— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 9/12/04
Haustfögnuður!

[b]Já já já.[/b]

Jeg sakna ykkar svo öldungis óskaplega. Ykkur sem jeg hef notið samvista við.
Skabbi. Galdri. Heiðglyrnir. Hakuchi. Ívar. Hexia. Nornin. Týgra. Þarfi. Vlad. Enter. Númi. Glúmur. Rýtinga. Nafni. .. bauv...
Jeg ákalla ykkur öll!
Höldum nú haustfögnuð og fögnum sumarlokum og komu vetrar konungs. Endalokum sólskins og sveittra skalla. Galopnunar miðvetrargálu. Svellin hálu.
Tek það fram að aðeins vætlaði Blútur inn um varir vorar er þetta rit er hripað í hrýminu.
Ástar einglarnir mínir. Tökum fagnandi mót nýjum fjelugum. Ekki veitir af að sýna þessu bandóðu bjánum hvar Vlad stal Ákavítinu. Mæti með bland í poka!

Stefnt er á endilok Septembermánuðar svo nægur er tími til stefnu.

   (95 af 145)  
9/12/04 07:02

hundinginn

Skriffinnur. HAHH!

9/12/04 07:02

Galdrameistarinn

Vjer erum ávalt til á góðan fagnað hvers eðlis sem hann er svo lengi sem nægur Blútur er til staðar.

9/12/04 07:02

Haraldur Austmann

Til hvers að vera að fagna einhverju helvítis hausti? Bara myrkur og drungi framundan.

9/12/04 07:02

Galdrameistarinn

Má þetta þá ekki vera sumarsorgardrykkja í staðin?

9/12/04 01:00

Prins Arutha

Skiptir tilefnið svo miklu máli, alltaf gaman að fagna ef nægur blútur er um hönd.

9/12/04 01:01

hundinginn

Tilefnið er akkúrat ekki neitt. Þess vegna er alveg tilvalið að skála!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.