— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/12/04
Umsölsun!

Hvern skrattan á jeg nú að gera?

Eins og sumir kanski vita, þá er jeg hálfur Grænlendingur.
Nú þekki jeg vel til túrhestisma á suður Grænlandi og vitanlega Grænlendinga sjálfa. Þekki alla firði og sker, veiðiár, vötn og aðra vætti sem túrhestar kunna að meta. Talandi og skrifandi á Dönsku, Ensku og Íslensku. Talandi á Grænlensku og lítið eitt á Frönsku og Þýsku.
Því liggur mjer vandi á höndum.
South Greenland Touring AsP er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem er að höstla sjer völl á suður Grænlandi og er að leita sjer að Umsjónarmanni sem á að sjá um að coordinera túra af ýmsum gerðum um þetta magnaða ferðasvæði. Og þeir sem svara umsóknum um stöðuna eru tveir vinir mínir, Stefán Magnússon Hreindýrabóndi og Salik Haard hjá Narsaq Tourist Office.
Á jeg að sækja um? Og flytja aftur þarna út, til að setjast að í nokkur ár. Skrambinn sjálfur. Á jeg?
Allavega sje jeg ekki marga fyrir mjer sem eru betur til starfans fallnir. Ungur og sprækur, en samt búandi að svo mikilli reynslu, sem margt hef jeg fengið að læra "the hard way"
Fjandakornið, á jeg?

Kosning stendur til Föstudags. Þið verðið að ráða þessu!

   (126 af 145)  
1/12/04 18:02

Hexia de Trix

Já en elsku Hundinginn minn, hver á þá að sjá um Kaffi Blút? Eða geturðu fjarstýrt honum frá Grænlandi?
Þín verður allavega sárt saknað af minni hálfu ef þú ferð, en hitt er annað mál að þetta er einstakt tækifæri fyrir svona vel menntaðan mann í grænlenskum túrhestafræðum.

1/12/04 18:02

Hexia de Trix

Gleymdi náttúrlega aðalmálinu: Fæ ég fría ferð til Grænlands ef þú ferð? *Glottir flírulega*

1/12/04 18:02

Limbri

Spurðu sjálfan þig bara einfaldlega að einu : Hvort eru meiri líkur á að þú sjáir eftir að gera þetta ekki eða eru meiri líkur á að þú sjáir eftir að gera þetta ?

-

1/12/04 18:02

hundinginn

Þar liggur jú hundurinn grafinn Limri minn... Hexia, þú gætir komið og hjálpað til!

1/12/04 18:02

Nornin

Ég var einmitt að lesa auglýsingu um þetta í mogganum... kannski maður sæki bara um?
Ég tala nú ekki grænlensku eins og þú en ég er náttúrulega ótrúlega falleg og klár... þeir myndu nú kannski ráða mig út á það eitt???

En mér finnst að þú eigir að fylgja þinni sannfæringu hundingi...

1/12/04 18:02

hundinginn

Stefán mundi gera það. Hann er skeinuhættur helvískur...

1/12/04 18:02

Mosa frænka

Þú skalt endilega sækja um. Það sakar ekki. Hljómar annars ægilega spennandi í mínum eyrum.

1/12/04 18:02

Heiðglyrnir

Kæri hundingi þegar stórt er spurt, mín reynsla er sú, að þegar svona tækifæri er að ræða og maður gerir ekki neitt í málinu sér maður eftir því alla ævi. Þó að ég vilji ekki frekar en aðrir hér á Baggalút missa þig.
Svar þetta er keimlíkt Limbra, það er vegna þess að þetta er skynsamleg nálgun.

1/12/04 18:02

Hexia de Trix

Drífðu þig bara til Grænlands elsku vinurinn, ef þetta er ómögulegt þá kemurðu bara aftur. Mundu bara að pakka niður ákavítinu fyrir ferðina!
Og já, ég skal sko alveg hjálpa til *Ljómar upp*

1/12/04 18:02

hundinginn

Það verður ei úr vör ýtt án tryggrar vitundar um fullkominn árangur! Ei vil jeg senda sjálfan mig í fleiri svaðilfarir, til að koma særður heim til Íslands.

1/12/04 18:02

Nornin

Nú þá hringi ég í Stefán á morgun og stel djobbinu af þér!!
Heyrist á öllu að hann myndi ráða frábært ævintýrakvenndi eins og mig!!

1/12/04 18:02

hundinginn

Úff. Þú átt erfiða ferð fyrir höndum!

1/12/04 18:02

Nornin

O ég segi nú bara svona *ullar á hundingjann*
Mikið held ég að það væri samt gaman að skeppa til Grænlands um stund...

1/12/04 18:02

hundinginn

En í svona 5 ár?...

1/12/04 18:02

Nornin

Já eða það!
Ég skal bara koma með... vantar ekki alltaf fólk til að elda oní liðið?

