— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 8/12/04
Svona er vor MENNING!

Jeg er þunnur.

Það er Sunnudagsmorgun hinn fyrsti eftir menningarnótt. Jeg er þunnur. Á Mánudag fer jeg af stað í mína vetrar vinnu. Jeg er þunnur. Endilega skal jeg drulla mjer suður í Hafnarfjörð til að flaka upp úr 7 körum af Þorski núna, eða STRAX. Jeg er þunnur. Jeg er öldungis þunnur. Hvar eru sokkarnir mínir?
Klukkan er ekki orðin fökking átta!

Ekki má gleyma því, að jeg elska ykkur.

   (100 af 145)  
8/12/04 21:00

Heiðglyrnir

Er greitt eftir magni eða tímakaup í flökuninni. Hefði nú bara alveg getað hugsað mér að koma með þér hundingi minn. Fátt er heilnæmara og meira hressandi en örlítil vinna við aðalútflutningsveginn, svona endrum og eins. (Smá svona fortíðarþrá)

8/12/04 21:00

Sverfill Bergmann

Já, það getur verið hressandi

8/12/04 21:00

Furðuvera

Hehehe, ekki ég.

8/12/04 21:00

Vestfirðingur

Ég kíkti nú bara á Ben Húr í nyja heimabíóinu hjá Heiðglyrni. Þetta er svona Ultra-Panavision 70mm, þar sem hlutfall hæðar/breiddar er 1:2,76.

8/12/04 21:01

hundinginn

Nú er kaffi. Búinn með 4 kör og bara 3 eftir. Skál!
Jú, þetta er hressandi!

8/12/04 22:00

Ívar Sívertsen

[fær hroll]

8/12/04 22:01

Skoffín

Oj bara.

8/12/04 22:01

Galdra

Það er öllum mönnuð hollt að flaka nokkur kör á ævinni. Þó skárra að vera ekki alveg gegnsær þegar það fer fram.

9/12/04 00:01

Lómagnúpur

Það er líka stuð að fletja og breiða út.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.