— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 1/11/05
Augu þín svört, en björt.

Með fullri virðingu fyrir ykkur hvunnum.

Æ, hve kramið er hjartað
og ekkinn að buga mig.
Undarlega svört ein snót
varð á vegi mínum að nóttu.
Hrokkið var hennar hár
og augun svartari en lífið.
Hörundið dökkt sem nóttin sjálf
þó aðeins þessi eina.
Tilburðir þínir og atlot blíð
biðjandi á fagurri lensku.
Andi minn fraus um stund
en heitt var mjer mjög.
Saman við gengum um stræti
og sund, hjeldumst saklaus í hendur.
Eyddum saman undra stund
og gengum til baka að breiðgötunni.
Jeg snjeri mjer andartak
til að líta á menningu framandi.
En þá læddist þú mjer frá
elsku Gana gígjan mín.
Fæ jeg ei nokkru sinni sjeð
þína fegurð aftur?

hundi

   (35 af 145)  
1/11/05 10:01

Salka

Er þetta þýðing þín úr frummálinu darling?

1/11/05 10:01

hundinginn

Nei nei. Þetta er sannur söknuður minn. Sá svo svart í Barcelona.

1/11/05 10:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú helvelvíti ert þú nú góður Hundingi Hundskastu heim aftur.Knús

1/11/05 10:02

hundinginn

Kominn heim. Annars væri ekki allur þessi rasall."L"ið borið fram eins og í fjall. Veit samt ekkert hvurslags orð þetta er.

1/11/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Þú finnur bara aðra þokkadís. Velkominn heim annars. Skál!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.