— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Saga - 10/12/04
Gangnaraunir, smásaga

Fyrir burrunörda. Ekki skylt göngum og rjettum.

Ágætu vinir.

Nú hef jeg verið í nýja djobbinu í einn mánuð nákvæmlega.
Gengur vel og vinnan er erfið en gefandi og lærdómsrík. En margt hef jeg brallað um dagana, með hin og þessi tæki og æki.

Burri minn er fínn. Sjálfskiptur MAN stellari. Með háu kojuhúsi og fallega rauður að lit. Ekki svo gamall og lítið slitinn. Nema hvað eðlilegt slit eins og hljóðkútur og annað smávægilegt.
Farið hef jeg þó nokkrar ferðir frá Akranesi til Reykjavíkur, Hafnafjarðar og Selfoss, með forsteyptar húseiningar á þar til gerðum vagni. Ansi löngum og laglegum.
Ef einingarnar eru ekki of háar, fer jeg auðvitað göngin undir Hvalfjörð. Annars læðist jeg fyrir fjörð eins og sagt er.

Nú. Þannig er það, að blessaður hljóðkúturinn er orðinn lasinn og götóttur, sem er í fínu lagi, nema það að loftkútar einir tveir eru staðsettir ofaná honum. Með sínum loftrörum og tilheyrandi.
Eina ferð fór jeg sem áður undir fjörð um daginn.

Kem jeg sem leið liggur um ljelegan veginn frá Akranesi að göngum. Hann er farinn á 50 kmh. vegna ósljettna. Um hringtorgið við vegatoll kofann norðan gangna er farið í 10 gír og sjálfskiptingin kúpluð út og allt sett á manual, til að hafa fulla stjórn á ækinu um göngin. Niður \\\"Bankastrætishallann\\\" og upp \\\"Kambahallann\\\" að sunnanverðu.
Sjeu veggirnir einstaklega þungir finst mjer gott að skipta niður í 8 gír eða jafnvel 7 gír. Svo getur mótorbremsan haldið við bílinn niður göng, án þess að nota bremsurnar. En þær geta hitnað verulega og eyðst upp á skömmum tíma á svona verkfæri.
Þetta tiltekna skipti fer jeg niður í göngin í 7 gír. Glugginn opinn og hávaðinn skemmtilega magnaður þegar inn er farið. Staðið er á mótorbremsunni alla leið niður að botni. En þá er skipt upp um einn og einn gír, þar til ekið er í 12 gír á 2000 snúningum upp slakkann í botninum. þar til komið er að \\\"Kambahallanum\\\".
Þá er skipt niður aftur á fullu gasi. 11 gír, 10 gír. Og ef hann heldur 2000 snúningum í 10 gír er bara staðið upp hallann. En í þessum blessuðu göngum er ekki mikið loftflæði, svo það sem hitnað getur, hitnar verulega. Ekki þó kælingin fyrir vélina, sem er 460 hestöfl. Heldur allt í kring um hljóðkútinn. Samt á afgashitinn ekki að vera svo magnaður sje ekið á háum snúning, þ.e. upp undir rauða strikinu á mælinum.
En upp fór hann auðvitað, með öll 50 tonnin og vel gekk að vana. Þar til. Hvissssssssss.....
Ah helvíti. Loftrör bráðnaði í sundur við loftkútana ofan á hljóðkútnum. Allt er gírað niður og reynt að halda ferð, til að sjá hvort þetta hafi eitthvað að gera með handbremsurnar. En ef loft fer að ákveðnum hluta kerfisins fer allt í handbremsu. Og skyndilega. Zcweeeeek...
Vagninn nelgdi niður með bláum reik og tilheyrandi hávaða og látum, og allt stopp í miðri brekkunni í göngunum.

Nú var fátt eitt annað að gera, en að stýra annari þungri umferð, sem safnast hafði fyrir aftan mig, framúr við þröngar aðstæður og lítið skyggni. Umferð niður göng á móti stöðvuð á meðan og hleypt af stað aftur þegar færi gafst. Þá var vinnufriður, til að sjá hvað amaði að.
Jú jú. Bara ein lítil loftslanga fyrir ofan loftkútana ofan á hljóðkútnum. Þetta hafði hitnað svo, að ekki var á snertandi, berhenntur.
Lítið mál var að kippa þessu í lag, meðan umferðin straukst við rassgatið á mjer á meðan. Aftur sett í gang og ekið af stað upp brekkuna í fyrsta gír í manual. Skipt upp í 2 gír, 3 gír, 4 gír og 5 gír. Og út fór hann í góða veðrið og rann ljett í bæinn í 16 gír.

Að endingu.
Veggur þessi var hornveggur á einbýli við Móvað í Reykjavík.
Steyptur í mót liggjandi, með hurð og 3 gluggum. Þar af einum hornglugga. Stór og ansi þungur, með fallegri svartri fjörusteiningu og einangraður að auki. Mikil og vönduð smýð og dýr.
Þegar hann var kominn á sinn stað eftir alla fyrirhöfnina, hittust horngluggagötin ekki á. Skeikaði 10 cm. og veggurinn þar af leiðandi ónýtur.
Verkfræðingurinn hafði feilað sig við teikningarnar.

