— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 31/10/07
Ýsfirzk fyndni XXI

Kæru lesendur. Loksins lítur nýtt bindi Ýsfirzkrar fyndni dagsins ljós. Nokkur töf hefur orðið á útgáfu þessarar ritraðar þó næg séu efnistökin. Ýsfirðingar eru enda gamansamt fólk og frá ýmsu kostulegu að segja úr heimabyggð minni. Ég hef verið að viða að mér skrítlum í Ýsufirði síðustu vikur og þykir mér ekki vanþörf á að bæta nýju bindi í safnið ykkar nú þegar sumir hér virðast nokkuð niðurdregnir af tilgangslausu raunheimarugli. Þær sögur er hér líta dagsins ljós hef ég fengið að heyra hjá henni Ljósbjörgu ljósmóður og eru þær birtar hér með hennar ágæta leyfi.

Þau hjónin Sæmundur og Hafdís á Strönd eru barnmörg og hefur ljósmóðirin okkar, hún Ljósbjörg tekið á móti flestum barna þeirra.
Eitt sinn var það Hafdís tók léttasótt um miðja nótt, eins og oft vill henda, og nokkru fyrr en áætlað var. Í fyrstu ætlaði Sæmundur sjálfur að taka á móti barninu en eitthvað gekk þó fæðingin erfiðlega Sá hann þá þann kost einan í stöðunni að síma til nágranna síns, Ragnars á Brimslæk, sem auk þess að vera bóngóður og greiðvikinn, á jeppabifreið. Bað Sæmundur nú Ragnar blessaðan aka í snarhasti inn í þorp og sækja Ljósbjörgu.
Þegar Ragnar hafði vakið ljósmóðurina settist hann niður á heilsugæzlunni og fylgdist með þegar hún tók til við troða öllum þeim tólum sem hún taldi sig hugsanlega þurfa að nota ofan í litla tösku. Mátti hún troða vel til að koma öllu fyrir í töskunni.
Varð Ragnari þá að orði: “Það má heita gott ef þú nærð einhverju af þessu dóti aftur upp úr töskunni eins og þú hefur troðið ofan í hana, Ljósbjörg mín.”
“Já, ætli það fari ekki fyrir mér eins og honum Sæmundi”, svaraði Ljósbjörg þá. “Nógu vel skilst mér að honum gangi að koma krökkunum í hana Hafdísi”.
******************************
Þegar Ljósbjörg kom fyrst til Ýsufjarðar og hóf þar störf var Björk á Reynivöllum í Viðvíkurhreppi vanfær.
Þar sem torfært getur verið milli Ýsufjarðar og Viðvíkurhrepps afréðu þær að sæi Björk sér það fært skyldi hún koma á heilsugæzluna til Ljósbjargar þegar hún færi að finna fyrir því að hún yrði brátt léttari.
Þegar sá dagur rann upp kom Björk til Ýsufjarðar í fylgd bónda síns og gekk ferðin vel. Skildi hann þar við hana og hélt heim til sinna búinu en Ljósbjörg hóf að undirbúa væntanlega fæðingu.
Fæðingin gekk vel og eignaðist Björk myndarlegt sveinbarn. Að henni lokinni bjó Ljósbjörg síðan um Björk í rúmi og sofnaði hún værum svefni á eftir.
Heyrði þá Ljósbjörg að Björk fer að tala upp úr svefni og segir: “Hreiðar minn, elsku Hreiðar minn, það var drengur. Við eigum dreng, Hreiðar minn”.
Þegar koma að því að Björk skyldi halda heim með barnið kvaddi Ljósbjörg hana og sagði: “Ég bið svo að heilsa Hreiðari”.
“Nú, þekkir þú hann Hreiðar?” spurði Björk þá.
“Já, heitir maðurinn þinn ekki Hreiðar?” sagði Ljósbjörg.
“Nei, nei,” svaraði Björk. “Hann Hreiðar er vinnumaðurinn okkar.”
******************************
Hún Hafdís á Strönd er fjölfróð og víðlesin. Eitt af uppáhaldsáhugmálum hennar er náttúrufræði og líffræði. Stundaði hún meðal annars nám í líffræði við Bréfaskóla alþýðu um tíma.
Eitt sinn er hún átti erindi “í bæinn”, eins og við köllum það, leit hún við í kaffisopa hjá Ljósbjörgu. Barst talið fljótt að þessu uppáhaldsumræðuefni Hafdísar, líffræðinni. Eins og má ætla er Ljósbjörg mjög vel inni í þeim fræðum.
Vildi nú Ljósbjörg reyna vinkonu sína og spurði hana hver hún teldi vera 3 höfuðlíffæri mannsins. En því hefur oft verið haldið fram að þau séu höfuðið, hjartað og kynfærin.
Stóð ekki á svari hjá Hafdísi með fyrstu tvö en það síðasta vafðist fyrir henni. Gat hún ömögulega munað það og sagði að lokum: “Ég bara man það alls ekki, eins og það er nú búið troða þessu í mig.”
“Já, ætli ég fari ekki nærri um það,” sagði Ljósbjörg þá.

   (17 af 55)  
31/10/07 15:01

Texi Everto

Frábært eins og ávallt.

31/10/07 15:01

Wayne Gretzky

[ Klappar Sundlaugi lof í lófa fyrir þetta ]
Hvað kostar að kaupa öll bindin?

31/10/07 15:01

Andþór

Takk fyrir þetta. Léttir manni alltaf lund.

31/10/07 15:01

Billi bilaði

Skál!

31/10/07 15:01

Kiddi Finni

Ýsufjörður lengi lifi!

31/10/07 15:01

krossgata

Hressandi!!!
[Skálar... í mysu að sjálfsögðu]

Skál!

31/10/07 15:01

Garbo

Alveg ljómandi skemmtilegt!

31/10/07 15:01

Tigra

Klikkar ekki!

31/10/07 15:02

Huxi

Já, það er ekki komið að tómum kofunum hjá honum Sundlaugi. Og það held ég...

31/10/07 15:02

Regína

Jahá.

31/10/07 15:02

Skabbi skrumari

Úrvalsrit að venju... Skál

31/10/07 15:02

Galdrameistarinn

Alger gargandi snild bara.
Ekki að undra að Sundlaugur er okkar dýrasta djásn og nú bíður maður bara eftir að boðið verði aftur til Ýsufjarðar því ég missti víst af síðustu ferð.

31/10/07 16:00

Günther Zimmermann

Hafðu þökk, sem fyrr.

31/10/07 16:00

Ívar Sívertsen

Glæsilegt!

31/10/07 16:00

Fræ

Ljósbjörg perri.

31/10/07 16:00

Jóakim Aðalönd

[Byrjar á mexíkanskri bylgju]

Húrra!

31/10/07 17:01

Tumi Tígur

Skál fyrir Ýsufirði og Ýsfirzkri fyndni!

31/10/07 18:01

Z. Natan Ó. Jónatanz


-
Vatne
snilldarkómíker
& kostaskáld má nefna.
Löngum hefur
list hans mér
ljúfa hlátra gefna.
-
Á þriðja tuginn
telst nú hér
traustur bálkur stefna.
Sagnastaupið
sífullt er
sálarbætiefna.
-
SKÁL !

31/10/07 19:02

Hexia de Trix

Elsku Sundlaugur, hjartans þakkir fyrir að flytja okkur Ýsufjörðinn ljóslifandi heim á Gestapóið!

31/10/07 20:01

Wayne Gretzky

Af hverju raðar herra Z.Natan vísunum sínum svona?

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.