— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 6/12/04
Sjálfsskoðunar níðvísnaormur.

BARA SKO!...

Undarlegur alltaf skal
eygra sjer við ekki neitt
endaskekkju tímatal
treður í sig öllu neytt.

Fyllir huga tæmir trog
tussulegur alltaf hreint
fýsir rettu fullt innsog
finnst að ekkert hafi reynt.

Endaslepptur undan vetri
öldungis er ferðafær
furðulega bættur betri
borubrattur endra nær.

Vín og veigum fagnar hann
vitleysan er eingu lík
burt úr bænum keyra kann
kaldur burt úr Reykjavík.

Hugsanlega hentar mjer
heimt á blóðsins bragði
fjörð að taka fjárinn ber
fjandinn mjer það sagði.

Sumt hef sjeð og annað ekki
undrast ey þó opnist hlið
áræðinn og laus við hlekki
liggur leiðin uppávið.

Vetur er mjer vinur góður
vori lofar eftirá
sumrin sæll og vinnuóður
sáttur fagna hausti þá.

   (103 af 145)  
6/12/04 01:02

Furðuvera

[Klappar]
Fjandi gott! Skál!

6/12/04 01:02

Limbri

Húrra, húrra, húrra, HÚRRA.

Þú kannt þitt fag, gamli minn.

-

6/12/04 01:02

Furðuvera

Hundi klókur, yrkja kann
kvæði sín og vísur.
Menn og skepnur heillar hann
hraður verkar ýsur.

[Trommusláttur: dúrúmm dúmm dissss...]

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.