— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 1/12/07
ABC Nairobi...

Er að pakka niður í bakpokann. Og eggjaslingshjottið fær að fljóta með.

Í Nairobi svo langan veg í burtu
er skólaskjól sem eign er ABC
þar saklaus börnin læra, lita og borða
með aðstoð agnar lítillar Böggu gjafar.

En nú er vandi á höndum fótum og mögum
vondir menn með fingur gikknum á
matur urinn kornið og vatnið ónýtt
hættuganga að lokuðum tómum sjoppum.

Best að hætta þessu.
Jeg "á" eina 8 ára dóttir þarna. Hún býr hjá móður sinni "á mínum aldri" og sækir skóla og fær mat fyrir mína aðstoð. Gegnum ABC barnahjálpina.
Nú er mjer spurn?
Ef jeg fer ekki bara og sæki mæðgurnar? Jeg meina. Mig vantar kjellu hvort eð er, og er jeg ekki bara vesæll ræfill, ef jeg kem þeim ekki út úr þessum hörmungum. Eða á jeg að halda áfram að gefa bara Böggur og láta aðra um hættuna og baráttuna?
Mjer er spurn.
Þar fyrir utan er að blossa upp borgara styrjöld og maturinn einginn. Hver er þá hjálpin?
Get jeg með hreina samvisku bara setið hjer, meðan mæðgurnar eru í lífshættu?
Og jeg sit hjerna einn og kaldur.
Já. Mjer er spurn.

   (17 af 145)  
1/12/07 03:01

Garbo

Er ekki bara málið að safna liði?

1/12/07 03:02

Nermal

Verðum við ekki bara að innlima Kenýa í Bagglútíska heimsveldið?. Annars "eigum" við drollan eina dóttur í Rawanda. Það er að vísu á vegum SOS. Mæli með sem flestir taki að sér svona barn. Þetta er ekki nema rúmur 2000 kall á mánuði.

1/12/07 04:00

Golíat

Þetta er vandinn hundingi, hvernig getum við horft aðgerðalaus upp á nýtt ,,Rúanda" í Kenýa? Og hvað getum við sem ekki erum Búshar eða Blerar gert?

1/12/07 04:01

Regína

En ef þér myndi nú ekki líka við mömmuna?

1/12/07 04:01

Arne Treholt

Þetta er ódýr leið fyrir lánlausan og ófríðan mann til þess að ná sér í kellíngu undir yfirskini mannúðar.

1/12/07 04:01

hundinginn

Þjer eigið kollgátuna Arne. Mikið öldungis rjett, nú get jeg hætt að hugsa um þetta.

1/12/07 05:00

Jóakim Aðalönd

Drífðu þig út og bjargaðu þeim!

2/12/07 06:00

Skreppur seiðkarl

Hvursu mikill hluti þessarra tvöþúsund króna fara yfirhöfuð til þeirra? Máske hundrað krónur ef ekki minna?

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.