— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 5/12/05
Ullarvettlingur

Bull og vitleysa

Jeg er þreyttur og alveg úti að skíta.
Jeg get sagt ykkur, að hvergi finn jeg húmor fyrir nútímanum.
Betur færi ef andskotans mann skepnan hefði fallið svo miklu fyrr.
Jeg meina.
Ekkert sem sjáanlegt er í kring um okkur er á nokkurn hátt að gera sig.
Allt er á vonar vöð, og ekki fæ jeg sjeð að ungdómurinn megi redda homo fabíanum fyrir vinkil horn.
Allir eru fáráðir fábjánar og krefst nú öngva skýringa með.
Kunnátta á lífsnauðsinlegum hlutum er í dag einungis skoðuð í smásjá vísindaapa sem grafið hafa upp kuml og annað ómeti.
Gallabuxna klæddur nútímafávitinn er ekki svo mikið sem matvinnungur mektarvonarinnar. Svo mikil er váin, að verði jeg einusinni afi einhverra afsprengja þróunar, ef svo má kalla. Verð jeg að viðurkenna, að tilhlökkunin er áli og brjáli stráð.

Veit einhver til að mynda hvað Flórgoði er?

Fífl!

Ástar hveðja,
hundi.

   (47 af 145)  
5/12/05 06:02

Litla Laufblaðið

Flórgoði var nú fugl seinast þegar ég vissi.
Fífl sjálfur!

5/12/05 06:02

Lopi

Ég veit hvað ullarvettlingur er.

5/12/05 06:02

Pamela í Dallas

bíbí.

Í nútímanum getur eigið fé verið neikvætt!!!

5/12/05 06:02

Nermal

Vissulega er upphafleg merking orðsins flórgoði fugl. En einnig hef ég heyrt orðið notað yfir homma!

5/12/05 07:00

Ugla

Hvað ferðu með á mánuði í áfengi?

5/12/05 07:00

Jóakim Aðalönd

Nú er hundi orðinn snar! Hvað er að hrjá þig kallinn minn? Á ég að gefa þér sjúss?

Skál, Jóki

5/12/05 07:00

Finngálkn

Þetta er rétthugsun hundingi - helvítis ókyn!

5/12/05 07:00

Ívar Sívertsen

Hundi snar? Hann hefur alltaf verið svona. Ég er hins vegar enn að bíða eftir tækifæri til að slátra svo sem eins og einni ákavíti með honum... Og Jóakim er liðtækur í því líka... Jóakim gefðu honum Ákavíti!

5/12/05 07:00

hundinginn

Og jeg hjelt að Flórgoði væri enhver gamall haughúsa gvöð úr goðafræðinni. Öldungis asni er jeg. Jæja, klukkan er átta og jeg er farinn í laugina tussur.

5/12/05 08:01

Tanngarður

Þetta er öldungis rétt athugað, það er allt að fara til andskotans.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.