— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 1/11/03
Kæri tannsi.

Með öryggisgleraugun í bílskúrnum í Bankok.

Hér er komin heildarlausn fyrir Íslendinga sem þurfa að láta taka kjaftinn á sér rækilega í gegn.
Hvers vegna að eyða öllum þessum peningum í heimsóknir, skoðanir, bráðabyrgðafyllingar og hvað þetta nú heitir allt saman, þegar hægt er að fá þetta gert fljótt og vel og sársaukalaust fyrir örlítið brot af því sem þetta kostar hérna heima.

Ég fékk mínar tennur viðgerðar fyrir 3 árum. Hægri og vinstri, efri og neðri kjálkar voru fylltir silfri. Og allar smáviðgerðir fengu sína meðferð fumlaust. Og þetta tók einungis 3 heimsóknir. 3 daga. Og kostaði í heildina 6.300 kr. og var gert í miðbæ Bankok, í einhverjum smáskúr inn af veitingastað.

Flugið fram og til baka kostaði 120.000 kr. svo ég held ég hafi sparað mér stórfé, auk þess sem ég naut þess að skoða mig um í framandi menningarheim, og læra heilmikið.

Var þetta betra en stritið hér heima og endalausar komur og heimsóknir og meira strit til að borga fyrir það. Plús allar endalausu deyfingarnar og pintingarnar og bönnin við því að borða í svo og svo langan tíma.

Ég mæli eindregið með þessari aðferð, til að fá kjaftinn í gott lag!

   (143 af 145)  
1/11/03 03:01

Þarfagreinir

Þetta virkar kannski fyrir stóraðgerðir, en varla fyrir reglubundið viðhald sem ku víst vera nauðsynlegt.

1/11/03 03:01

Kífinn

ég hef nú alltaf ímyndað mér að leggja fölsku tennurnar í vatnsglas með áunni kolsýru á ellibekknum. Tannvísindi tel ég þó ekki langvarandi mein í samfélaginu, og að samsærinu ljúki fyrr en síðar. Enda hefur klárlega komið í ljós að Dr. Dolor, flúði spænska díflyssu á 17. öld og útbreiddi pyntingarnar sem hann þoldi þar, sem vísindi. Kannsk maður skelli sér samt til Bangkok....

1/11/03 03:02

Jóakim Aðalönd

Ég fer til Thailands í vor og ætla sko að láta gera við stellið. Takk fyrir ábendinguna hundingi. Þú ert sykurpúði.

1/11/03 04:01

hundinginn

Góða ferð félagi. Og gættu þín á stelpunum "strákunum".

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.