— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/11/04
Mikið er byggt!

Öldungis.

tvær fór jeg ferðir
í forugan Stykkishólm
hugan upp herðir
harka, kjarkur og ólm

hve flott hvurnig byggir
hvers konar býgildi
vindurinn traustur tryggir
tregasamt mýgildi

tveir veggir um veginn fara
á vagninum hvurja ferð
sussumbí segi jeg bara
soldið jeg bulla verð

flott er byggt um byggðir
bölvað peninga plott
fallegir traustir tryggðir
trukkurinn dregur flott

seint um sóllausan daginn
sesst jeg með Blútinn minn
tíðlega til í slaginn
tussulegur hundinginn

Hvurs vegna jeg veit það eygi
vegirnir þola svona
djöflast á hverjum degi
dálítið samt jeg vona

að mitt milli jóla og nýárs
mjer skuli betur vegna
kanski verði hver ferð til fjárs
fökk, jeg bölva og regna

til þegna!

hundi

   (66 af 145)  
2/11/04 12:02

Offari

U´bs Hundinginn hér á Sómastað er meira Byggt
Takk fyrir skemtilega vísu.

2/11/04 12:02

Leibbi Djass

Búið og byggt, allt veðtryggt.

2/11/04 13:00

Jóakim Aðalönd

Þú bara dritar hverjum ljóðabálkinum á fætur öðrum hundi. Hafðu þökk fyrir!

2/11/04 13:00

Jóakim Aðalönd

Hvernig tókst þér annars að vinstrijafna þetta allt?

2/11/04 13:01

Offari

Eru til vinstrijafnaðarmenn?

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.