1/12/04 19:00

litlanorn

þetta er frábært tækifæri og ekki myndi ég láta það úr greipum ganga. það er flogið til grænlands frá reykjavíkurflugvelli einu sinni í viku, stutt að skjótast heim og fyrir okkur að koma í heimsókn. mig dauðlangar í grænlandsferð

1/12/04 19:00

Ívar Sívertsen

Ég hef þrennt um þetta að segja.
1) Hverjar eru líkurnar á að þú, Stefán og Salik verðið ennþá vinir þegar þú verður farinn að vinna hjá þeim? Mín stefna er sú að maður á aldrei að vinna hjá vinum eða fjölskyldu því það getur skapað erfiðleika og jafnvel leiðindi.
2) Hverjar eru afkomuhorfur þessa fyrirtækis? Það er nýtt og því ekkert vitað að fullu hversu vel þetta kemur til með að ganga og því ekkert gefið að þú verðir ánægður í starfi.
3) Hver á þá að halda uppi stuðinu á Hittingum?
Hugleiddu a.m.k. fyrstu tvö atriðin og láttu svo skynsemina ráða. Þetta kallar á ævintýramennsku og mikið fjör en hversu lengi stendur fjörið? Ég veit ekkert um þína hagi hvort þú ert með fjölskyldu eða ert bara einn en ég veit það að þú átt strák á Grænlandi sem myndi óneitanlega hitta þig oftar ef þú ferð. En ef ég á að gefa mitt álit þá segi ég NEI! Af hverju? jú, vegna þess að mér finnst þetta of mikil áhætta til þess að rífa sig upp með rótum til að komast kannski að því að þetta er svo ekki fyrir þig. En þú átt að sjálfsögðu síðasta orðið.

1/12/04 19:00

bauv

*Grætur*

1/12/04 19:01

Dr Zoidberg

Spurninginn sem þú átt að spurja þig er þessi: Er nægjanlega góð nettenginn á skrifstofunni og er vinnuálagið innan þeirra marka að þú getir sinnt Baggalút nægilega vel ef þú ferð? Ef svarið er já og já. Þá er rétt að íhuga hvort þétta sé heillvænlegt skerf á framabrautinni.

1/12/04 19:01

Sundlaugur Vatne

Viltu vera umsjónarmaður á einni minnstu ferðaskrifstofu Norðurlanda? Viltu vera þeytispjald misviturra og misafskiptasamra smákónga? Viltu reyna að ná árangri við næstum því vonlausar aðstæður og óraunverulegar væntingar þeirra sem að "batteríinu" standa? Heldur þú að þú getir rofið nær-einokun Arctic Adventure? Ert þú maður til að þola einangrum og stopular, dýrar og flóknar samgöngur við umheiminn? Þolir þú skort á eggjum og mjólk?
Sé svar þitt já við öllu framansögðu kýldu þá á það.
Athugaður einnig að menn hasla sér völl, menn "höstla" ekki völl. Það orðskrýpi er notað í allt öðru samhengi.

1/12/04 19:01

hundinginn

Litlanorn.
Það er flogið tvisvar í viku til suður Grænlands einungis á sumrin. Og aftur tvisvar í viku á austurströndina allt árið. Þá er alveg eins gott heima að sitja.

1/12/04 19:01

hundinginn

Ívar. Þú sjerð um stuðið!

1/12/04 19:01

hundinginn

Bauv.
Ekki gráta!
Dr Zoidberg.
Ekki er þetta nú framabraut held jeg.
Sundi.
Já við þessu öllu saman. Jeg var þarna frá 1995 til 2000 og kynntist þessu öllu vel. Og þessir kumpánar eru sko engir byrjendur í faginu heldur. Arctic Adventure er staðsett í Kaupmannahöfn og á að vísu pósthólf í Narsaq. Innfæddir eru orðnir ansi þreyttir á þeim og þá er ekki mikið eftir. Egg og mjólk... Hver þarf það? Eggin færðu þarna en ekki nema Danska Gmjólk. En jeg drekk ekki mjólk svo það kemur ekki að sök.

1/12/04 19:01

Sundlaugur Vatne

Jæja, gamli. Athugaðu bara að það er ekki viðhorf Grænlendinga til AA sem skiptir máli. Heldur að þeir hafa forskot út á við sem verður erfitt að vinna upp og þeir sem hafa staðið að stofnun nýrra ferðaþjónustu fyrirtækja hefur oft brostið þolinmæðin. Þetta verður "töff" og á eftir að taka tíma. Ég veit vel að þetta eru ekki allt byrjendur í faginu og Salik Hard veit vel hvað hann er að tala um. Spurningin er hvort aðrir viti það jafn vel.

1/12/04 20:00

Skabbi skrumari

Hundingi, ég hef það á tilfinningunni að þú sért búinn að taka ákvörðun, gangi þér vel... veit að ég myndi skella mér ef ég væri þú...

1/12/04 20:00

hundinginn

Sjáum til strákar. Sjáum til.
Salik er að hætta og þetta er víst jobbið hans. Svo er jeg ekki búinn að fá svar ennþá. En ef mig líkar ekki svarið, þá má jeg vera þekktur fyrir að hafa í það minnsta sótt um.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.