— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiđglyrnir
Fastagestur og  sagnaţulur.
Dagbók - 4/12/04
Riddarinn, Reiđskjótinn, Tóbakiđ og Litli putti.

Saga um Riddara, Reiđskjótan hans, Tóbaksţörfina og Litla putta.<br /> .<br /> Saga ţessi er tileinkuđ öllum litlum puttum.

Riddarinn á hest, ekki hvítan ţví miđur en kolsvartan og gljáandi eđalreiđskjóta. Hann er léttur á fóđrum, ţví ađ ţetta er hjólhestur. Agalega fínt eintak af gerđinni Cannondale F400. Međ teinóttar gjarđir, fullt af gírum (gott ef ađ gripurinn er ekki međ 24 ganga sem slćr alveg út íslenska hestinn) og ekki hvađ síst er ţessi eđalreiđskjóti međ alveg ótrúlegar og jafnvel óţarflega öflugar bremsur.
.
Ţađ bar til einn góđviđris dag fyrir ekki svo ýkja löngu, ađ Riddarinn rauk úr rekkju, fyrir allar aldir, í snögga sturtu og út međ Vakra Skjóna.
.
Ţetta kom ekki til af góđu. Tóbaksbirgđir Riddarans höfđu klárast kveldinu áđur og fyrir einskćra ţrjósku, var tekiđ á karlmennskuni og látiđ sem ekkert hefđi í skorist, Riddarinn klárađi bara sinn dag og fór ađ sofa.
.
En svo ađ viđ reynum nú ađ halda okkur frá Tarantynískri óreiđu í atburđarás og komum okkur aftur til baka í ţar nćstu málgrein á undan. Um morguninn var nikotín ţörfin heldur betur farin ađ gera verulega vart viđ sig, Riddarinn var ţví snöggur út og Vakri Skjóni stiginn sem aldrei fyrr, í átt ađ nćsta söluturni.
.
Segir lítiđ af ferđum Riddarans, ţangađ til fyrir utan söluturninn góđa, en ţannig var til háttađ, fyrir framan ţennan söluturninn, ađ allhá gangstéttarbrún var frá götunni upp á gangstéttina og hún um ţađ bil ţađ eina sem skildi ađ Riddarann og Tóbakiđ. Ţannig ađ ţarna var tekiđ enn frekar á og ţetta var tekiđ á ferđinni.
.
Nú vil ég biđja ykkur lesendur góđir, ađ kveikja á ţeirri frábćru innbyggđu sýningarvél, sem ímyndunarafliđ hefur gefiđ okkur flestum.
.
Ţarna kemur Riddarinn Tóbakslausi, hjólandi sem mest hann má, ţvert á gangstéttarbrúnina háu, rífur laust í bremsuna fyrir afturhjóliđ sem venjulega gerir auđveldara ađ kippa reiđskjótanum upp ađ framan. NEMA HVAĐ!!!.
.
Ţarna byrja hlutirnir ađ gerast býsna hratt, og í miđju glćsilegu flugi Riddarans yfir stýriđ á Vakra Skjóna flugu hugsaninar í gegnum höfuđuđ á honum í ţessari röđ.
(SHIT!! TÓK Í VITLAUSA BREMSU)+(REDDA ŢESSU, FER BARA Í HELJARSTÖKK YFIR STÝRIĐ OG LENDI Á LÖPPUNUM)+(SHIITTTT! BUXURNAR FASTAR Í HJÓLINU)+(SÉR EINS OG SÝNT HĆGT HENDURNAR RENNA EFTIR GANGSTÉTTINNI, SJÚKK ŢETTA REDDAST)+(SSHHIIITTT EIN GANGSTÉTTAR HELLAN STENDUR UPP ÚR)+(REYNIR AĐ LYFTA HENDINNI, GENGUR EKKI)+(ÚBBSSS! LITLI PUTTI KRĆKIST Í HELLUNA VONDU, ÁDS!)
.
Eftir ađ Riddarinn var búinn ađ losa sig úr flćkjunni, stađinn upp, búin ađ líta til allra hliđa hvort einhver vitni vćru ađ atburđinum og sćrđu stolti Riddarans. Ţá var rokiđ inn í söluturninn og öskrađ TÓBAK.
.
Ţarna var ung stúlka og mađur ađ vinna, ţau horfđu náföl á Riddarann skaklappast ţarna inn, "er allt í lagi međ ţig sagđi mađurinn" jćja ţau höfđu ţá séđ ţessa uppákomu......Tóbak EINSOGSKOT endurtók Riddarinn og setti hendurnar upp á borđiđ. Náfölnar ţá stelpurófan aftur verđur grćn í framan og sígur međ andvarpi í gólfiđ, ţađ bara steinleiđ yfir hana.
.
Ţarna varđ Riddaranum litiđ á hendur sér og viti menn, var ekki litli putti bara alveg í vinkil um annan liđ. Frekar óhugnarlegt á ađ líta. Riddarinn fékk tóbakiđ sitt og bođ um ađ verđa keyrđur upp á slysavarđstofu. Skellti í sig einni rettu og ţáđi ţetta kosta bođ. Skellti í sig annari fyrir utan slysó og fór síđan inn.
.
Skemmst er frá ađ segja ađ ţarna um ţetta leiti, var náttúrulega deyfingin farin ađ dvína allverulega og verkurinn orđin mikiđ vondur. ţegar lćknirinn ćtlađi ađ snerta litlaputta, var honum ráđiđ frá ţví eindregiđ, af Riddanum, svo fremi hann vildi lífi halda.
.
Lćknirinn var frekar fljótur ađ átta sig á ađ ţarna fylgdi hugur máli, eins og málum var komiđ og dćldi deyfi og gleđilyfjum í Riddarann, sem mest hann mátti. Klukkutíma síđar félst Riddarinn á myndatöku og síđan um klukkutíma eftir ţađ var puttanum kippt í liđ, eđa liđi ţví bćđi fremsti liđur og miđliđur fóru úr liđ. Á ţeim tímapunkti var Riddarinn svo dofinn og glađur ađ höggva hefđi mátt af honum höndina viđ mjađmaliđ. hahaha.
.
Bođskapur ţessarar sögu er e-đ í sambandi viđ Tóbak, man bara ekki hvađ.
.
.
.
Töfra Stundir.

