— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiðglyrnir
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 9/12/04
Vogarskálaprósi..!.. Og skriffinnur

Þessi prósi er ekki árás á neinn. Hann er því miður byggður að mestu leyti á fjölskyldu harmleik í fjölskyldu Riddarans og þeim þáttum sem að þeim harmleik hafa komið. Lesist í stígandi tempo.

Hann er vinstri maður hann kallar sig stundum kommúnista hann kýs samfylkinguna hann er á atvinnuleysisbótum hann var í heimspeki hann vinnur svarta vinnu með bótunum þegar hann nennir hann er þrjátíu og tveggja hann hefur aldrei borgað skatta hann er stoltur af þessu hann hefur gaman af að stæra sig af þessu hann fær frítt húsnæði frá borginni, hann fer og vælir út aukapeninga og styrki þegar honum hentar hann segir sjálfur að þetta sé ekkert mál maður verði bara að kunna á kerfið hann reykir hass daglega hann er ekki sáttur við sitt hlutskipti í lífinu hann þolir ekki að aðrir hafi það betra en hann HELVÍTIÐ HANN DAVÍÐ, HELVÍTIÐ HANN HALLDÓR æpir hann upp á kaffihúsinu og finnst hann vera hetja fólksins Þetta auðvaldspakk fær allt upp í hendurnar djöfulsins drulla hann er reiður hann er mælskur hann kann að svara fyrir sig hann íhugar að fara í framboð til borgarstjórnarkosninga hann skilur fólkið hann er fólkið
.
HANN ÆTTI AÐ SKAMMAST SÍN..!..

   (84 af 120)  
9/12/04 07:01

Krókur

Ekki ertu að tala um Gísla Martein?

9/12/04 07:02

krumpa

Svona ritstuldur er í besta falli barnalegur. Þekki mörg eintök af steríótýpunni minni en því miður ekki neitt eintak af þinni. Þekki reyndar fleira hægrifólk sem svíkur undan skatti en vinstrafólk. Ekki slæmur pistill hjá þér samt, þó hann sé stolinn, illa ígrundaður og bara þvæla. Húsnæði hjá borginni er EKKI frítt, það tekur mið af almennu leiguverði - eini kosturinn er öryggið - og svo fá menn bara almennar leigubætur. Endilega segðu mér svo hvar er hægt að ná í svona styrki? Hef ekki rekist á þá hingað til ... nú, nema kannski í formi bitlinga, sem fást fyrir hinar ýmsustu ,,mikilvægu" stjórnarsetur. En hvað? Eru ekki aðallega hægrimenn sem sitja í nefndum og stjórnum?

9/12/04 07:02

krumpa

Og bara svo það sé á hreinu - KOMMÚNISTAR KJÓSA EKKI SAMFYLKINGUNA! enda er hún bara samastaður vonsvikinna hægrimanna sem voru ekki nógu heppnir til að krækja í góða bitlinga. Mestmegnis hægrikratar í anda Blair - ekki sósíalistar og þeim mun síður kommúnistar - hvað sem þeir vilja annars kalla sig. Þú verður að þekkja andstæðinginn áður en þú ferð að ata hann auri.

9/12/04 07:02

Galdrameistarinn

Sorry kúturinn minn, en þetta var skot langt yfir markið. Eiginlega beint upp í loftið og svo,,,,BLAMM!!! Beint í hausinn á þér aftur.
Auðvita er til fólk sem lætur svona, en því miður fyrir þig, þá bölvar sumt af þessu fólki stjórnvöldum fyrir þá aðstöðu sem það er í, en æðir svo á kjörstað á kosningadag og kýs þetta sama drasl yfir sig aftur.
Beygir sig fram, brosir og lætur taka sig ósmurt af fúsum og frjálsum vilja.

9/12/04 07:02

hundinginn

Vill einhver kaffi?

9/12/04 07:02

Krókur

Já svona krumpa, láttu hann hafa það óþvegið!
Ég er samt á því að þetta sé Gísli Marteinn. Og já takk, ég væri alveg til í að fá kaffi hundingi eða nei bíddu... það er komið kvöld. Bannað að drekka kaffi á kvöldin. [Starir alvarlegum augum á allt og alla]

9/12/04 07:02

Galdrameistarinn

Já takk. Rótsterkt alveg.

