— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 1/11/03
Lífið er fagurt!

Fólk gerir ýmsa hluti, með ýmsum græjum. Sumir eru að vinna og aðrir að leika sjer.

Einn kafari var svo óheppinn að vera að dunda við köfun, ekki langt frá stað þar sem hópur slökkviliðsmanna barðist við skógareld, sem ógnaði byggð. Þyrlur voru einnig notaðar við slökkvistarfið.

Viku seinna fannst lík manns í kafarabúningi með froskalappir og súrefniskúta, lengst inn í landi í brunnu skóglendi. Hann hafði dáið úr köfunarveiki, innvortis blæðingum eftir högg og úr hita. Vesalingurinn.

Ekki er jeg með þessu fagna dauða aumingja mannsins. En margt getur farið úrskeiðis þar sem saman eru komnir menn og græjur, til misjafns brúks.

Hjer er snilldar linkur á fleiri misfarir og vanhugsaðar aðgerðir. Förum varlega.

http://www.darwinawards.com/legends/

   (140 af 145)  
1/11/03 12:01

Þamban

Það kemur eitthvað þessu líkt fyrir mig á hverjum degi.

1/11/03 12:01

Lómagnúpur

Æ, hvernig væri þú reyndir eyða votti af heilbrigðri skynsemi áður en þú kokgleypir svona sögum?
http://www.snopes.com/horrors/freakish/scuba.htm
Vonandi fer fólk að hætta því að bulla svona.

1/11/03 12:01

Órækja

Gaman sögur þurfa ekki að vera sannar, frekar en sannar sögur þurfa að vera gamanmál.

1/11/03 12:01

bauv

Ja þú segir það.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.