— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiðglyrnir
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 9/12/04
Ýsu-krepenettur / Leyni-fjölskyldu/uppskrift frá Ýsufirði

Hollur og góður matur. Leyni-fjölskyldu-uppskrift frá Ýsufirði. Réttur sem nánast allir elska krakkar og fullorðnir. Auðvelt og fljótlegt að búa til. Gaman er að fá alla til að vera með.

Innkaupaferðinn:
.
(Sjálfur er Riddarinn með bráða ofnæmi fyrir Bónus en mælir með Nóatúni og hverfis fiskbúðinni ykkar fyrir ýsuna.)
.
1 kg. roðflett ýsuflök
2. grænar og 2. rauðar paprikkur
3. stórir laukar (hvítur)
6. egg
Mjólk.
Hveiti
Hvítur Pipar, Salt og kraftur(kjöt, fisk eða grænmetis)
.
.
Eldhúsið:
Ef ýsan, hefur verið keypt, frosin er gott að setja hana í kalt vatn til afþýðingar, og sinna öðru um stund.
.
1. Finna sér til gott ílát, t.d. stóran pott, sleif og góðan skuðarhníf, (til gamans má benda fólki á að gömlu brauðhnífarnir(sagirnar) eru fyrirtaks grænmetisskurðarhnífar)
.
2. Byrja síðan á að skera tvo af laukunum góðu. Og skera gróft af eldmóð og ástríðufullt, setja síðan grófskorinn laukinn í pottinn.
.
3.Paprikan er einnig skorin gróft af ástríðu og sett með lauknum í pottinn.
.
4. Fiskurinn er allur skorinn í litla bita(súputeningsstærð) og settur í pottinn.
.
5. skvetta af mjólk og eggin sex sett í pottinn góða. Hrært í með sleifinni og þykkt með að sáldra hveiti yfir, þar til er aðeins þykkara en t.d. vöfludeig.
Salt, Hvítur Pipar og matskeið af góðum krafti(kjöt, fisk eða grænmetis)
.
6. Nú skellum við pönnu á helluna og grænmetisolíu á pönnuna, byrjum á hæðsta hita og lækkum okkur síðan, eftir hendini, til að ná steikingu í gegn.
.
7. Ausum afurðinni á pönnuna í hringlóttar kökur; steikjum þar til er gullinbrúnt og setjum síðan til hliðar í eldfast mót, höldum áfram að steikja þar til allt er búið. þá er komin myndalegur hlaði á eldfastamótið, stingum því inn í ofn á 150gr. meða við gerum sósuna.
.
.
Sósa
1 stór laukur
tómatsósa
hvítur pipar og salt, kjötkraftur.
Ef til er cammenbert ost biti í kofanum
þá er það alveg humar.
.
sósa: Grófskorinn síðasti laukurinn er léttsteiktur í blöndu af olíu og smjörva. Cammenbert ost bita, tómatsósu, mjólk og kryddi bætt í og tilbúið.
.
Má þykkja eftir smekk með maizenamjöli. Hægt er að gera þessa sósu nánast alveg eins, nema nota sinnep eða karrý í stað tómatsósu. Einnig má nota kaffirjóma í staðin fyrir mjólk, þannig næst góð þykkt strax í sósuna.
.
Með þessum rétti er gott að bera fram hrísgrjón og salat, jafnvel hrásalat, hugsanlega rúgbrauð m/smjörva. Matvöndu krökkunum getur fundist gaman að fá þennan rétt í hamborgarabrauði (fiskborgara).
.
Réttur sem lætur lítið yfir sér en er veislumatur. Góður heitur, heldur sér vel í bið/hita og er líka sælgæti kaldur.

Verði ykkur að góðu.

Töfra Stundir

   (95 af 120)  
3/12/04 20:01

Kaktuz

Ég vil ekki sjá svona sóða kjaft hérna á Gestapó aftur.

3/12/04 20:01

Enter

Kaktuz minn, þó þú sért með spörfiskaofnæmi þá þýðir það ekki að aðrir geti ekki haft gagn af þessari uppskrift.

3/12/04 20:01

Heiðglyrnir

Þetta er bara í allra fyrsta skipti sem Riddarinn fær ritstjórn í félagsrita-heimsókn (kallar inn í eldhús steikja fleiri krebenettur, það eru komnir gestir). Jæja strákar, runnuð þið á matarlyktina. Þið verðið ekki sviknir af þessum bita. Verði ykkur að góðu.

3/12/04 20:02

Jóakim Aðalönd

Það eru sjaldséðir hvítir hrafnar.

3/12/04 20:02

Kaktuz

Hrafninn er einmitt hrææta rétt eins og ýsan og rottan.

3/12/04 20:02

Heiðglyrnir

Þorskfiskar
.
Ýsa
.
Ýsan er botnlægur fiskur sem heldur sig mest á grunnsævi. Fæða ýsunnar er mest ýmsir hryggleysingjar, bæði skeljar og ormar ýmiskonar sem hún finnur á mjúkum botni. Eins og svo margar aðrar tegundir þá er ýsan algengust í hlýja sjónum sunnan og vestan-lands Ýsa lifir einnig á grunnsævi beggja vegna atlantshafs.Hún verður mest rúmur metri á lengd en meðallengd veiddrar ýsu er um 60 cm. Ýsan er mjög vinsæll matfiskur en ýsuafli landsmanna hefur verið mjög misjafn milli ára en er nú yfirleitt nálægt 50.000. tonnum.
*************************************************************
Flest öll sjávardýr, leggja sér að einhverju marki hræ til munns, enda það hluti af okkar vistkerfi og hringrás lífsins.
Það gerir okkur t.d. kleyft að veiða fisk með beitu.