9/12/04 07:02

Heiðglyrnir

Þetta er ekki pistill, þetta er prósi. Hvaða ritstuld eru að tala um Krumpa mín. Ef það Það snýst um formálan þá er erfitt að orða hann mikið örðuvísi og meina það sama. Hvað varðar efni þessa prósa, hef á sama hátt og þú, upplifað þessi samtöl og veit að rétt er með farið. Ekki varst þú að búa neitt til eða ýkja er það Krumpa mín.

9/12/04 07:02

Krókur

En hvað er þetta með Gísla Martein?

9/12/04 07:02

Heiðglyrnir

Ekki bulla Krumpa mín, það stendur "hann kallar sig stundum kommúnista" Þekkja hvaða andstæðing..?.. Koma svo láta Riddarann hafa það óþvegið.

9/12/04 07:02

krumpa

Var ekki að ýkja að neinu ráði, nei. Ég á vin sem er í SUS og hann fór á nýja Landcruisernum hans pabba síns að sækja um félóstyrk... Var svo einu sinni að vinna með strák (dekruðum smástrák sem bjó í stórri og góðri pabbaíbúð og var með roktekjur), sem talaði af mikilli fyrirlitningu um fólk sem legði sig niður við að vinna niðurlægjandi þjónustustörf (sjálfur vann hann svart í aðalvinnunnni sinni sem pabbi reddaði). En það er rétt hjá Galdra - þó sorglegt sé - að flestir fátæklingar sem ég þekki flykkjast hver um annan þveran til að kjósa íhaldið. Að láta taka sig í rassgatið er auðvitað vont - en það venst.

9/12/04 07:02

krumpa

Og vitaskuld hefði verið hægt að orða formálann margvíslega. Ef þú ert ekki betur að þér en þetta í skapandi skrifum skal ég með ánægju senda þér nokkrar tillögur.

Og fólk sem kýs samfylkingaróskapnaðinn kallar sig ALDREI kommúnista.

QED

9/12/04 07:02

Sjöleitið

Já takk svart og sykurlaust fyrir mig. O jú, ég kannast við kauða en hann kaus annað þá.

9/12/04 07:02

Krókur

1) Ég þekki ekki einn einasta mann sem er svona eins og þú lýsir Heiðglyrnir (fyrir utan kannski GM og biðst ég forláts á því gríni). En ég þekki þónokkra sem hafa verið svo óheppnir að missa vinnuna og þurft á svokallaðri aðstoð að halda en hún er ekki mikil.

2) Krumpa hefur rétt fyrir sér þegar hún segir að Samfylkingin sé ekki fyrir kommúnista en svo byrjar hún að hafa rangt fyrir sér. Hún er heldur ekki fyrir hægrimenn, vonsvikna eða annarskonar. Mér finnst Samfylkingin hafa boðið upp á valkost fyrir fólk sem er orðið langþreytt á endalausri vinstri-hægri pólitík og gerir sér grein fyrir að það eru fleiri hlutir í heiminum sem eru ekki skilgreindir sem vinstri-hægri heldur en svo.

(bæðevei, þetta er ekki áróður fyrir hönd Samfylkingarinnar og ég mun ganga óbundinn til næstu kosninga. Bara orðinn þreyttur á þessu hægri-vinstri bulli.)

9/12/04 07:02

krumpa

Er ekki alveg sammála þér, Krókur, þó að þetta sé kannski ekki vettvangurinn til svoleiðis umræðna. Hægri - vinstri er hringur og þú ert alltaf annaðhvort hægramegin eða vinstramegin (við 180 gráðurnar) svo geturðu farið svo langt til vinstri að þú sért kominn til hægri... svolítið erfitt að útskýra en svona er kenningin. Er reyndar ekki par hrifin af Samfylkingunni (eða öðrum hægrikrötum, svo sem andlegum leiðtoga þeirra (amk þangað til þeir urðu of hræddir til að tilbiðja hann opinberlega), Blair). Hins vegar var þetta kannski klúðurslega orðað hjá mér; Samfylkingin er fyrir fólk sem hefur ekki vit á stjórnmálum, vill vera til vinstri af því að það heldur að það sé flottara, mannúðlegra og menningarlegra, en áttar sig ekkert á því að skoðanir þess (eða flokksins sem það kýs) eru ekkert svo ýkja vinstrisinnaðar ef að grannt er skoðað. Nenni þessu ekki meir - ætla að fara að leigja mér heimskulega bíómynd, er búin að hugsa of mikið í dag.

