— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/12/05
Þetta fíla jeg!

Blý þungar steypu plötur, veggir og gólf.

Ja mikið öldungis er jeg hamingjusamur með nýja vinnustaðinn. Svo margfalt betri en sá gamli.
Brilliant starfsandi og frábærir fjelagar.
Bílarnir ágætir og flatvagnarnir, veggjavagninn og vjelavagninn alveg bara fínir. Flutningarnir eru aftur orðnir skemmtilegir. Togið í stóru og sterku vjelunum, með hlassið aftaní. Mynnir helst á það þegar jeg var strákur í sveitinni og ók dráttarvjelunum með þunga heyvagna.
Yfirmaður minn er einnig úr sveit og ná skyldur mjer. Svo við fórum strax að fíflast með nafngiftir á tækjum og tólum.
Benz-inn, er auðvitað Daimler-inn.
Volvo-inn, er vitanlega Sví-inn.
Gamla Scanian, er að sjálf sögðu Zetorinn.
Elsti flatvagninn, er Heivagninn.
Veggjavagninn, er Sjálfhleðsluvagninn.
Exploorer eigandans er svo auð skyljanlega Bronco-inn.
Og pikköppinn minn er orðinn að skúffu Willis. Bara gaman!

Svo datt jeg af sjálfhleðsluvagninum og meiddi mig. Tognaði á hnje og haltraði eins og bjáni. Það var síðasta Fimmtudag, og sá dagur endaði með því að jeg gat varla nema með herkjum og verkjum ekið skúffu Willisnum heim. Mætti svo kl. 10 í gær morgun og var aðeins skárri. Gat ekið en ekki gengið svo gjörla vel.
Í dag gat jeg stigið í löppina og allur að lagast. Sem er gott, því jeg er ekki með skap í mjer til að setjast niður og væla. Og verkefnin eru ærin og mörg. En fyrir mestu, er að hvur sem þau eru þann daginn eru þau krefjandi og skemmtileg.

Brúmm Brúmm! Pokarottur.

Eh...
Elskykkur.

hundi

   (55 af 145)  
2/12/05 04:01

Offari

Vonandi er hægt að gera við hnéið á þér, það er svo djöfull vont að vera með ónýtan hjörulið. Gangi þér vel í nýju vinnuni..

2/12/05 04:02

Jóakim Aðalönd

Til hamingju með nýju vinnuna hundi. Vonandi batnar hnéð á þér fljótlega. Skál!

2/12/05 05:00

B. Ewing

Gott að heyra með nýju vinnuna þína. Nú vantar okkur rapport inná Burrnördafélagið svo hægt verði að fagna þér á götunni með viðeigandi hætti. [Ljómar upp og bónar bílinn]

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.