3/12/04 20:02

Kaktuz

Kannast einhver hér við hljómsveitina Roðlaust og Beinlaust ?

3/12/04 21:00

kolfinnur Kvaran

Hafðu þökk fyrir þessa uppskrift, hún mun verða sannreynd eftir fáeina daga.

3/12/04 21:00

Hermir

Ef við værum hirðingjar í eyðimörk/savanna, ætli við myndum nokkuð éta híenur eða hrægamma? Nóg er af öðru betra fæði.

3/12/04 21:00

Lómagnúpur

Ég rugla alltaf saman krebenettum og kastaníettum. Ætli það geri nokkuð til? En ætli megi skipta út ýsunni fyrir t.d. karfa, ufsa eða þorsk? Eða kolmunna? Ég vildi að það fengist kolmunni hér í búðum eins og við veiðum nú botnlaust af honum.

3/12/04 21:01

Heiðglyrnir

Lómagnúpur minn, það má nota hvaða fisk sem er í blessaðar krebenetturnar, hef sjálfur notað þorsk og steinbít fyrir utan ýsuna. Þá er rétturinn einnig mjög
góður með kjúklingi, svínakjöti og nautahakki. (Ef notað er kjöt í krebenetturnar, verður að forsteikja það, áður en því er blandað saman við annað hráefni. ).
.
Leiðilegt er engu að síður þetta óorð sem blessuð ýsan hefur fengið á sig, sem með seinni tíma rannsóknum hefur komið í ljós að á ekki við nein rök að styðjast.
.
Hvort hún sé besti matfiskurinn, skal alveg látið ósagt, enda er það að sjálfsögðu smekksatriði.

3/12/04 21:01

Sundlaugur Vatne

Já, það er ekki laust við að maður fái vatn í munninn. Þetta er nefnilega, eins og Heiðglyrnir segir réttilega, leyniuppskrift að föstudagsfiskrétti okkar Ýsfirðinga. Hún móðir mín blessunin eldaði oft fisk eftir þessari uppskrift og átti þá einnig til að nota karfa, ufsa eða þorsk ( sem var nú uppáhaldið okkar bræðranna).
Nú er þessi uppskrift ekki lengur leynileg, en það er bara vel að sem flestir njóti ýsfirzkrar matreiðslu. Við bræðurnir höfum oft velt því fyrir okkur hvort ekki megi opna ýsfirzkt veitingahús hér í höfuðborginni.
Hafi riddarinn göfugi Heiðglyrnir þökk fyrir að deila með okkur þessari fornu uppskrift og megum við gleðjast yfir því að enn séu á ferðinni þeir áhugamenn um þjóðhætti sem hafa fyrir því að safna upplýsinum um mataræði og verklag hinna ýmsu byggða landsins (s.s. Ýsufjarðar) og miðla þeirri þekkingu sinni til okkar hinna.

3/12/04 21:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Heiðglyrnir - þú verður seint sakaður um félagsritunarefnistakafábreytni !
Uppskriftin er afar (g)læsileg, & virðist uppfylla helztu kröfur um manneldissjónarmið án þess þó að bera á nokkurn hátt vitni um óþarfa hollustufanatík.
Ennfremur lítur framkvæmdahlið eldamennskunnar ekki út fyrir að vera ofvaxin skilningi eldhússskussa á borð við mig - & sérlega góð er ábendingin um að nota brauðskurðarhníf á grænmetið, það þykir mér einmitt mun betra & öruggara en að rembast við að saxa það með e.k. speshönnuðu flugbeittu grænmetissverði.
Við þetta hef ég svo engu að bæta, nema ef vera skyldi sveppum, sem mér þykja ákjósanleg viðbót við flesta matargerð.

Lómagnúpur - kastaníettur munu vera slagverkshljóðfæri, mikið notað í spænskri söng- & danstónlist. Ekki heppilegar til matargerðar, hvað þá krebenettur við músíkiðkun. Þó má vel hugsa sér að hlýða á slíka tónlist meðan á matreiðslu ellegar borðhaldi stendur.

3/12/04 21:01

Hakuchi

Ég vil taka undir með Kaktuzi varðandi óbeit á þessari meinsemdarskepnu sem fjandans ýsan er. Maður var kvalinn nóg í æsku með soðinni ýsu og öðrum viðbjóði af því taginu.

3/12/04 21:01

Heiðglyrnir

Ýsan er ágætis hráefni, en auðvitað skiptir höfuðmáli, með hana eins og allt annað hráefni, hverning hún er meðhönduð og matreidd. Það sjávarfang sem fellur best að smekk Riddarans í þessari röð er Humar, skötuselur, rækja, túnfiskur, steinbítur, þorskur, Ýsa, fersk tindabykkja(skata), (koli, karfi, lúða, ufsi ) og úr ám og vötnum bleikjan(silungur) og lax helst bara grafinn eða reyktann.

Heiðglyrnir:
  • Fæðing hér: 19/11/04 19:46
  • Síðast á ferli: 1/12/23 10:38
  • Innlegg: 451
Eðli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Fræðasvið:
Hugmyndaflug-maður og ímyndunarafl-raunamaður. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Æviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefið nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá þeim degi nafnbótina og nafnið SIR. Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi. Þar af leiðandi, eftir öllum reglum í hinum þekkta heimi er hann aðalsmaður (þó ekki grænn). Riddarinn hefur ekki farið varhluta af flökkueðli riddara, hefur farið sínar eigin krossferðir, búið meira og minna um allt Ísland og víða erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og farið víða um lönd og strönd.