9/12/04 07:02

Krókur

Góða skemmtun krumpa og vel af sér vikið. Alveg til í að ræða þetta við betra tækifæri. (og var ekki Clinton og jafnvel Schroder á undan Blair?)

9/12/04 07:02

krumpa

Jú, Schroder fyrstur ef ég man rétt.(þarf nú samt eitthvað að rifja upp hugmyndafræðilega óstefnu SF áður en ég fer að rífast af alvöru).

Annars er það athyglisvert að riddarinn hefur hér komið fram með útjaskaða steríótýpu (eins og stolið úr munni miðaldra afturhaldsseggs á hippatímanum) en hefur engar tilraunir gert til að hrekja staðhæfingar mínar um SUSmanninn. Auðvitað eru samt steríótýpur í öllum flokkum - bara misalgengar og misóþolandi.

9/12/04 07:02

dordingull

HELVÍTIÐ HANN DAVÍÐ, HELVÍTIÐ HANN HALLDÓR
Sé ekki betur en hassið geri manninn kýrskýran.

9/12/04 07:02

Heiðglyrnir

Jæja gat ekki setið undir þessu með ritstuldinn, formála/umsögn hefur verið breytt. Krumpa mín þessar alhæfingar þínar "aldrei engin o.s.fv." eru bara því miður ekki vel ígrundaðar.

Allur prósinn minn, er settur saman um eina manneskju, sem ég þekki mjög vel. Viðkomandi er fjölskyldumeðlimur og hvert einasta atriði stendur eins og stafur í bók. Um það verður ekki deilt. Hvað margir eru á þessu skeri staddir í lífinu, kemur ekki fram hér hjá mér, enda veit ég það ekki.

Hvað á ég að hrekja um SUS manninn, þú er svo mikill kjáni Krumpa mín að þú bara veður áfram hugsunarlaust. Hvar hefur komið fram að ég sé ósammála þér um þessa SUS-sauði. Var bara að benda á að öfgarnar leynast víða.

9/12/04 01:00

krumpa

Takk fyrir að bakka með ritstuldinn.
Er búin að lesa öll svörin mín hér yfir - get ekki sé að orðin ,,engin o.s.frv." komi nokkurs staðar fram. Hins vegar stend ég við það að kjósendur Samfylkingarinnar líti í besta falli á sig sem sósíalista en ekki kommúnista.

Ég samhryggist vitaskuld vegna frændgarðsins, en reikna jafnframt með að þessi týpa (amk í þessari mynd) finnist ekki víða.

Ég er alveg sammála því að öfgarnar leynist víða - eins og kemur reyndar fram hjá mér hér að ofan.
Það að kalla fólk ,,svo mikla kjána" er ekki bara yfirlætislegt, hrokafullt og heimskulegt, heldur ber það einnig vitni um rökþrot viðkomandi. Veit ekki til þess að ég hafi komið fram með persónulegar svívirðingar um þig, þó að ég hafi sakað þig um mjög svo áberandi og augljósan ritstuld.

9/12/04 01:00

Prins Arutha

Gee! Og ég sem hélt að ég vissi allt um pólitík, jæja aftur að teikniborðinu.

9/12/04 01:01

Heiðglyrnir

Þín orð...
--------------

"Ekki slæmur pistill hjá þér samt, þó hann sé stolinn, illa ígrundaður og bara þvæla."
.
"Að láta taka sig í rassgatið er auðvitað vont - en það venst."
.
"Og fólk sem kýs samfylkingaróskapnaðinn kallar sig ALDREI kommúnista."

