— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 4/12/04
Bolabítur og búlla

Dagur í miðborginni.

Elskurnar mínar.
Jeg var á flakki um bæinn og varð svangur. Leið átti jeg um Mýrargötuna og ákvað að tími væri kominn á að prufa hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar.
Gaman var að koma þarna inn og finnast maður vera kominn 30 ár aftur í tímann. Slíkur var sjarminn yfir búllunni. Jeg vatt mjer að borðinu og bað um tilboð. 750 Böggur fyrir borgara, franskar og gos. Sló til og var spurður hvort jeg vildi kokteilsósu. 860 Böggur kostaði þetta og jeg settist við gluggan með Frjettablaðið og gluggaði í því aðeins.
Var mjer litið út um gluggann á eldri mann í frakka, með bolabít einn ófagrann í bandi. Mynnti kvekindið helst á svín að vexti. Feitur og kubbslegur skrattakollur.
Nafn mitt var kallað upp, hamborgarinn tilbúinn. Svo jeg stóð upp og móttók litla körfu með góðgætinu og settist við gluggann minn aftur.
Haganlega var honum pakkað inn í pappír og þegar góssið var opnað, leit borgarinn út eins og smettið á bolabítnum.
Góður var hann og frönskurnar algert æði. Kokteilsósan var ekki svo góð, enda bústaði hún verðið upp að nokkru.
Að snæðingi loknum gegg jeg út og þakkaði vel fyrir mig. Kom mjer fyrir í skjóli bak við ruslagáminn til að kveikja mjer í rettu, gekk svo að drossíu minni til að halda för minni um bæinn áfram.
Mæli með Hamborgarabúllunni. Flottur staður og sjerstaklega skemmtilega staðsettur.
Upp á vegg fyrir ofan bak dyrnar var miði sem á stóð, Ef það kviknar í þá farið þið hjerna út!

Góðar stundir.

   (117 af 145)  
4/12/04 00:02

hundinginn

Rooooop... $

4/12/04 00:02

Órækja

Já þeir eru feikna góðir Tómasarborgarar, en innihalda líka alla þá óhollustu sem einn íslendingur getur inntekið á heilli viku.

4/12/04 01:00

hundinginn

Góður punktur!

4/12/04 01:01

Frelsishetjan

Er það?

Það er sem sagt níkótín, tjara og blásýra í þessu. Ég verð þá annaðhvort að hætta að reykja eða borða þessa borgara..

4/12/04 02:00

Heiðglyrnir

Fínn pistill hundingi minn. Skál

4/12/04 02:00

Hermir

Puff, ég blæs á þá staðreynd að það séu allar þær óhollustur sem einn íslendingur getur inntekið á heilli viku... hafið þér, herra minn, snætt á King Kong í Breiðholti?

4/12/04 02:01

hundinginn

Takk. Breiðholtið er pleis sem jer reyni að forðast.

4/12/04 02:01

Leynigesturinn

Árans vitleysa er þetta!

4/12/04 02:02

Rasspabbi

Eru borgararnir kóbaltsbættir? Fer ekki nema svo sé! [Krossleggur handleggina]

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.