— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/11/04
Kæra dagbók.

Níjundi Desember tvöþúsund og fimm. Klukkan tuttgu og þrjú þrjátíju.

Kanski. Já kanski, get jeg haldið jól þetta árið.
Sum ykkar (ófjetin) vita vel að jeg hef ekki verið svo happí undan gengið. Sökum þess að óbermið sem hefur mig í vinnu hefur borgað seint og illa fyrir minn smekk. Og þörf. Og trukkarnir, vagnarnir og allt í ólestri.

NÚ HEFUR HANN GERT UPP, Nóvember mánuð helvískur.

Annars er hann nú ágætur kallinn. Góð sál sem meinar vel. En hver verður að hugsa um sinn rass. Og jeg hef fengið atvinnu tilboð sem jeg get ekki hafnað. Það var hringt í mig eftir að það frjettist að jeg hafi gripið í rattið eftir nokkura ára breik.
Og mun jeg færa mig yfir til frænda míns í móðurætt von bráðar, í miklu mun betra umslag. Til frambúðar. Heppin hann. Frændi það er.
En menn verða að koma til móts við aðra í þessum bransa. Samningar í allar áttir og skyldur við fyrirtæki og einstaklinga. Hús skulu reyst og einingar fluttar. Suður austur og vestur.

Jeg hugsa mjer að, (Allt sem maður hugsar sjer rætist á annan veg að vanda) en jeg hugsa mjer að Desember mánuður verði mánuður mikillar vinnu, að vanda, skilnings og vináttu allra viðkomandi, vonandi. Jeg þarf að sinna viðskiptavinum fyrirtækisins, með hjálp eigandans og byrja að kynna mjer aðstæður á nýja staðnum á sama tíma. Kynnast 3 öðrum trukkum og þeirra dinntum. Sjá til þess að verkstæðið sje hreint og klárt í átökin. Leika mjer að nýjum einingavagni. Kynnast nýju eldhúsi og kaffiteríju. Smurdömur.

Gott það verður, að hafa fólk í kring um mig við vinnuna. Frekar en að böðlast þetta einn og illa studdur alla tíð. Vinnan er einfaldlega erfið og stundum of mikið fyrir mitt hoppótta geð.

Ps. Aðventulagið og föndurlagið eru barasta öldungis BRILLIANT!

Elskykkur og hundingja SKÁL!

   (67 af 145)  
2/11/04 09:02

Heiðglyrnir

..Frábært að heyra kæri hundingi..Til hamingju með nýja starfið.. Núna kemur þetta allt, hef það á tilfinningunni..Jíbbí

2/11/04 09:02

hundinginn

Föndurstund! Oho ho ho ho ho ho je... Blútur og blek! Heiði. Mikið ertu sætur í dag minn kæri riddari. Heyrt í Nornu? Huhumm

2/11/04 10:00

Ívar Sívertsen

Gott að heyra að allt gengur vel. Mikið vildi ég að ég gæti fengið djobb með vellíðan í umslaginu!

2/11/04 10:00

Kondensatorinn

Alltaf má fá annað skip og annað föruneyti. Haltu ótrauður áfram veginn til betra lífs.
Til hamingju.

2/11/04 10:00

Ísdrottningin

Heyrðu Hundi minn, ertu nokkuð á grænum trukk?
Ef svo er þarftu að passa þetta með símaspjallið og gatnamótin...
Til hamingju annars, það er mikilvægt að vera sáttur í vinnunni og við umslagið sitt.

2/11/04 10:00

Offari

Trukkdræfer nömber vonn.

2/11/04 10:00

Nafni

Gott að heyra.

2/11/04 10:01

krumpa

Til hamingju!

2/11/04 10:01

Nornin

Gott að þú ert kominn með nýja vinnu og vonandi verður ekki meira vesen með launin þín.
Sjáumst kannski í desember [blikkar]

2/11/04 10:01

Litli Múi

Gott að þú ert orðinn ánægður. Skál!

2/11/04 10:01

Jóakim Aðalönd

Mundu bara að borða grjónagrautinn á aðfangadag. Það ætla ég að gera. Verst að ekkert er slátrið...

2/11/04 10:01

hundinginn

Nei jeg er ekki á grænum trukk Ísa mín. Bara drullugum. Takk fyrir heillaóskirnar elsku elsku krúttin mín. Kjull.

2/11/04 11:00

B. Ewing

Skelltu inn helstu dyntum nýja bílsins inn á Burrunördafélagið, þar hefur verið svo tómlegt síðan í haust. [Brestur í óstöðvandi pælingar um gírkassa]

2/11/04 11:00

dordingull

Allt reddast. Var oft svo blankur í gamladaga að ég átti ekki fyrir neinu. Ekki tóbaki ekki fyrir bíó ekki fyrir mat ekki neinu. Átti ekki krónu. Þess á milli var nóg til af öllu.
Þú bjargar þér engin vafi.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.