— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 4/12/07
Dráttarvjelaolía

Brúmm brúmm

Já vinir.
Þetta er jeg. Dráttarvjelamaðurinn.
Að þetta olíu sull skuli kosta fullar hendur Bögga er algert bögg. Og fjelagar mínir hafa verið að gera usla um allan bæ vegna þessa órjettlætis.
Sum af þessum fíflum eru víst að burra inn 180 Böggur fyrir kílómeterinn, og dráttarvjela druslurnar drekka víst heil bísn af dísel drullunni. En sumir virðast halda að við getum bara beytt sparakstri. Já, ekkert mál. Bara láta þessi ljettatæki lulla í lága dryfinu á 20 kmh max.
Sullum drullu skálastrákar. Að halda að 50 tonna hlussur geti farið að sömu lögum og heimilis tík. Puhh. Hálfvitar.
Þessar dráttarvjelar eru það sem þær eru. Og drekka það sem þær drekka. En á ummrennings ríkiskassinn að fytna óendanlega á kostnað okkar hálfvitanna? Nei!
Það er takmark fyrir allri vitleysu. Og jeg tek ofan hatt minn fyrir þeim sem standa vaktina í þessu. Og kanski væri ráð að sturta, hífa eða leggja farm þessara hlussna hjer og þar. Hvar svo sem hver vill. 29 tonn af uppúrtektar drullu mætti til dæmis nota til að fegra forgarða hins háa alþingis. Já eða bara taka vagna draslið aftanúr á miðjum gatnamótum um allan bæ. Glitnir á þetta hvort eð er allt.
En mín spurning er kannski sú, hvort háttvirt hvippið taki nokkurt mark á einhverjum líð, sem hefur um alla tíð látið vaða yfir sig með hvers kyns reglum og þvingunum. Skiptir ekki, því jeg er jú djeskotans krimmi, þegar jeg vakna á morgnanna og læt mjer detta í hug að setjast upp í svona traktor, til kvelds eins og hvur annar vinnandi maður í þessu sukk glaða þjóðfjelagi.

Þetta reddast.

hundi.

   (14 af 145)  
4/12/07 02:02

Trefill

Mikið var að frá þér fréttist.
Ég skála líka fyrir þessum uppreisnarmönnum og ljósberum samtíðarinnar.
Að ríkið skuli sífellt maka krókinn á verðhækkunum erlendis og nú falli krónunnar nær ekki nokkurri átt!

4/12/07 02:02

Álfelgur

ha?

4/12/07 02:02

Kargur

Hundy! Hvar hefurðu veryð? Þú mátt ekki vanrækja okkur svona.

4/12/07 02:02

Garbo

Go, hundi!

4/12/07 03:00

Galdrameistarinn

Góður stráksi.
Hvenær á að kíkja í heimsókn til oss í þýðverjalandinu?

4/12/07 03:00

Offari

Lifi byltingin.

4/12/07 03:01

krossgata

Einhver verður að borga ferðirnar með einkaþotunum. Ekki getum við látið bankamenn og pólitíkusa ferðast í almenningsfarartækjum. Það hlýtur hvert mannsbarn að sjá.

4/12/07 03:01

B. Ewing

[Tekur ofan] Mikið var að það heyrðist frá þér. Haldið endilega áfram, ekki gefast upp.

4/12/07 03:01

Nermal

Hundur í óskilum er kominn í leitirnar. Ég lenti í þessari líka feikna traffík á leið til vinnu í morgun. Var örugglega 40 mínútur að keyra þessa leið sem er c.a 3 km. En lifi byltingin!!!!!

4/12/07 05:01

Rattati

Þetta er það gáfulegasta sem að hefur komið frá þér í langan tíma. Að þetta skuli vera það eina sem að hefur komið frá þér í langan tíma segir kannski allt sem segja þarf <glottir>

4/12/07 05:01

Jóakim Aðalönd

Vanrækja? Er það bróðir Órækju?

4/12/07 05:02

Jóakim Aðalönd

Annars er gaman að heyra frá þér hundi. Þú mættir láta sjá þig hér oftar!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.