"(eins og stolið úr munni miðaldra afturhaldsseggs á hippatímanum)"

-----------------
Krumpa Það sem hér á undan stendur er "Yfirlætislegt Hrokafullt og heimskulegt" að viðbættu illa ígrundað. Hélstu að engin myndi taka eftir þessu.
.
Hvaða rökþrot eru að tala um, verður maður ekki að vera í rökræðum til að komast í rökþrot. Hef bara ekki verið í neinum rökræðum.
.
Ekki er ég að verja frændgarðinn og ekki er ég að verja SUS sauðina. Þetta er einfaldlega nákomin mannlífslýsing, sem var hugsuð sem lóð á vogarskálarnar, um að víða leyndust öfgar.
.
Engum til vansa nema viðkomandi, allur annar skilningur, hugsanir og orð, sem hefur verið lagt út af þessum prósa er einfaldlega ykkar misskilningur og fordómar.
.
Í versta falli meiðandi í minn garð, en í besta falli kjánalegur (fyrirgefið að Riddarinn valdi seinni kostinn)
.
Og Krumpa mín, haldir þú áfram að koma með persónulegar svívirðingar í minn garð, verður þeim svarað hér eftir af fullum þunga.

9/12/04 01:01

Nafni

Eru ekki til aðrið vefir fyrir svona nöldur?

9/12/04 01:01

Rósin

Úff dúllurnar mínar, dragið djúpt andann og teljið upp á tíu.

9/12/04 01:01

Heiðglyrnir

Nei sko, Nafni og Rósin, gaman að sjá ykkur. Ekki halda að Riddarinn sé neitt reiður, finnst þetta eiginlega bara svolítið sorglegt.
.
Hér er Krumpa búin að skrifa tvö löng félagsrit þar sem hún er að upphefja sig sjálfa og sín gildi á kostnað annara.
.
Riddarinn skrifar nokkrar línur, sem að vísu draga upp ófagra mynd af nákomnum ættingja, og allt verður vitlaust. Af því að það passar ekki inn í hennar pólitísku heimsmynd.
.
Ekki hefur Riddarinn sett svo mikið sem eitt orð út á hennar skrif þ.e. fram til þessa.
.
Þetta er náttúrulega bara ekkert annað en ólíðandi yfirgangur og frekja.
.
Og þessi ritstuldur sem hún hamrar hér á. Þetta voru fororð sem að Riddarinn notað í umsögn, sem svipaði til hennar fororða. Svona svolítð svipað og "Vinsamlegast athugið að efni og persónur þessarar skáldsögu eru tilbúningur, öll samsvörun með raunveruleikanum er tilviljun ein".
.
Riddarin stórefast um að höfundarréttur nái yfir svona aðvaranir, sem nota bene hafði verið breytt frá hennar útfærslu. En Riddarinn breytti þeim aftur eftir að hún hafði orð á því. Þetta tengdist þó efni félagsritsins ekki neitt og prósinn er óbreyttur.

9/12/04 01:01

Limbri

Ég vil endilega leggja mitt léttvæga lóð á þessar skálar.

Verð ég að segja að mér finnst afbragð að Heiðglyrnir skuli minna á þennan öfga-enda samfélagsins. Ég þekki fleiri sem komast mun nær þessari hlið heldur en SUS hliðinni sem er rætt um á síðum Gestapó. Þó þekki ég vel forstjórasyni og allvel auðugt fólk.

Var ég t.d. einu sinni í samfloti með 3 piltum sem höguðu sér afar líkt þessu sem Riddarinn talar um. Þeim fannst fáránlegt að vinna meira en algjört lágmark til að halda sér á atvinnuleysisbótum. Einn var reyndar svo latur að hann nennti stunum ekki að fara og skrá sig á bætur. Vildi frekar reyna að lifa af vinum sínum. Hass var þessara drengja líf og yndi. Einn fékk illt í lungun og lenti á spítala. Sá varð óður að þurfa að borga nokkra þúsundkalla. Sagði að á Íslandi ætti læknisþjónusta að vera ókeypis. (Það voru ekki ummæli hans sem slík sem fóru í taugarnar á mér, heldur að það var hann sem sagði þetta.)

Svo ég taki það samt skýrt fram, þá er ég ekki að segja hvort sé verra fyrir samfélagið, SUS-arinn eða auminginn, þá er ég að segja að huxanagangur beggja er fáránlegur. En þó eru til ágætis SUS-arar sem standa sig vel í skóla og fá á sig ósanngjarnan stimpil og slíkt hið sama gengur yfir marga sem eiga bágt, þeir eru stimplaðir aumingjar án þess að ráða við aðstöðuna sem þeir eru í.

