— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/04
Eins og jeg man það IIIII

Báturinn var tryggður og fun vindurinn gat hann hvergi hreyft.<br /> Svo upp á hótel var haldið aftur til að slátra nokkrum Blútum í viðbót.<br /> Þarna inni var slatti af fólki. Að miklu leyti til staff af flugvellinum og hótelinu, saman komið til að gleyma hversdeginum. Og þarna innan um sá jeg öldungis föngulega stúlku. Elisabet Paaviaasen.<br /> Hún hafði ósvikin kynn bein, fallegar tennur og hátt og fallegt enni. Varir sem gátu brætt hjarta úlfs, sem þvældist um í ljósaskiptunum í leyt að hinni fullkomnu bráð.<br /> <br /> Þarna sat hún í leður sófa ásamt einhverjum krökkum úr þorpinu.<br /> Jeg gekk til þeirra og settist hjá Elisabet.<br /> Á minni krækluðu Dönsku spurði jeg þau hvernig maður segir Skál á dönsku. Eða bara á Grænlensku.<br /> Innaqqinaq pallaaneq, sagði Elisabet. Og þóttist kenna mjer hina rjettu framsetningu á Skál. Sem í raun þýddi, \"þú ættir ekki að vera svona fallegur\"<br /> Þetta greyp jeg glóðugt.<br /> Og svo var drukkið og spjallað, og hver sem gekk hjá, fjekk að vita að hann eða hún ættu ekki að vera svona falleg.<br /> <br /> Seinna um kvöldið gekk jeg til herbergis míns, með Elisabetu mjer við hlið og nutum við ásta til morguns næsta dags.<br /> Dagsins sem ævintýrið byrjaði í raun og veru.<br /> Það átti eftir að vera upplifun sem hvaða gúbbi sem elltir sjálfan sig inn í blind strætin, gæti verið hreikinn af um alla tíð.<br />

Morguninn rann upp. Jeg var spenntur.
Himininn fagur blár og það glitraði á ís jakana úti á firðinum. Sólin skein skært og það var heitt. Um 20 gráður, í lok Ágúst mánaðar.
Elisabet kom sjer í larfana og hvaddi með brosi og þakkaði fyrir nóttina. Ölið og skotin frá kveldinu áður mynntu á sig í höfuðbeininu og það síðasta sem mjer gat dottið í hug var einhver morgunverður. Nei takk.
Þess í stað hjelt jeg beint niður á höfn til að hitta á Lasse og Aqqalu, svo við gætum lagt af stað í ógleymanlegt ferðalag.
Báturinn var þarna á sínum stað. Fallegur og glænýr Norskur Uttern, með 130 HP Mareener utanborðs mótor.
En hvergi var Lasse.
Aqqalu var mættur þarna og sýndist ekki kippa sjer upp við að Lasse vantaði. Mjer datt í hug sem snöggvast, að þetta væri al vanalegt. Svo jeg ljet mjer ekki bregða.
Vinur Lasse, Hans var niður á bryggju og beið eftir bátsfari yfir fjörðinn, heim til Tassiussaq, Handan Bröttuhlíðar, Qassiarssuq. En þar átti hann konu hund og einar 500 kindur.
Aqqaluq kom til mín, aldrey þessu vant og yrti á mig af fyrra bragði. Lasse er enn fullur held jeg. Sagði hann, og settist á einn bryggju pollan og laggði frá sjer hryggsekkinn.
Það er allt í lagi, bætti Hans við. Veðrið er gott. Eða kanski öllu heldur; Aajunngilaq, sila nuennaq! Hann brosti breitt og horfði yfir fjörðin í áttina heim. Brosti öllu sínu, skökkum tönnum og skítugum, með augn poka og skurð á hökunni. Sennilega eftir átök við einhvern af hrútunum sínum.
Loks kom Lasse. Röltandi eftir götunni, með hryggsekk og enn í sömu köflóttu skyrtunni og í galla jakkanum. Með sólgleraugu og glott í andlitinu og sígaretta hjekk niður úr munnvikinu. Hann stoppaði hjá okkur og laggði frá sjer hryggsekkinn og teygði sig í pela af Gordons gini sem hann hafði í innaná vasanum. Teygði á og leyt út á fjörðinn.
Förum. Sagði hann og vippaði hryggsekknum á vinstri öxlina.
Svo landfestar voru leysta í fyrsta sinn af mörgum og við æddum út fjörðinn á fullu gasi.

   (76 af 145)  
1/11/04 02:01

Hundslappadrífa í neðra

Og enn magnast spennan.

1/11/04 02:01

Offari

Er Gordons Lemon Gin fáanlegt á Grænlandi?

1/11/04 02:01

hundinginn

Örugglega!

1/11/04 02:01

Heiðglyrnir

Glæsilegt hundingi minn, þetta er hrikalega spennandi.

1/11/04 03:00

Jóakim Aðalönd

Já, ég kannast við svona atvik úr menntaskóla. Við fórum reyndar aldrei á sjó, en það var oft náð í larf daginn eftir í þynnkunni. Hafðu þökk fyrir skemmtilega sögu.

1/11/04 03:00

Sæmi Fróði

Skemmtilegt, en segir maður ekki "Eins og jeg man það IV"

1/11/04 03:01

B. Ewing

TAkk fyrir þetta. Nú held ég líka að svefnpokinn minn heiti Veður.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.