   (94 af 120)  
4/12/04 01:02

B. Ewing

Ţessi frásögn segir okkur enn og aftur ţađ sama og Ţorgrímur Ţráinsson fótboltamisţyrmir og tóbakskrossfari hefur sagt okkur mörgum sinnum.

-~~-Ţađ er hćttulegt ađ reykja~~-

Góđi punturinn í sögunni er ţegar ţú nýtur ódýrrar gleđi og vímu á kostnađ ríkisins, umhverfiđ soldiđ sterílt eins og sumir myndu segja en gleđin er gefin beint í ćđ ţannig ađ slíkir smámunir skipta minna máli.

4/12/04 01:02

Nornin

Heiđglyrnir ţú ert óborganlegur í frásögnum af hrakförum ţínum [er enn ađ hlćja].
Örugglega ekki gaman ađ lenda í ţessu en merkilega skemmtilegt ađ lesa um ţađ, ég hef náttúrulega lúmstk gaman ađ óförum annara eins og flestir.
Megi ţér og fingrum ţínum líđa vel um páskana.

4/12/04 01:02

Heiđglyrnir

Hmmm.

4/12/04 02:00

Ívar Sívertsen

Ţú ert sannarlega orđinn puttaferđalangur... en ţessar hrakfarir eru alveg skelfilegar og ćtti ađ kenna ţér ađ vera međ varabirgđir af tóbaki einhvers stađar.

4/12/04 02:00

Órćkja

Já tóbakiđ er afsprengi hins illa. Annars er ţetta hin skemmtilegasta lesning herra Heiđglyrnir.

4/12/04 02:00

Heiđglyrnir

Elskurnar mínar ţetta gerđist"ekki svo ýkja löngu" ţađ var fyrir einu og hálfu ári síđan. Puttinn er viđ ótrúlega fína heilsu. Ađ vísu tók mig ár ađ rétta úr honum, en ţađ tókst međ ţrotlausum ćfingum. Ţetta međ reykingarnar, sem betur fer verđ ég en ţá oft og iđulega tóbakslaus og ţakka fyrir hverja sígarettuna sem ég reyki ekki.

4/12/04 02:00

Jóakim Ađalönd

Tja, ekki hef ég áđur hlegiđ jafn mikiđ af sögu um mann sem ferđast á puttanum. Salúd Heiđglyrnir minn. Ţú ćttir ađ skrifa bók um svađilfarir ţínar.

4/12/04 02:00

Heiđglyrnir

Riddarinn [Ljómar upp] ţakka ykkur svo mikiđ herrar mínir og Norn...!

4/12/04 02:01

Leynigesturinn

Reiđhjól eru hćttuleg farartćki!

4/12/04 02:01

Heiđglyrnir

Ćtli ţađ sé ekki frekar sá sem ţví stjórnar, hann getur veriđ hćttulegur sjálfum sér og umhverfi sínu. Annars er Vakri Skjóni vćnsti fákur.

4/12/04 04:00

Vladimir Fuckov

Frábćr frásögn og fyrir utan ţann lćrdóm ađ tóbaksfíkn sje miđur heppileg má draga af ţessu annan lćrdóm: Reiđhjól eru afar óheppileg farartćki til ađ fara á yfir gangsetjettarbrúnir, a.m.k. sje um einhver hrađa ađ rćđa [Horfir á sönnunargögnin, ör á olnboga frá löngu liđnum unglingsárum]

4/12/04 04:01

Heiđglyrnir

Riddarinn [Ljómar upp], Ţakka ţér kćrlega fyrir herra Forseti.

Heiđglyrnir:
  • Fćđing hér: 19/11/04 19:46
  • Síđast á ferli: 1/12/23 10:38
  • Innlegg: 451
Eđli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Frćđasviđ:
Hugmyndaflug-mađur og ímyndunarafl-raunamađur. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Ćviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefiđ nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá ţeim degi nafnbótina og nafniđ SIR. Heiđglyrnir Hinn Hugdjarfi. Ţar af leiđandi, eftir öllum reglum í hinum ţekkta heimi er hann ađalsmađur (ţó ekki grćnn). Riddarinn hefur ekki fariđ varhluta af flökkueđli riddara, hefur fariđ sínar eigin krossferđir, búiđ meira og minna um allt Ísland og víđa erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og fariđ víđa um lönd og strönd.