— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 2/12/05
Lífshlaupið

Hlaupabrautirnar eru tvær. Ein fyrir karla og önnur fyrir konur. Þær eru ekki svo ólíkar ólimpískum brautum, en þær snúast. Hver á móti annari og rekast á eftir einhverju random absorma sem ekki er gott að útskýra.

Jeg er á hlaupabraut karla.
Þú ert fastur á start línu fram yfir barnaskóla um það bil.
En þá gelltir byssan. Bang!
Þú rífur þig af stað og hleypur eins og fætur toga eftir fínni brautinni, og getur ekki ímyndað þjer nokkra óyfirstíganlega hindrun.
Kvennabrautin rekst á endrum og eins, ólýsanlega glimmer fagur og glansandi. Og til að geta stokkið þangað yfir og hlaupið einn og einn auka hring á henni, verður þú að hlaupa hratt og karlmannlega.
Allt er svo flott og lofsamlega spennandi.
Svo kemur einhver óþokki og fellir þig.
Eftir það dregst úr hraðanum og löngum stundum ertu haltrandi og sýnin breytist. Stundum svo, að brautin er alveg úr fókus og oft hleypur þú útaf, dettur og meiðir þig.
Einhvern veginn, eða af einhverjum furðulegum krafti, magnar þú alltaf að hlaupa með. Margir hlaupa framúr á ofsa ferð, en heldur fleyri dragast aftur úr. Jafnvel týnast eitthvert út í buskan. Sjá ekki hyndranirnar og skella á þeim á fullri ferð.
Oft hefur það hennt mig.
Hindranirnar eru mis háar og erfiðar. En alltaf klöngrast þú yfir þær og reynir að ná upp hraðanum á ný.
Oftar en ekki, rekst konu brautin á þína og þú stekkur yfir, af þeim kröftum sem til eru. Þar hleypur þú oftast í öfuga átt. Og oftast nærð þú ekki nema hálfum hring áður en brautirnar rekast á aftur og þjer er kastað inn á karla brautina á ný. (Hjer er þó ekki átt við einhvern árans hommaskap)
Oftar en ekki ertu skríðandi og kemur fyrir að einn og einn stígur á þig. Gömul sár sýnast ekki gróa og blóðið er að verða frekar þreytandi, þar sem það storknar á brautinni undir löppunum á þjer.
Ef þú ert ekki alveg hreint búinn, þá druslastt þú áfram þar til allt í einu, af einhverjum random absorma, slitnar brautin og þú rennur fram af og hverfur.
Eftir það er ekkert. Bara einn flottur PUNKTUR.

Út um dyrnar lítill lýtur
labbakútur í buxum skítur
áfram böðlast í skjöldinn bítur
bagglýtingur skónum slýtur

Góðar stundir,

hundi.

vonandi var stafsettningin í lagu pungsugurnar ykkar

   (54 af 145)  
2/12/05 10:02

Galdrameistarinn

Mikið djöfull vantar mig þessi lyf sem þú ert að byrðja. Það yrði kanski til þess að manni mundi nú detta eitthvað í hug til að skrifa.

2/12/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Híhí, athyglisvert hjá þér hundi.

2/12/05 11:01

Ívar Sívertsen

Mjög áhugavert kæri hundshaus. Meira svona!

2/12/05 12:00

Prins Arutha

Skemmtilega sett upp.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.