— GESTAPÓ —
Rósin
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 9/12/04
Dónódraumar

Æðislegt fyrirbæri

Um daginn dreymdi mig draum. Kannski væri réttara að segja um nóttina dreymdi mig draum. Æ það skiptir svosem ekki öllu máli. Mig dreymdi sem sagt draum, fyrir nokkrum dögum síðan. En engan venjulegan draum. Þetta var svolítið sem kallast dónódraumur eða jafnvel blautur draumur. Það fer svolítið eftir því hvar á landinu þú ert. Því að í Norður-Múlasýslu virðist alltaf rigna þegar einhver leyfir sér að svífa á vit dónadraumanna þar.
Jæja í dónadraumum almennt verða yfirleitt að koma fyrir tveir einstaklingar…að minnsta kosti! Gaman getur verið að hafa þrjá, jafnvel fjóra ef þú ert fyrir slíkt. Þó fær maður því miður ekki að ráða draumum sínum. En hei! það er alltaf hægt að láta sig dreyma (Bíðum nú við, þetta hljómar skringilega). Nú jæja, minn draumur var engin undantekning frá tveggja manna reglunni. Í honum voru ég og einn maður… nánar tiltekið kom ákveðinn ritstjórnarmeðlimur í drauma heimsókn til mín þessa nótt (reyndar fór ég í heimsókn til hans, ojæja skiptir ekki máli).
Nei forvitnissjúklingarnir ykkar ég segi ekki hvaða ritstjórnarmeðlimur það var. Aðallega til að koma í veg fyrir meting og rifrildi á milli þessara blessuðu stráka. Ég skammast mín ekki neitt sko. Þeir eru líka allir jafn æðislegir svo það skiptir í raun ekki máli.
Ég geri ráð fyrir að meirihluti gestapóa hafi einhverntíman upplifað einn af þessum svokölluðu dónódraumum, jafnvel blautan ef þið voruð stödd í Norður-Múlasýslunni. Þeir sem hafa upplifað slíka drauma hljóta að vera sammála mér í því að það er það allra versta í heimi að !vakna! í miðjum dónódraumi. Allveg sama hvað maður reynir mikið er bara einfaldlega ekki hægt að loka aftur augunum og halda áfram. Ekkert gerist. Ef þú vaknar í miðjum klíðum er það bara búið. Þetta finnst mér mikill galli á gjöf Njarðar. Aldrei vaknarðu þegar úlfurinn fyrst lítur á þig í martröðunum, nei þú vaknar þegar hann er að glefsa í kálfana á þér. Þegar ég hugsa út í það hefði ég líklega verið vel til í að vakna ef þessi ritstjórnarmeðlimur hefði farið að bíta mig í kálfana. Jeminn.
Þó gerist það nú að maður fær að klára…drauminn. Það er æði. Hugsið bara út í það. Maður er allur miklu léttari og skemmtilegri daginn eftir. Það var ég a.m.k. og átti bara mjög ánægjulegan dag. Svo ég þakka hér með þessum manni fyrir að skemmta mér á næturnar.
Og vona ykkar vegna að þið lendið í þessu fljótlega, ef ekki strax í kvöld.

Dreymi ykkur vel.

   (1 af 2)  
9/12/04 07:01

krumpa

Vá, þú ert greinilega pottþétt grúppía! Mig dreymir reyndar líka dónódrauma um ritstjórnarmeðlimi...en það er aðallega á daginn!

9/12/04 07:01

Þarfagreinir

Jæja já. Þekkir þú þennan tiltekna ritstjórnarmeðlim, fröken Rós, eða var hann bara eins og myndin hans hér á Gestapó í draumum? Mér er spurn ...

9/12/04 07:01

Rósin

Það eru nú myndir í bæklingnum sem fylgdi með disknum sko.

9/12/04 07:01

Krókur

Já en eru það ekki bara einhverjir leikarar?

9/12/04 07:01

krumpa

Nei nei - það eru sko original limir (í ritstjórn þ.e.a.s.)

9/12/04 07:01

Galdrameistarinn

Ansk$%&"$%&"$%6

9/12/04 07:01

B. Ewing

Hefur Vladimir verið að prófa kosmíska frygðarörvarann. Sértækt leynivopn til að útrýma getu óvinaþjóða til náinna kynna í raunhemi og flytja slíkt í draumheima. Eyða þannig orku kynjana á hverri með ofgnótt af orkufrekum draum eða tilfallandi skorti á slíku fyrir aðra málsaðila og valda þannig spennu innan óvinarins.

9/12/04 07:01

hundinginn

Þetta er alveg eðlilegt Rósa. Sjálfur hef jeg fengið svona martröð en það mun hafa verið fyrir einhverjum árum. Gaman væri að upplifa slíkt aftur. Jeg er samt ekki viss um að dagurinn á eftir verði góður nema jeg nái að klára drauminn.

9/12/04 07:01

Nornin

Það er ótrúlega fyndið að dreyma Gestapóa.
Meira að segja þeir sem ég hef hitt í 'kjötheimum' hafa Gestapó ásjónur sínar í draumum mínum.
Ritstjórn hefur þó aldrei heiðrað mig með viðkomu í daumi. [Brestur í grát]

9/12/04 07:02

Mosa frænka

Svona svona, Nornin mín. Það gæti gerst hvenær sem er. Vertu þolinmóð.

9/12/04 07:02

Enter

Jahér, Myglar var eitthvað að monta sig af draumamaskínunni hans afa síns um daginn, en ekki höfðum við mikla trú á að hún myndi virka. Þetta getur hann ennþá karllufsan.

9/12/04 07:02

Rósin

Dró hann einn af ykkur hinum þá úr hatti til að testa þessa vél á?

9/12/04 07:02

Skabbi skrumari

Dónó dónó... til hamingju... hehe...

9/12/04 01:00

Rósin

Eh takk Skabbi...held ég.

9/12/04 01:01

Sverfill Bergmann

Það hefur verið Númmi karlinn, hann er svo mikill hözzler.

9/12/04 01:01

Rósin

[Flautar]

9/12/04 01:01

spesi

Myglar lét sér nægja að draga nöfnin okkar úr hatti, hann átti ekki stærri hatt en svo. En feginn var ég að losna við að vera tilraunadýrið, enda ekki mikið fyrir að flækjast inn í drauma annarra karlmanna.

9/12/04 01:01

Rósin

Spesi minn, heldurðu þetta virkilega? [Verður eilítið döpur]

9/12/04 01:01

Limbri

Hmmm... þú heldur þó ekki að ég sé í ritstjórn ?

-

9/12/04 01:01

Rósin

Híhí, nei Limbri minn, ég tel mig vita hverjir eru í ritstjórninni.

9/12/04 01:01

spesi

Held ég hvað? Að ég vilji ekki vera viðfangsefni drauma annarra karlmanna? Síðast þegar ég gáði, já...

Rósin:
  • Fæðing hér: 10/8/05 16:11
  • Síðast á ferli: 14/10/07 14:40
  • Innlegg: 242
Eðli:
Rósin, heiti ég og þó ég sé blá lykta ég alveg jafn sætt og aðrar rósir.
Fræðasvið:
Veit allt um blómin og býflugurnar.
Æviágrip:
Fæddist í Blómaval, en bý núna í afskaplega fallegum garði hjá gamalli konu sem hugsar vel um mig.