— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 4/12/04
Fjórtánkommaníu

Hundi og Hunda hans reyna fyrir sjer í íbúðakaupum...

Auðvitað er jeg og Hunda mín að kaupa núna, þegar banka helvítin eru búin að pumpa upp verð á fasteignum, svo hroðalega öldungis, að ekkert glóru kerti er í því.
Fundum eina miðhæð í 3býli og verðmiðinn "ekki nema" 14,9 millur. Við skoðuðum húsið hátt og lágt að innan og utan, ofan og neðan. Og leist okkur bara vel á.
Hvernig tilboð gerir Hundi í svona? Auðvitað það sem verðmiðinn segir! Sumir hálfvitar bjóða meira að segja yfirverð, til að fá kofa ræfil yfir hausinn á sjer...

Hringdi á kofabraskarann og tilkynnti komu okkar Hundu. Bauð uppsett verð í eignina, enda falleg og fín á flottum stað og allt.
Svo á leiðinni eitthvert annað ullaði Hunda upp úr skolltum sjer, "Hvað varstu að gera?"
Jeg vill ekki íbúð ef jeg þarf að fara út og bak við hús til að komast í þvottahúsið. Svo bauðstu uppsett verð en ekki bara 14,0!
Jeg átti sum sje að prútta verðið niður á ekki dýrari kofa rassi!
Samt setti hún sínar loppur á andskotans tilboðs pjesann sjálf???...

Seinna nú þennan sama dag hringdi gemsinn í hundaólinni og tilboð mitt hetjulega var tekið. TAKK!

Svo nú verð jeg að láta morgun daginn líða án þess að mæta með loforð bankans um 100 prósent lán í þetta, en banka fíflin mátu okkur hund spottin á SEYTJÁN millur um daginn. Og láta þetta mjer úr loppum renna. URR!

Að þessu loknu burraði jeg heim, skuldlaus á kagganum. Hunda farin til vinnu á lúxus druslu minni og pickuppinn bíður en eftir nýjum öxli heima í hlaði.
Við heim komu mína var mann kerti í vandræðum með dísel jeppa einn fínann, rafmagnslaus úti á horni. Jeg auðvitað gaf manninum start, enda hundur góður og hjálpsamur. Kanski er best að bara hætta því. Ekkert fær hundur í staðinn!
GELT!

   (112 af 145)  
4/12/04 13:02

Jóakim Aðalönd

Til hamingju með íbúðarkaupin. Megi ykkur Hundu vegna vel á nýja staðnum.

4/12/04 13:02

Nornin

Til hamingju... alltaf gaman að eiga þak yfir höfuðið.

4/12/04 13:02

hundinginn

Greinilega hefur þetta hrafl ekki freistað þín til að lesa það. Við keyptun andskotann ekki neitt!
Til hamingju hvað?

4/12/04 13:02

Steinríkur

Ég skil ekki alveg.
Þú segist hafa gert tilboð - "og tilboð þitt hetjulega var tekið. TAKK!"...
Er það ekki einmitt þannig sem íbúðakaup fara fram?

4/12/04 13:02

Skabbi skrumari

Einmitt... hljómar eins og þetta sé slegið hæstbjóðanda... skál...

4/12/04 13:02

Nornin

Hmm... þannig að þú keyptir ekki?
Ég skildi þetta nú þannig...
Ekki vera að hlusta á frúnna.. við konur vitum hvort eð er ekkert hvað við viljum.

4/12/04 14:00

Isak Dinesen

Tilboðinu var tekið en hundinginn lét það síðan fara fram hjá sér, ef ég skyldi hann rétt. Ástæðan var að tíkin skammaði hann út af staðsetningu þvottahúss og vegna 0,5 milljóna sem hún vildi að frekar færu í ýmislegt dótarí fyrir sig. Væntanlega vildi hún nýja demantshundaól hannaða af gelgjunni.

4/12/04 14:00

Galdrameistarinn

Tíkin með kjaft? Mýla kvikindið svo það þegi og hætti að gjamma.

4/12/04 14:00

Ívar Sívertsen

Var það ekki herra banki sem setti stopp á framkvæmdina? Mér sýnist það á seinni hlutanum.

4/12/04 14:01

Golíat

Hundingi, athugaðu það að hér í fásinninu færð þú lúxus einbýlishús með bílskúr fyrir fjórtán sléttar og getur þá eitt komma níu í vitleysu. Og hérí fásinninu geturðu sloppið við að eyða svo og svo stórum parti af æfinni á rauðu ljósi eða í biðröð í bónus. Síðan geta litlu hvolparnir leikið sér frjálsir frá fjalli að flæðarmáli.

4/12/04 14:01

Ívar Sívertsen

Já, Golíat og í fásinninu geta menn velt því fyrir sér af hverju þetta kommaníu fór nánast allt saman í að borga mismuninn í kostnaði á nauðsynjavöru og eldsneyti...

4/12/04 14:01

Galdrameistarinn

Snautaðu bara hingað hundinginn þinn. Hér færðu þennan fína 200 fermetra kofa með dobbluðum bílskúr á þessum prís. Svo er svo sem ekkert leiðinlegt að hafa þig í nágreninu meðan ekki rennur af þér.

4/12/04 14:01

Ívar Sívertsen

Maður ætti kannski að íhuga þetta líka... staðurinn þar sem ekki rennur af fólki...

4/12/04 14:01

hundinginn

Jeg stend nú í þeirri meiningu að FÁSINNA sje einmitt það sem við höfum hjer á SV horninu. Úti á landi SINNA menn hlutunum. Annað er FÁSINNA! Og nei. Bankinn setti ekkert stopp á þetta, heldur jeg sjálfur! Vegna gjammsins í tíkar spottinu.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.