— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 2/12/06
Vei þeim!

Jeg er svona frekar leiður yfir öllum soranum sem er að koma upp á yfirborðið í raunheimum. Ef jeg reyni að orða það snyrtilega!

Einni þúfu veltir vá
voða þagnir hrundu
allir áður þögðu þá
þung svo högg á dundu

skömm á yllgjörðinga yndi
yfir þeim er höndin há
allir í blóði sínu syndi
svört er myndin innanfrá

brotnar sálir dauðar dæmdar
dagskímu loks vona á
hrypa jeg þeim sálm til sæmdar
sannleikanum úthellt má

Hverjir eru okkar minnstu bræður?

   (27 af 145)  
2/12/06 10:02

Jóakim Aðalönd

Skál fyrir þér hundi sæll!

2/12/06 11:00

krossgata

Amen.

Hvað þarf til að Breiðavíkurdrengirnir fái aðstoð núna meðan þeim blæðir, en ekki eftir svo og svo langa rannsókn "með óræðum niðurstöðum sem óvarlegt er að túlka" og þeim hefur blætt út?

2/12/06 11:01

Rattati

Vel kveðið Hundi minn. Sum sár gróa aldrei en það er bara óskandi að hægt verði að hlúa að þessum mönnum svo ekki versni, nú þegar þetta er komið upp á yfirborðið.

2/12/06 12:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þungavigtarkvæði með þarflegan boðskap.

2/12/06 12:01

B. Ewing

Sterkt að orði kveðið og þér sæmandi.

2/12/06 13:02

bauv

Knús.

2/12/06 14:01

Heiðglyrnir

Sterkur hundingi....Skál vinur.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.