— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 31/10/04
Eins og jeg man það III

[b]Það sem komið er:[/b]<br /> [b]Formáli[/b]. [i]Uppkast[/i]<br /> <br /> Hvaða titil gæti svona saga haft? \\\\\\\"Allir þessir fínu sófar\\\\\\\", \\\\\\\"Fíflaskapur á fróni\\\\\\\", \\\\\\\"Einginn veit sína ævi\\\\\\\"?<br /> Veit það ekki, en fyrst og fremst skal hún vera sönn og rituð eins og jeg man það.<br /> <br /> Fyrst er að gæta að smá forsögu til að þú fáir örlitla innsýn inn í líf mitt. áður en farið var af stað magnað ferðalag. Oft ógnvekjandi og varasamt. En farið var oft og margt reynt og brallað. Mis gáfulegt og vægast sagt hættulegt á köflum.<br /> <br /> Í byrjun síðasta áratugar síðustu aldar, kláraði jeg Búfræðinám að Hvanneyri. Og án þess að mynnast mikið meir á Ísland í sögu þessari, þá kynntist jeg kumpána frá Grænlandi, er Hans Aqqaluq Hanssen heitir. Snaggaralegur á köflum en oftast með sjálfum sjer og óafskiptur. Greinilega þó fullkomlega gjaldgengur í líf og fjör ef þjarmað var að honum. Hann er meðal maður að vexti, þrekinn og stuttklipptur, með glaðhlakkanlegann stút á vörunum ævinlega, hvernig sem ástatt var fyrir honum.<br /> Þennan náunga átti jeg eftir að hitta aftur eftir námið á Hvanneyri, við allt aðrar aðstæður. Aðstæður sem kanski ekki allir eru til þess gerðir að koma sjer í. Á jeg þá við þá áræðni eða vanhugsun, sem drýfur suma áfram hraðar en almenn skynsemi.<br /> Sagan er hripuð eins og jeg man hana. Margt stutt af dagbókum. Margt stutt af myndum. Og allt sem hripað er er allt sem má finna í minninu, með einum eða öðrum hætti. Eingu er þar við bætt en sumu er sleppt, sem ekki er munað að fullu.<br /> Margt mun koma fram í sögunni sem er ekki við hæfi viðkvæmra. Því ekki get jeg breytt sögunni eftirá. Sumt er ekki við hæfi barna. Því sagt verður frá öllu. Má kanski segja, að margt í sögunni verður ekki við hæfi skyldmenna. En hvað um það. Hver ræður því svo sem ekki hvort hann les hana.<br /> <br /> [b]Fyrstu kynnin.[/b]<br /> <br /> Nú erum við stödd nokkrum árum seinna.<br /> Jeg er að fara í langþráð frí og áfangastaður er ákveðinn. Suður Grænland.<br /> Græjur eru keyptar. Bakpoki, tjald, svefnpoki og hlý föt til að þola það sem í vændum var, í huga þess sem ekki þekkir vel til aðstæðna á áfangastað.<br /> Áættlunin er að eyða einni viku á þessum einstaka stað. Ákveðið er að vera ekki að lesa sig til eða læra neitt um áættlaðan áfangastað, en láta það sem koma skal bara koma.<br /> Þannig verða ævintýrin til.<br /> <br /> Lagt er upp frá flugvellinum í Reykjavík.<br /> Nokkrir Blútar innbyrgðir fyrir flugið og lagt í hann.<br /> Eftir þryggja tíma flug, fara að sjást fjallstindar, ísjakar og í það minnsta fjandi framandi land byrtist, eftir ekki lengra flug í Fokker F27.<br /> Í 15 mínútur er flogið niður skriðjökul á milli fjallanna, sem aldrey virtist ættla að taka endir. Hjólin fara niður og vjelin byrjar að hristast, með flappsana í lendingarstöðu.<br /> <br /> Mjúklega er lent í Narsarsuaq.<br /> Flugstöðin er stór og flott. Ekkert í líkingu við bragga ræfilinn heima í Reykjavík.<br /> Gengið er beint inn í TaxFree verslunina og ein kippa af Blút versluð ásamt einum Aalborg kryppling.<br /> Rúta, eða frekar strætó, bíður fyrir utan til að ferja farþega frekar áfram til áfangastaðar. Fyrst ekið niður til hafnarinnar, 2 mínútur frá flugstöðinni, enda ekki um stóran stað að ræða.<br /> <br /> Minn áfangastaður er hótelið á staðnum, enda á jeg þar bókað herbergi, númer 125.<br /> <br /> Kem jeg mjer fyrir og skoða aðstæður, sem eru vægast sagt framandi. Og vitanlega stefni jeg beint á barinn. En barinn er staðsettur á annari hæð beint fyrir ofan móttökuna.<br /> Þar sesst jeg við barinn og pannta einn Blút, af svakalega fallegri dömu sem þar vinnur. Fæ mjer sopa.<br /> <br /> Upp úr þurru heyri jeg spurt á íslensku um nafn mitt. Hver er þar á ferðinni? Jú. Aqqaluq sem jeg kynntist á Hvanneiri hálfum áratug fyrr er þarna í eigin persónu. Hvað er nú hjer? Er spurt.<br /> Barinn er fullur af framandi fólki en þetta andlit þekkti jeg vel. Hvílík tilviljun að hitta hann hjer. Og nú.<br /> Hann sesst hjá mjer og spyr hvort hann megi kynna mig fyrir bezta vina hans. Já segi jeg, vitanlega. Nú er teigað á Blútnum, enda allar stöðvar míns slappa heilabús að reyna að vinna úr aðstæðum á framandi stað. Hver er hann? Spyr jeg og panta einn til.<br /> Lasse, heitir hann. Spjalið saman, jeg verð að sinna öðru, sagði Aqqaluq og fór.<br /> Þarna sat hann við barinn. Lasse.<br /> Þrekinn og veðraður, í köflóttri skyrtu með tví brett upp á ermarnar, með hendur sem gátu slammað fíl, ef hlutirnir voru ekki honum að skapi. En greinilegt var, að þessi náungi hafði fengið sinn skerf af lífinu, en átti samt meira en nóg inni, fyrir eina sál. Mögnuð fyrstu kynni og sannarlega mjer að skapi, þótt ungur var jeg þá.<br /> \"My name is Lasse but you can call me Lasse\" sagði hann og rjetti fram hrjúfann spaðann.<br /> Við spjölluðum í heila klukkustund á ensku, um hvurn fjandan jeg væri að gera þarna suður í rassgati.

