— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiðglyrnir
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 1/11/04
Jafn-réttur er settur.

.<br /> SPURNING DAGSINS ER:<br /> .<br /> HVAÐ ER JAFNRÉTTI..?..

Eins og farið hefur fram hér mikil umræða um jafnrétti kynjanna, sem að Riddarinn reyndar sjálfur styður af alefli. Þá er merkilegt að umræða um önnur öllu viðkvæmari og mikilvægari mál en launamál hefur ekki borið á góma.
.
Eitt af þessum málum langar Riddaranum að bregða hér upp, sem hvergi er á stefnuskrá hjá neinum þeim kvennahreyfingum, sem að gefa sig þó sumar hverjar út fyrir jafnréttisbaráttu.
.
Það eru Forræðismál. Sú forheimska löggjafans að konur við sambúðarslit verði sjálfkrafa forráðamenn þeirra barna sem getin eru í sambúðinni.
.
Nú hafa örugglega flestir heyrt um sameiginlegt forræði, sem eru tvö glæsileg og vel samansett orð og ekki er hugmyndafræðin sem þau eiga að lýsa síður til fyrirmyndar í þjóðfélagi, sem heimtar jafnrétti öllum til handa.
.
Þessi nauðsynlega skilgreining/lagasetning. Er valkostur sem ekki stóð hér til boða áður, en var bætt inn í „forræðislagapakkann\\\" á miðjum áttunda áratug síðustu aldar að sænskri fyrirmynd. Ef að Riddarinn man rétt og var ætlað það hlutverk að skilgreina sameiginlegt forræði lagalega og auðvelda þannig framkvæmd foreldra til að fara þá leið.
.
En viti menn þessi orð hafa ekkert sjáfstæði, ekkert bakland í lögum þessa lands og eru þegar allt kemur til alls merkingarsnauð og dauð. Því að eftir sem áður er það konan og hún ein sem ræður þessu.
.
Fulltrúar sýslumanna ganga jafnvel svo langt að ráða konum frá þessum möguleika. Því að eftirleikurinn hefur í för með sér að föðurlufsan sem gat með henni barnið, Má hafa skoðanir og taka ákvarðanir sem varða litla einstaklinginn til jafns við hana í framtíðinni. Það sér það hver maður að slíkt er alveg með öllu ólíðandi.
.
Til að vera svo sanngjarn að blæði undan nöglunum. Verður að viðurkennast, að fyrstu forræðislögin hafa líklega verið sett upphaflega af forheimskum tilfinningasljóum karlrembum, til að púkka undir eigið rassgat og fyrra sig af allri ábyrgð.
.
Svona menn eru því miður ennþá til í dag. Þeir ganga jafnvel svo langt að flaðra upp um hinar ýmsu kvennahreyfingar sem taka þeim opnum örmum, til að blása þessa umræðu af.
.
Fortíðardraugar elta nefnilega líka okkur karlmenn í þessu þjóðfélagi.
.
En við svo búið má ekki sitja. Á meðan við sitjum ekki við sama borð og konur hvað varðar sameiginlegt forræði yfir börnum okkar, er öll jafnréttisumræða bara kjánalegt blaður, UM MINNA EN EKKI NEITT..!..
.
.
.
.
.
Töfra Stundir

   (77 af 120)  
1/11/04 01:00

Sæmi Fróði

Ég þekki marga karlmenn sem eru í vanda út af forræðisdeilum við konur sínar, einnig þekki ég konur sem eru í vanda út af sameiginlegu forræði yfir börnunum sínum þar sem börnin koma hálf skemmd til baka, eflaust er það líka til í hina áttina. Því miður er mikið af fólki sem er einstaklega ófullkomið og á ekki að eiga börn.

1/11/04 01:00

Heiðglyrnir

Og hvað þýðir Það Sæmi minn. að óbreytt ástand sé viðunandi. Vinsamlegast athugaðu að þú ert að lýsa því ástandi. þ.e. því sem er í dag. Ef að þetta blessaða jafnrétti á að vera e-ð annað og meira en orð til að skreyta skilti, þegar það kemur sér vel. Verður að breyta þessu líka í þann farveg.

