— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 4/12/04
Ittu-kveðskapur

Ittu frændi minn kom við á Kaffi Blúti og kvað af hreinni og tærri snilld.

Fimm stjörnur færðu vinur minn fyrir þessa snilld!

Hundinginn til heljar fer
haustmánuði í einum
eftir Ágúst September
ást á hann í leynum...

Kvinna ein með kverkaskít
kvæsir og hendir beinum
hunda sína í hálsinn bít
hann á ást í leynum...

Á Grænland stefnir graðnaglinn
graut skal fá að launum
Henntifána Hundinginn
heljar ást í leynum...

Múlbundinn við sleða meiða
munt þú naga á einum
rogginn verður til til reiða
röffa ást í leynum...

Ástar þakkir Ittu minn. Meira svona!

   (115 af 145)  
4/12/04 06:01

Skabbi skrumari

Flott hjá Ittu... Skál

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.