— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 3/12/04
Hvar er hamarinn?

Allt of mikið að gerast hjá svona aula eins og mjer.

Eins og sumir vita, er jeg á kafi í bíldrusluveseni. Þ.e. að losa mig við eðalvagninn, partívagninn og lagfæra pikköppinn.
Ekki nóg með það helvíti, þá er jeg að hætta að vinna við tölvur að staðaldri, (grafík) og er að fara að burra heimskum túrhestum í sumar. Nema þá ef við fáum eitt risaverk fyrir austan, sem krefst tuttugu 58 manna bíla í eitt og hálft ár. Þá verður sko fjör!
Þar fyrir utan erum við hjóna kornin að leyta okkur að húsnæði til kaups.
Verið gæti að jeg verði samt að staðaldri fyrir austan og hún ein í nýja kotinu, með haug af bíldruslum á planinu fyrir utan.
Af hverju getur maður ekki reynt að hafa hlutina einfalda einhvern tíman?
Hvað eru mörg líf á einni vesælli ævi?
Hvenær verð jeg stór?
Hvar er HELVÍTIS HAMARINN?

   (119 af 145)  
3/12/04 03:01

bauv

Hann er í Ásgarði!

3/12/04 03:02

Galdrameistarinn

Nei bauv. Jötnarnir stálu honum.

3/12/04 03:02

Hexia de Trix

Meinarðu ekki KAMARINN?

3/12/04 04:00

Ívar Sívertsen

Ertu að meina þennan þríhöfða með skafti fyrir örfhenta?

3/12/04 04:00

Galdrameistarinn

Skítalykt af þessu. *tekur fyrir nebbann og þýtur út*

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.