— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 31/10/04
Eins og jeg man það II

Uppkast tvö.

Fyrstu kynnin.

Nú erum við stödd nokkrum árum seinna.
Jeg er að fara í langþráð frí og áfangastaður er ákveðinn. Suður Grænland.
Græjur eru keyptar. Bakpoki, tjald, svefnpoki og hlý föt til að þola það sem í vændum var, í huga þess sem ekki þekkir vel til aðstæðna á áfangastað.
Áættlunin er að eyða einni viku á þessum einstaka stað. Ákveðið er að vera ekki að lesa sig til eða læra neitt um áættlaðan áfangastað, en láta það sem koma skal bara koma.
Þannig verða ævintýrin til.

Lagt er upp frá flugvellinum í Reykjavík.
Nokkrir Blútar innbyrgðir fyrir flugið og lagt í hann.
Eftir þryggja tíma flug, fara að sjást fjallstindar, ísjakar og í það minnsta fjandi framandi land byrtist, eftir ekki lengra flug í Fokker F27.
Í 15 mínútur er flogið niður skriðjökul á milli fjallanna, sem aldrey virtist ættla að taka endir. Hjólin fara niður og vjelin byrjar að hristast, með flappsana í lendingarstöðu.

Mjúklega er lent í Narsarsuaq.
Flugstöðin er stór og flott. Ekkert í líkingu við bragga ræfilinn heima í Reykjavík.
Gengið er beint inn í TaxFree verslunina og ein kippa af Blút versluð ásamt einum Aalborg kryppling.
Rúta, eða frekar strætó, bíður fyrir utan til að ferja farþega frekar áfram til áfangastaðar. Fyrst ekið niður til hafnarinnar, 2 mínútur frá flugstöðinni, enda ekki um stóran stað að ræða.

Minn áfangastaður er hótelið á staðnum, enda á jeg þar bókað herbergi, númer 125.

Kem jeg mjer fyrir og skoða aðstæður, sem eru vægast sagt framandi. Og vitanlega stefni jeg beint á barinn. En barinn er staðsettur á annari hæð beint fyrir ofan móttökuna.
Þar sesst jeg við barinn og pannta einn Blút, af svakalega fallegri dömu sem þar vinnur. Fæ mjer sopa.

Upp úr þurru heyri jeg spurt á íslensku um nafn mitt. Hver er þar á ferðinni? Jú. Aqqaluq sem jeg kynntist á Hvanneiri hálfum áratug fyrr er þarna í eigin persónu. Hvað er nú hjer? Er spurt.
Barinn er fullur af framandi fólki en þetta andlit þekkti jeg vel. Hvílík tilviljun að hitta hann hjer. Og nú.
Hann sesst hjá mjer og spyr hvort hann megi kynna mig fyrir bezta vina hans. Já segi jeg, vitanlega. Nú er teigað á Blútnum, enda allar stöðvar míns slappa heilabús að reyna að vinna úr aðstæðum á framandi stað. Hver er hann? Spyr jeg og panta einn til.
Lasse, heitir hann. Spjalið saman, jeg verð að sinna öðru, sagði Aqqaluq og fór.
Þarna sat hann við barinn. Lasse.
Þrekinn og veðraður, í köflóttri skyrtu með tví brett upp á ermarnar, með hendur sem gátu slammað fíl, ef hlutirnir voru ekki honum að skapi. En greinilegt var, að þessi náungi hafði fengið sinn skerf af lífinu, en átti samt meira en nóg inni, fyrir eina sál. Mögnuð fyrstu kynni og sannarlega mjer að skapi, þótt ungur var jeg þá.
"My name is Lasse but you can call me Lasse" sagði hann og rjetti fram hrjúfann spaðann.
Við spjölluðum í heila klukkustund á ensku, um hvurn fjandan jeg væri að gera þarna suður í rassgati.

   (79 af 145)  
31/10/04 10:01

Sæmi Fróði

Skemmtileg og lifandi frásögn hjá þér.

31/10/04 10:01

Prins Arutha

Aldrei séð aðra eins drykkju og á Grænlandi, þar situr karlpeningurinn og drekkur þar til þeir hrinja af stólunum og þá er þeim dröslað út á bílastæði og safnað þar í haug. Merkilegt þjóðfélag.
Skemmtileg saga Hundingi.

31/10/04 11:00

Heiðglyrnir

Jamm,[bíður spenntur erftir framhaldi]

31/10/04 12:01

Nafni

vonandi kemur meira...

31/10/04 22:01

hundinginn

Meir bráðum!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.