1/11/04 01:00

Sæmi Fróði

Óþarfi að æsa sig, ég var bara að lýsa því að hvort tveggja getur verið slæmt.

1/11/04 01:00

Heiðglyrnir

Sæmi minn, Riddarinn er svo rólegur að næsta stig við, er bara hreinlega að sofna. Það er oft þannig að öfgarnir í samfélaginu eru teknir og notaðir sem almenn rök. það er ekki góð aðferð til að finna flöt á málum eins og þessu og öðrum sem snerta mannlega hegðun og samskipti. Jafnrétti verður að vera meira en bara orð.

1/11/04 01:00

Sæmi Fróði

Ég er sammála því!

1/11/04 01:01

Heiðglyrnir

Jæja já, það var nú svo sem ekki eins og Riddarinn byggist við mikið af svörum við þessu.
.
Riddarinn skorar á þá, sem þykjast trúa, já eða trúa á og berjast fyrir jafnrétti/réttlæti að koma hér með athugasemdir.

1/11/04 01:01

Hvæsi

Er hlynntur fullu jafnrétti.
Er hinsvegar ekki hlynntur þessu skrítna jafnrétti sem rauðliðar stunda, og fer bara í aðra áttina.

og á léttu nótunum vitna ég í Hellisbúann. Karlmenn eru aumingjar, karlmenn eru aumingjar, karlmen eru aumingjar !

1/11/04 01:01

Heiðglyrnir

Já gaman að því hvæsidillumeistari, magnað að þær séu alveg í einum alsherjar hlandspreng yfir að öðlast jafnrétti á við okkur aumingjana, hmmm.
.
En hér sýnist mér vera að koma á daginn það sem margir hafa haldið fram. Konur vilja ekkert jafnrétti, Það er bara ódýr og margsprengt kjaftablaðra. Fussogsvei. Skammist ykkar bara..!..

1/11/04 02:00

Heiðglyrnir

Þessu hefði Riddarinn aldrei trúað, að allir séu bara svona ljómandi sáttir við núverandi ástand. Eru vikilega ekki neinir feður, verðandi feður eða einhverjir sem hafa hugsað sér að verða feður hér sem sjá að þetta er ekki jafnrétti.
.
Hef bara aldrei á ævinni verið jafn rasandi, yfir mig bit og hlessa. Vissi að málið er viðkvæmt, en að því væri alveg sópað undir teppi það grunaði mig ekki.
.
Þorir virkilega engin að tjá sig um þetta mál.

1/11/04 02:00

Jóakim Aðalönd

Ég skal tjá mig:

Það má alveg færa rök fyrir því að barninu sé betur borgið hjá ÖÐRU hvoru foreldrinu. Ekki endilega pabbanum frekar en mömmunni, en hjá öðru hvoru þó. Það vill of oft brenna við að foreldrar sem skilja noti börnin til að bera illindi milli sín, hvort sem þetta er viljandi gert eða ekki, er það engu að síður staðreynd. Ef barnið er jafn lengi hjá hvoru foreldri, hlýtur það að auka líkurnar á ístöðuleysi barnsins og jafnvel brengluðu siðferði, þar sem það upplifir til jafns svart og hvítt þegar kemur að skoðunum og siðferði, svo ekki sé talað um ef foreldrarnir rífast í gegn um börnin. Það er líka alveg sjálfsagt að barnið fái að umgangast hitt foreldrið reglulega, en hafa kjölfestu hjá öðru hvoru.

Ég hef nokkra reynslu af þessu þar sem foreldrar mínir skildu þegar ég var fjögurra ára og því miður áttu þau það til að misnota mig sem sendiboða rifrilda. Reyndar hafa báðir foreldrar mínir hlotið gott uppeldi og þeirra siðferði og skoðanir eru ekki mikið á skjön við það sem almennt þekkist í þjóðfélaginu og verða að teljast ,,eðlilegar" og þess vegna hlaut ég ekki mikinn skaða af . Það hlýtur að vera erfitt fyrir alla aðilana og þá sérstaklega barnið að standa í forræðisdeilu og ég er viss um að fólkið sem starfar hjá sýslumannsembættunum á ekki alltaf sjö dagana sæla og kæmi mér ekki á óvart að þessi mál tækju sinn toll af þeim líka. Við megum ekki gleyma einum málsaðilanum.