Þarf því að fara til baka upp á Akranes með þennan ónýta vegg og þá upp \\\"Bankastrætishallann\\\" í göngunum og endurtaka leikinn með nýjan vegg leiðrjettan.

Vandið til verka, hvað sem þið gerið.

Sett hef jeg lag af steinull undir loftrörin til að þau hitni ekki aftur með tilheyrandi veseni. Steinullin er 10 cm þikk! ...

Lítil þúfa veltir þungu hlassi.

Auðvitað naut eingin þessa lesturs og hver hefur svo sem áhuga á svona?

Elskykkur!
Hundi.

   (84 af 145)  
10/12/04 00:01

Kargur

Verður gerð mynd eftir sögunni?

10/12/04 00:01

Ísdrottningin

Ég hafði mikla ánægju af lestri pistils þíns.
Vá þetta var bara eins og að vera komin nokkur ár aftur í tímann, og bak við stýrið aftur. mmmm Those were the day's...
Þú mátt gleðja mitt eðla hjarta með fleiri trukkasögum hvenær sem er.

10/12/04 00:01

hundinginn

Það mætti gera stuttmynd kanski. En þetta er jú lítið land og allt svona er álitið sem grobb og besservissháttur. Held jeg. Frekar væri að festa kaup á gamalli Scaniu og mála hana bleika með Kóbalt bláum röndum. Rúlla henni svo niður gamla Almannaskarð. Sú mynd mætti heita, ja, bara eitthvað.

10/12/04 00:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Besti hundingi! þó að það sé hið besta starf að flitja húsveggi frá Aranesi, enn erþað jafn lærdómsríkt og að flitja þakkláta danska túrista umm fjöll og fyrnindi?

10/12/04 00:01

hundinginn

Lærdómsríkt á annan hátt minn kæri GEH. Bara reynslan við að stunda einhvern erfiðasta flutning sem finnst á Íslandi. Ja fyrir utan einstaka sjer verkefni sem sumir vanari en jeg fá.
Skil samt ekkert í þjer að vera alltaf á rassgatinu þegar þú byrtist hjerna. "Aranes" Er það nesið hans ARA?...

10/12/04 00:01

Krókur

Mér fannst þetta bráðskemmtilegur pistill hundingi og lærdómsríkur. Það er líka alveg nauðsynlegt að segja þessum skólp- og skurðarverkfræðingum að vanda sig.
En áhugaverðara væri að kalla til smuraverkfræðinginn og fá hann til að hanna fyrir þig bestu leið fyrir þig til að skipta um gíra. Það þyrfti sennilega að mæla rúntinn og fá tengls hitastigs ýmissa hluta í vélinni við hraða, bensínneyslu þynd veggjanna sem þú ert að flytja og brattann á vegunum.

10/12/04 00:01

Heiðglyrnir

Skemmtilegur pistill hundingi minn,

10/12/04 00:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Helvítis káið datt niðrí ölið enn takk fyrir líka fræðilegt sem skemtilegt rit

10/12/04 00:01

Ittu

Þykist þú nú kunna eitthvað fyrir þér djöfulsins tussan þín. Hundingja homma tetur!

10/12/04 01:00

B. Ewing

Skemmtilegasta lesning. Kannski fari ferðasögur að tínast inn í nokkru magni hérna. Allavega skulda ég söguinnlegg.

Verð að blikka á þig mæti ég trukknum og þér á ferðinni.

10/12/04 02:01

Vestfirðingur

Það er ekkert að marka þessar endalausu montsögur hundingjans. Þær eru allar eins og byrja svona: " Það var gargandi hríð, ég hafði slitið keðjurnar í skafli fyrir neðan Hrútatungu og náði með herkjum út í Staðarskála. Einu sinni ók ég um á gömlum Bedford sem ég breytti í hestaflutningabíl. Það dæmi gekk ekki upp. Breytti svo gripaflutningakassanum í eldhús og notaði trukkinn til fjallaferða i tvö ár. Aldrei harðlífi hjá kúnnunum í þeim túrum, skal ég segja ykkur."

Hundingjann dreymir víst um að einhvern tíma verði reist af honum stytta í Staðarskála og boðið uppá hamborgara, franskar og kokteil þegar hún verður afhjúpuð. hlewagastiR er líka svona. Tuðandi og tafsandi um gamla Nalla og MAN. Sat sjálfur einu sinni fastur í lakksóm og mokkajakka í húðlituðum Wagoneerjeppa með panel í hliðum á leið í Húnver um miðjan vetur. Í skafrenningi, vestan níu og éljum. Þangað til enter með stáltaugar kom og kippti í...

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.