Jeg leit sem snöggvast á fagurlitan Blútinn fyrir framan mig, svo út um gluggann á fagur græna hlíðina fyrir utan.
I am thinking of camping and mountain hiking for a week or so. Svaraði jeg Lasse.
Bölvaður túrista tittur! Frussaði hann út úr sjer á Íslensku. Og bætti við. Talaðu nú á Íslensku við mig og hættu þessu ensku hjali asninn þinn.
Hvur fjandinn. Talarðu þá Íslensku djöfulsins fíflið þitt eftir allt saman, hreytti jeg í hann í gríni, hálf hissa eftir klukkutíma langt samtal á Ensku.
Já. Svaraði hann. Jeg hef verið mikið uppi á Íslandi, sagði hann. Jeg hef verið bústjóri á bændaskólanum hjer í Uppernaviarssuk í ein tuttugu ár held jeg.
Heyrðu! Skellti hann framan í mig glaður í bragði.
Jeg og Aqqalu erum að fara að halda námskeið fyrir bændur hjer um allt næstu tvær til þrjár vikurnar. Villtu ekki bara koma með? Spurði hann.
Bíddu aðeins, hugsaði jeg. Jeg ættlaði nú ekki að eyða svo löngum tíma hjerna, en hvur skollinn.
Við erum með nýjan og fínan spíttbát til verksins, bætti Lasse við.
OK! Sagði jeg án þess að hugsa málið frekar.
Flott, svaraði Lasse. Við gætum allt eins orðið sex vikur á þvælingi. Maður veit aldrey, nje getum við fullkomlega áættlað svona flakk fyrir fram, sagði hann, og skellti í sig stórum sopa af Aalborg.

Veðrið var farið að ókyrrast úti og Grænlenska flaggið úti við stóð beint í vestir af flaggstönginni, sem sveiflaðist í rokinu.

Helvítis fun vindur kominn aftur, hreytti Lasse út úr sjer. Við verðum að drulla okkur niður á höfn til að tryggja bátinn, bætti hann við í hasti og skellti sjer í galla jakka utan yfir köflóttu skyrtuna.
Í gegn um Aalborg snapsana og Blút sullið skein úr augum hans djúpur skylningur á náttúrunni og dintum hennar. Hjer var hann á heimavelli og alltaf til taks, hvernig sem viðraði innan hans sem utan. Vott eða þurrt.
Svo út þustum við, í sterkan fun vind. Vind sem kemur stundum niður af innlands ísnum að kvöld lagi og getur orðið öldungis hvass og snarpur. Við hoppuðum upp í pallbíl frá slökkviliði flugvallarins og brunuðum niður á höfn í loftköstum, bókstaflega.
Þetta var aðeins fyrsti dagur minn af mínum fyrstu kynnum af Grænlandi og ábúendum þess.

   (78 af 145)  
31/10/04 22:01

dordingull

Gott og strax orðið spennandi!

31/10/04 22:01

Litli Múi

Bíð spenntur eftir framhaldi !

31/10/04 23:01

Skabbi skrumari

Frábært... salút...

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.