— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 31/10/04
Nafnbótamissir og tiltekt!

Jeg var að skoða skrif mín aðeins og þykir nokkuð viss um að tiltektar er þörf.

Það er klárt. Má vera að jeg missi nafnbót fyrir vikið en nafnbótina ber jeg ey með sóma hvurt sem er. Skriffinnur.

Endilega fyllið í orðabelgina hjer fyrir neðan hvað af skrifum mínum má fara í eldinn.
Brennan fer fram hinn 10.10.2005

Það er mjer ekki samboðið að bera svona virðulega nafnbót fyrir eitthvert hrap. Og að tiltekt lokinni má ef andinn leifir, setja inn eitthvað bitastætt sem ekki er hrapað af asnaskap eða í öldurofsi.

Gerum nú hlutina vel. Nóg er komið af apaskrílslátum í bili í það minnsta.

hundi.

   (82 af 145)  
31/10/04 02:01

Hexia de Trix

Ég er nú þeirrar skoðunar að það sé óþarfi að brenna þetta. Skrifin eru sögulegar menjar hvort sem manni finnst þau merkileg eður ei. Þú mátt heldur ekki gleyma því að með því að eyða félagsritum eyðir þú líka orðabelgjunum sem þeim fylgja - og mörgum þætti kannski missir í þeim, hvað sem þeim kann að þykja um ritið sjálft.

Er ekki best að lifa samkvæmt orðtakinu „batnandi mönnum er best að lifa“? Með nokkrum vel heppnuðum félagsritum réttlætir þú tilveru þeirra rita sem þér þykja síðri.

31/10/04 02:01

Ívar Sívertsen

Ég er alveg sammála Hexiu. Að eyða félagsritum er sambærilegt því að hætta. Þetta gerði Smábaggi blessaður.

31/10/04 02:01

hundinginn

Nú hafi þið sett mig í klemmu. Hvurn öldungis árann á jeg þá að gera við þetta fjelagsrit?

31/10/04 02:01

Ívar Sívertsen

Líttu á það sem sögulega heimild um þitt fyrra líf.

31/10/04 02:01

Goggurinn

Ég er alveg sammála Hexíu og Ívari, þú getur ekki einfaldlega strokað út part af Gestapóvist þinni.

31/10/04 02:01

Ívar Sívertsen

Ég vil líka segja það að ef þú hreinsar út hluta af tilveru þinni hér, hreinsarðu í burtu rótgróinn hluta Gestapó.

31/10/04 02:01

hundinginn

Hvur gremillinn. Bezt að hella í sig bara og reyna svo að hundskast til að vakna snemma á morgun og gleima þessu. Hvílíkt og annað eins í veröldinni.

31/10/04 02:01

Vladimir Fuckov

Algjör óþarfi að henda þessu, viðbrögð vor við því fjelagsriti er oss grunar að málið snúist um eru að segja 'skál' en eigi að skipa höfundinum að eta hund og/eða að setja hann á listann yfir óvini ríkisins. Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk].

31/10/04 02:01

Skabbi skrumari

Málið er bara að fara að vanda sig og reyna að vinna sig upp í þessa nafnbót með betri félagsritum í framtíðinni... ekki stroka neitt út... Salút.

31/10/04 02:01

hundinginn

Þjer hafið talað. Mjer líður sem sleyktri tík. Skál!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.