— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiðglyrnir
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 3/12/04
Eru Lýs á öðrum laufum

Hannesað og endurritað úr fundagerðabók Baggalúsa.

Fundur hjá vísindaakademiu blaðlúsa" BAGGALÝS" á grein nr. 6 laufblaði 820 frá stofni Silfurreynis í Stjörnugróf.

Frummælandi er Skabbalúsin;
Ég hef það á tilfinningunni að það séu lýs á öðrum laufum og að þær hafi yfir tækni að ráða til að kíkja í heimsókn til okkar... samt held ég að þeim langi nú ekkert mikið að hitta okkur...

Sem er svarað af jodalúsinni já, af hverju ættu háþróaðar lúsaverur, sem lifa í friði á sínum laufum að koma á okkar laufblað þar sem eina sem við gerum er að drepa hvora annað?.
Því er svarað af TinTinlúsinni: Spurðu ei um lýs á öðrum laufum, fyrr en

þú hefur fullvissað þig um að einnig séu lýs á þessu laufi.
Sendur var hið bráðasta út leitaflokkur til að kanna hvort svo væri ekki örugglega þ.e. lýs á okkar laufblaði.

þá tók til máls Frellalúsin; Ég hef spjallað aðeins við þær og þær segjast alveg vera til í að hitta svona háþróaðar lýs eins og Baggalýs eru, hinsvegar er restin af lúserunum sem fælir frá.

þá kom Órækjulúsin og óskaði eftir svörum fundarins við eftirfarandi. Má þá búast við að lúsaverurnar komi á næstu árshátíð, þegar og ef hún verður haldin?.

Og það er önnur spurning og það er Vladlúsin sem spyr: Getur einhver frætt oss um hve margar lúsaverur voru á síðustu árshátíð ? Sér samsæri í hverju horni en ákveður svo að lesa Rare leaf við fyrsta tækifæri.

Hlakkar þá í frellalúsinni og hún svarar.: Já en geri það ekki. Bundinn þagnareið.

Djókdollulúsin vill koma á framfæri hvor það gæti ekki haft ákveðið skemmtanagildi fyrir lúsaverur af öðrum laufum að koma til laufsins okkar þ.e. af sömu ástæðu og við förum í bíó Stekkur hæð sína.

Þá var komið að Vofflúsinni sem vildi svara hinni margræðu framsögu TINTINlúsarinnar og hún hafði þetta um málið að segja: Já það ætti kannski eftir að koma upp úr dúrnum að kannski er engar lýs á laufinu. Kannski erum við jafn "lifandi" og greinar, vatn eða lofttegundir. Eru lýs kannski bara ímyndun ein, eitthvað sem við höldum að sé til. Hvernig skilgreinum við lýs? Með spurningunni um vitsmuni? Geta lýs talist lifandi ef þær eru meðvitaðar um eigin tilvist? Eða skilgreinum við lýs með dauðanum? Er allt það lifandi sem getur dáið? Og hvað er dauðinn svo sem? Frumuendurnýjun hættir. Bruni hættir. Ljóstillífun hættir. Er það eitthvað öðruvísi en það þegar vatn frýs eða steinar brotna niður og verða að sandi?

Nú stekkur fram Limbrulúsin og æpir upp Já nú eru sko lýs í tuskunum! Haleluja.

Hákonlúsin.: Ég veit að það var ein lúsavera af öðru laufi sem sat við borðið úti í horni og sagði mig hafa ráð undir hverjum fæti.

Frummælandin Skabbalúsin tekur til máls: Þetta er náttúrulega allt spurning um skilgreiningar, við skilgreinum okkur sem lifandi, en hver segir að aðrar „lúsa“-verur skilgreini ekki lýs öðruvísi...Eru ekki lýs skilgreindar á þessu laufi sem þær verur sem hafa skipulögð og flókin efnaskipti, æxlast og þróast?

Prófetalúsin hefur þessu við að bæta: Mér sýnist nú á öllu að ekki þurfi að uppfylla öll þessi skilyrði til þess að teljast lús. Herbert Guðmundsson uppfyllir til dæmis mér vitanlega ekkert af þessum skilyrðum, en hann hefur jú löngum verið talinn lús á þessu laufi (öðrum lúsum á laufinu til mikillar skammar), og til þess hefði ég haldið að hann þyrfti að vera lús. Ef til vill er eitthvað sem mér hefur yfirsést, ef svo er má einhver endilega benda mér á villu mína. hellir viskíi í glas og sýpur áá Skál!. Prófetalúsinni er klappað lof í lófa fyrir þessi stórmerkilegu sannindi, orð í tíma töluð.

Nafnalúsin. hefur við árshátíðarumræðu þessu að bæta.: Ég man bara að þú varst orðinn ansi „speisaður“ þarna í teitinu þannig að ekki er ólíklegt að þú hafir rekist á lúsaveru af öðru laufi.

ZoBerglúsin skýtur fimlega inní: Nei, af hverju ætti svo sem einhver að vilja hitta ikkur Hlær í laumi.

Eyjalúsin svarar af bragði.: Háþróaðar lýs af öðrum laufum líta á okkur sem "heimska kláðamaura", við verðum að fara í stríð (faraldur).

Hróalúsin reynir að lyfta umræðunni að hærra plan.: Svona í alvöru þá trúi ég því að það er stærðfræðilega ómögulegt að ekki leynist lýs annars staðar.

Hakulúsin reynir að viðhalda alvöru umræðunar.: Varla séns á öðru. