— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 9/12/04
Tinni!

Blessaður drykkjuboltabullubaldinn.

Hitti skrattakollinn á Laugarásvideó og hann auðvitað mundi ekkert eftir því hvar hann sá mig síðast blessaður delinn.
Var að skima eftir afþregingu handa mjer og hundu, þar sem imbinn er alveg hreint lost í tilverunni. Ekki get jeg hugsað mjer að eyða kveldinu með Ómega. Þó jeg verði að hundskast á lappir eldsnemma til að fara að vinna.
Tinni. Tinni Tinni Tinni. Ekki fanst honum nú spennandi valið á afþregingunni hjá mjer. Kellingavæl kallaði hann það. Fór svo að gramsa í gömlum BW stríðsmyndum.
Sá jeg samt vel, að eigandi leygunnar þurfti að sækja hans efni langt langt á bak við þið vitið. Árans perrinn. Hvurslags "stríð" skyldi hann vera að glápa á þessa stundina?

Biðst velvirðingar á skrifblaðri mínu þessa dagana.

Elskykkur!

   (92 af 145)  
9/12/04 03:01

Vamban

Knús. Þú ert algert rassgat!

9/12/04 03:01

hundinginn

Og í stað þess að henda inn enn einu fjelagsritinu, má vel bæta þessu við hjer. Hehemm. Hommi kom inn á tattú stofu og vildi fá eitt á sprellan á sjer. Spurði tattúmeistarann hvort ekki ætti hann möppu með myndum til að velja úr. Jú gerðu svo vel. Sagði Hr. tattú og rjetti honum þykka möppu. Og eftir nokkra stund ljómaði homminn upp og benti á mynd af traktor. Traktor? Spurði Hr. tattú. Já, svaraði homminn. Og hafðu hann fjórhjóladrifinn! Af hverju fjórhjóladrifinn? Spurði Hr. tattú frekar hissa. Jú sko til, svaraði homminn. Hann á eftir að fara á kaf í skít þessi!

9/12/04 03:02

Lafði Hlín

Hverfuleikinn... óendanleikinn... Ástin...

Kikyou á fullt af stríðsmyndum og spaghettí vestrum.

9/12/04 03:02

Ívar Sívertsen

Ég hitti Tinna á Stuðmannatónleikum í Húsdýragarðinum um Verslunarmannahelgina... Ég hitti Tinna líka á Duran Duran tónleikunum...

9/12/04 04:00

Kikyou

Á þeim á ég seint nóg hjartað mitt.

9/12/04 04:01

Vamban

Ég hitti Tinna á Hverfisgötunni enda erum við nágrannar.

9/12/04 04:01

Vamban

Svo sá ég Bobby Fisher í Selectsjoppu í gær.

9/12/04 04:01

Hakuchi

Ég sá sjálfan mig í spegli.

9/12/04 04:02

Ormlaug

Við ættum kannski að stofna "Hvar er Tinni" þráð - þar gætu menn tilkynnt um hvar síðast sást til Tinna. Svo mætti gefa út bók líka "Hvar er Tinni?" í stíl Valdo bókanna.

9/12/04 06:01

Þarfagreinir

Ég hitti Tinna oft á veitingastaðnum Asíu. Svo rakst ég líka hann á tónleikum með Sonic Youth. Maðurinn er alls staðar.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.