Mín atvik gerðust á þeim tímum sem sjálfsagt þótti að móðirin tæki barnið að sér og ég held að karl faðir minn hafi verið nokkuð sáttur við aðra hverja helgi að meðaltali. Hann má líka eiga það að hann skilað alltaf sínu hlutverki og ábyrgð og borgaði ávallt meðlagið og lét sitt ekki eftir liggja að ég, sonur hans, hlyti sómasamlegt uppeldi og er ég honum þakklátur fyrir það. Ég veit satt að segja ekki hvað hefði orðið um mig ef ég hefði heimsótt mömmu aðra hverja helgi, en það er önnur saga.

Ég þekki reyndar einn náunga sem fékk í sumar fullt forræði yfir dætrum sínum tveimur, vegna þess að dómnum þótti móðirinn ekki hæf. Það taldi ég sigur fyrir jafnréttið og ekki síst fyrir stelpurnar tvær, sem dýrka föður sinn og líður mjög vel hjá honum.

Jæja, fleiri að tjá sig...

1/11/04 02:00

Heiðglyrnir

Þakka þér hjartanlega fyrir þetta málefnanlega og góða innlegg í umræðuna. Málið er bara að: Ef að við ætlum að miða allt við að það fari á versta veg, sem reglu fekar en undatekningu, þá er bara betur heima setið með all vel flest.
.
Jafnrétti karla og kvenna til foræðis barna sinna, eru grundvallar mannréttindi.
.
Það er að sjáfsögðu meirihluti foreldra gott fólk í góðu lagi og við heyrum voðalega lítið um eða af því. Aftur hinar hávaðasömu undantektirnar, sem eru ekkert endilega algengar. Við heyrum bara svo mikið um þær.
.
Að barni sé betur borgið í lífinu ef foreldrar þess hafa ekki sameiginlegt forræði, eru harla léttvæg rök.
.
Auðvitað er hægt að skapa festu og öryggi þó að um sameiginlega forsjá sé að ræða, allir heilbrigðir foreldrar sjá það fljótt út hvernig er best að útfæra það þannig að barninu líði vel.
.
Ef að við skoðum stöðuna eins og hún blasir við okkur í dag, er þessum málum þá vel fyrir komið. Eru unglingavandamál (sem ég kýs nú reyndar að kalla foreldravandamál) á einhverju undanhaldi. Er ekki staðan bara orðin þannig í dag að ástæða er til að breyta örlítið til. Virkja ábyrgðarhlutverk föðursins örlítið meira. Erfitt er að sjá að ástandið myndi versna við það.
.
Sameiginlegt forræði mun að öllum líkindum draga úr hættunni að barnið verði notað sem kúgunartæki eða bitbein á annað foreldrið eða á milli þeirra. Því að það verður bara hreinlega ekki hægt. Þegar sú togstreyta er úr sögunni gerist það þá ekki bara sjálfkrafa að barnið fær að njóta sín sem einstaklingur, en týnist ekki í því hlutverki að vera þrætuepli miseigingjarnra foreldra.
.
Eitt af því sem fer mest í taugarnar á Riddaranum í mannlífinu í dag er þessi endalausi flótti allra frá ábyrgð. Allir kenna öllu öðru um en sjálfum sér. Þetta er sérstaklega áberandi í uppeldismálum, það er skólinn/kennaranir, það eru félagarnir, það er miðbærinn, það er hitt og þetta. En aldrei ég verð að breyta einhverju hjá mér, bæta, leysa.
.
Upphafið á þessum flótta frá ábyrgð í uppeldi telur Riddarinn byrja hvar, jú hjá sýslumanni. Þar sem annað foreldrið er hreinlega klippt út úr myndinni sem ábyrgðaraðila af uppeldismálum barna sinna.
.
Löggjafinn og konan leysir föðurinn undan allri ábyrgð og hvað svo, jú ef upp koma vandamál þá verður löggjafinn/þjóðfélagið bara að halda uppteknum hætti og taka þessa ábyrgð á sig.
.
Riddarinn hefur heyrt foreldri segja um 14 ára son sinn „Nei hann býr nú varla hérna lengur, já var hann að gera e-ð af sér, já hafðu bara samband við lögregluna, ég skipti mér ekkert af hans málum lengur." 14 ára og engin vill bera ábyrgð á honum. Hvað verður um svona ungling.
.
Jafnrétti karla og kvenna til foræðis barna sinna, eru grundvallar mannréttindi, FYRIR BARNIÐ..!..

