— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 9/12/04
Grobb um svo sem ekkert.

Já. Jeg ættla að leifa mjer að grobba svolítið hjerna.

Þá sjaldan einhver fær klapp á bakið fyrir vel unnin störf. Nóg er um hitt. Að fá spark í auman afturhlutann og skammir fyrir leti og hangs.

Eftir að voraði, hætti jeg í fiskverkuninni og tók á mig rögg og fór að aka rútubílum um fjöll og fyrnindi, sem forðum.

Brjef eitt fjekk jeg afhent í dag. Frá kumpána er Karl heitir, og er Nielsen. Danskur andskoti.
Bein þýðing úr efni brjefsins er eitthvað nálægt þessu hjer:

Berist til bílstjórans "hundinginn", Fjallasýn Rúnars Óskarssonar BO 420.
Jeg skrifa til ykkar til að þakka fyrir bílstjórann ykkar "hundingjann".
Í sextán ár sem fararstjóri hjá 65-Ferie hef jeg sjaldan upplifað nokkurn svo hjálpsamann, samvinnuþýðann og jákvæðann bílstjóra sem "hundinginn" Öll hans viska. Hans þekking á landi og þjóð og hans öruggi og þægilegi akstur. Gaf okkar 21 gestum innsýn inn í heim íslendinga. Og mikla virðingu fyrir fólkinu í landinu.
Gestirnir voru allir sammála um að túr þessi hafi verið hverrar krónu virði og kynnin af landi og þjóð ómetanleg. Og vildu koma fram þakklæti til "hundingjans" fyrir afskaplega vel unnin störf.
Jeg mun nýta mjer krafta "hundingjans" næstu túra hjer eftir.

Með stórri þökk til ykkar fyrirtækis og ykkar "hundingja".

Ykkar,
Karl Nielsen, farastjóri fyrir 65-Ferie, Danmörk.

De var so fint!

   (88 af 145)  
9/12/04 15:02

Sverfill Bergmann

Til hamingju með það. Ef daninn er ánægður, þá hefur þetta verið frábær túr.

9/12/04 15:02

Von Strandir

Glæsilegt, alltaf gaman að fá klapp á bakið.

9/12/04 15:02

Prins Arutha

Til hamingju Hundi minn. Þú getur verið stoltur af sjálfum þér fyrir þetta. Skál fyrir þér!

9/12/04 15:02

Bölverkur

Hundinginn hebbbbði nú átt að stofna lygisöguþráð fyrir þetta gaspur.

9/12/04 16:00

Kargur

Til hamingju Hundingi.

9/12/04 16:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú átt þessi ummæli sannalega skilið . Hundingji

9/12/04 16:00

B. Ewing

Þetta áttu skilið að sjálfsögðu. Vonandi berast mér sjálfum svona bréf í framíðinni. Réttast væri þá að gaspra þeim líka.

9/12/04 16:00

Ívar Sívertsen

Frábært! Nú er bara að kaupa sér bíl sjálfur og fara út í eigin bissniss...

9/12/04 16:01

Fuglinn

Til hamingju með þetta mikla hrós.
Nú þarf maður bara að skella sér í rútuferð til að upplifa herlegheitin.

9/12/04 16:01

Dr Zoidberg

Áfram áfram áfram bílstjórinn...

9/12/04 16:01

Heiðglyrnir

Klappar hundinga á bakið, vel gert kæri vinur.

9/12/04 16:01

hundinginn

Setur í handbremsu. Hvurn andskotann var jeg að drekka?

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.