-

9/12/04 01:01

Órækja

Rétt er að taka hér fram fyrir þá sem ekki vita að Limbri stundar nú nám á kostnað samfélagsins og hefur ekki unnið stakt handtak svo lengi sem elstu menn muna.

9/12/04 01:01

Limbri

Ég lifi af gömlu lénsherrunum. Þó ekki meira en svo að hér er búið að leggja niður alla styrki til útlendinga nema húsaleigubætur. En bjórinn er ódýrt brauð, svo það er afbragð.

Þína skál rækjuskegg.

-

9/12/04 01:01

Heiðglyrnir

Þakka þér fyrir þín lóð á vogarskálarnar Limbri minn.
.
Maður lifandi, í öllum þessum látum tók Riddarinn ekki einu sinni eftir að hann er orðin skriffinnur. Þ.e. þetta er félagsrit nr.50.
.
Vil að sjálfsögðu nota þetta tækifæri, til að þakka fyrir nafnbótina. Blóm (nema Rósin) og sérstaklega kransar eru afþakkaðir. En hamingjuóskir eru vel þegnar.

9/12/04 01:01

Hakuchi

Mig langar að taka undir með Limbra. Þetta er óttalegur stormur í vatnsglasi.

Steríótýpa Heiðglyrnis á alveg jafnmikinn rétt á sér og afbragðsfyndin steríótýpa Krumpu. Báðar ná afskaplega vel eins konar abstrakt samantekt á báðum öfgum.

9/12/04 01:01

Von Strandir

Pólitísk rétthugsun er asnaleg, skiptir engu máli hvoru megin við línuna maður er.

9/12/04 01:01

Galdrameistarinn

Maður ætti kanski að draga upp gulnaðar síður úr pússi sínu og breyta þeim í fjelasrit.
Þessar gulnuðu síður eru reyndar óljósar endurminningar þeirra ára sem verst léku undirritaðann og því gætu lýsingarnar farið fyrir brjóstið á einhverjum, en því miður er það svo að sannleikurinn er oft ótrúlegri en lygin.

Ég ætla að sjá til hvort verður af þessu þegar ég er búinn að grafa kistuna upp af hafsbotni gleymdra og bældra minninga, berja utan af henni steypuna, klippa á keðjurnar og bræða utan af henni blýið og finna lyklana. Hafi ég ekki hent þeim.

Hvort það er svo þorandi að gramsa í þessu dóti og rifja það upp er svo allt annað mál og verra, en það kemur svo í ljós hvort þið þorið að lesa það sem ég skrifa, (ef ég þori að skrifa það), og hvort það verður ekki litið á það sem tóma lygi.

Sjáum til.

9/12/04 01:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Hér var glatt á hjalla´sé ég og hátt í þak
Riddarinn er riddara og síðan tökum við höndum saman og hrópum hundrað sinnum húrra fyrir honum og okkur sjálvum og óskum honum til hamingj u með skriffinskuna

9/12/04 01:01

Krókur

Já til hamingju með að vera orðinn skriffinnur. Og það gert á þennan líka glæsilega hátt.

9/12/04 01:02

Heiðglyrnir

Þakka ykkur svo mikið fyrir mig. Þið eruð heiðursmenn.

9/12/04 02:01

Skabbi skrumari

Ég þekki mann sem er hvorki þessi típa né hin... vildi koma því á framfæri... Skál...

9/12/04 02:01

Heiðglyrnir

Haahaha... Svei mér þá, ef að ég kannast ekki bara líka við kauða, Skabbi minn. Skál.

Heiðglyrnir:
  • Fæðing hér: 19/11/04 19:46
  • Síðast á ferli: 1/12/23 10:38
  • Innlegg: 451
Eðli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Fræðasvið:
Hugmyndaflug-maður og ímyndunarafl-raunamaður. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Æviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefið nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá þeim degi nafnbótina og nafnið SIR. Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi. Þar af leiðandi, eftir öllum reglum í hinum þekkta heimi er hann aðalsmaður (þó ekki grænn). Riddarinn hefur ekki farið varhluta af flökkueðli riddara, hefur farið sínar eigin krossferðir, búið meira og minna um allt Ísland og víða erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og farið víða um lönd og strönd.