna slíkt sonunum.

31/10/07 15:02

Ríkisarfinn

Ertu þá með öðrum orðum að segja að Gestapóar séu ekki nógu sjálfhverfir ?

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.