— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 4/12/04
SÆÐIÐ!

Eða síminn eins og við köllum hann.

Fær eina skitna stjörnu.
Keypti símakort í dag.
Setti inn 2000 Böggu frelsiskort í hann.
Hringdi í stuðningsfjölskyldu sonar míns á Grænlandi. Til að láta vita af mjer því jeg hef ekki látið heyra í mjer síðan um jól.

Jeg gat látið þau fá nýja númerið mitt, beðið eð heilsa öllum og sagt hvenær jeg kem til að heimsækja son minn í haust, og þá var 2000 Bagga inneignin búin.

Síminn. You Suck! Af hverju þarf jeg að borga 100 fallt til að geta talað við vini mína á Grænlandi? Og son minn!

Heitasta helvítis andskotan djöfulsins helvíti.

JEG ER FÚLL!!!

Pearl harbour er að byrja svo jeg segi bara bless.

   (114 af 145)  
4/12/04 02:02

Fergesji

Góð er ástæðan fyrir fýlu yðar.

4/12/04 03:00

Jóakim Aðalönd

Kæri vin... af hverju notarðu ekki bara almenna kerfið?

4/12/04 03:02

hundinginn

Það er bara eitt kerfi á Grænlandi. Eingin hliðargöng eða neitt. Og ekki er fólkið mitt með Skipe. SHIT!...

4/12/04 03:02

Jóakim Aðalönd

Ég meinti almenna kerfið hér á landi. Þetta frelsi er í raun frelsissvipting.

4/12/04 04:00

Kuggz

Það kallast "Skype".

4/12/04 04:01

Vamban

Pearl Harbour? Ekki nema von að þú sért fúll!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.