1/11/04 02:01

Heiðglyrnir

Eitt vil ég minna á kæru jafnréttisfrömuðir. Þið eigið efir að eignast syni og jafnvel eigið syni, þeir eiga vonandi eftir að eignast börn. Vonandi eiga þeir ekki eftir að lenda í sambúðar slitum, en svo gæti farið.
.
Viljum við ekki að synir okkar hafi jafnan rétt til forræðis barna sinna.
.
Þetta snýst nefnilega ekki bara um okkur og okkar mistök. Þetta snýst miklu meira um getu okkar og vilja til að leiðrétta þetta forneskjulega og ómannúðlega óréttlæti. Ef ekki fyrir okkur þá fyri syni okkar og syni þeirra.
.
Jafnrétti má ekki bara vera orð sem þýðir ekki neitt nema það sem hentar hverju sinni. Jafnrétti verður að vera LÍFSSTÍLL sem gengur eins og rauður þráður í gegnum líf okkar frá vöggu til grafar.
.
JAFNRÉTTI ER LÍFSSTÍLL.

1/11/04 02:02

Jóakim Aðalönd

Það eru orð að sönnu. Það er líka slæmt til þess að vita að heyra af 14 ára unglingi sem enginn vill bera ábyrgð á. Það er slæmt mál.

1/11/04 02:02

Heiðglyrnir

Já herra Jóakim, það eru kuldalegar framtíðahorfur fyrir ungling, þegar forráðamenn hans setji punktin yfir vandamál í uppeldi, með að snúa baki við honum og hreinlega gefast upp.
.
Ekki hefur svo mikið sem ein kvennkyns vera komið hér inn og reynt að halda uppi vörnum fyrir núverandi kerfi. Riddarinn óttast að það hafi lítið með óánægju þeirra með núverandi kerfi að gera.
.
En það að þær treysti sér ekki til að halda uppi vörnum fyrir það, þýðir bara eitt. þær geta ekki varið þetta óréttlæti, þær átta sig á að þetta er sanngjörn jafnréttiskrafa.
.
Tökum okkur öll saman um að berjast fyrir þessu jafnréttirmáli. Fyrir syni okkar og syni þeirra.
.
Jafnrétti karla og kvenna til forræðis barna sinna eru grundvallar mannréttindi. FYRIR BÖRNIN, FYRIR FORELDRA, FYRIR ÞJÓÐFÉLAGIÐ.
.
JAFNRÉTTI ER LÍFSSTÍLL.

1/11/04 03:00

Ísdrottningin

Þau tilfelli eru líka til að foreldri hafi gengið sér til húðar við að reyna að koma börnum til manns sem ekki ganga heil til skógar. Foreldri sem hafa gengið á milli Pontíusar Pílatusar og Heródesar til að fá þá aðstoð sem að þau hafa svo bráðnauðsynlega þurft á að halda og ekki fengið. Ég þekki meira að segja tilfelli þar sem foreldri þurfti að láta frá sér erfiðan ungling til að geta sinnt öðrum börnum sínum og koma þeim til manns. Þeirra barátta hefur verið afar erfið og full af fordómum frá sem ekki þekkja til.
*Maður skildi alltaf ganga um stund í skóm þess sem ætlað er að leggja dóm á*

Heiðglyrnir:
  • Fæðing hér: 19/11/04 19:46
  • Síðast á ferli: 1/12/23 10:38
  • Innlegg: 451
Eðli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Fræðasvið:
Hugmyndaflug-maður og ímyndunarafl-raunamaður. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Æviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefið nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá þeim degi nafnbótina og nafnið SIR. Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi. Þar af leiðandi, eftir öllum reglum í hinum þekkta heimi er hann aðalsmaður (þó ekki grænn). Riddarinn hefur ekki farið varhluta af flökkueðli riddara, hefur farið sínar eigin krossferðir, búið meira og minna um allt Ísland og víða erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og farið víða um lönd og strönd.