— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 8/12/04
Hringhenntur.

Var að klára sjöttu hringferðina nú í sumar og segi betur frá því seinna.

Vildi endilega og öldungis örugglega láta vita af mjer. Mjer hefur verið út jaskað í allt sumar, við að þjóna útlendingum sem eru nógu vitlausir til að koma hingað á klakann til að vera í "fríi"...
Upp klukkan 7 á blautum morgnum til að jeta skyr og setjast upp í lúnar rútu druslur og skrölta svo allan daginn, þar til komið er í náttstað. Þar er svo troðið í þá hákarli, sviðakjömmum , harðfisk með smjeri og öllu sullað niður með brennivíni og BLÚT.

Elska ykkur!

Var að skila skattframtalinu núna áðan, híhíhí...

   (101 af 145)  
8/12/04 11:01

hundinginn

Endilega fyllið póststöðina mína af saknaðar kveðjum, blómum og þaðan af verra drasli krússpússurnar mínar.

8/12/04 11:01

Heiðglyrnir

Velkominn heim hundingi minn.

8/12/04 11:01

Ívar Sívertsen

Við bíðum spennt eftir þér alkomnum!

8/12/04 11:01

Smábaggi

Er þetta nokkuð einn af þessum svokölluðu brosköllum í fyrirsögninni þinni?

8/12/04 11:01

Galdrameistarinn

Haltu bara áfram að hringsóla um landið. Þú verður þá ekki til vandræða hér á meðan.

8/12/04 12:00

Limbri

Mikið öfunda ég þig. Harðfiskur... mmmm... sviðakjammar... mmmmmmmm... úff, njóttu vel svo lengi sem dugar.

Þinn vinur,
Limbri.

-

8/12/04 12:01

Furðuvera

[Étur broskallinn]
Já, hæ.

8/12/04 14:01

hundinginn

Biðst afsökunar elsku vinir. Var öldungis drukkinn er þetta var ritað. Á jeg ekki bara að henda þessu?

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.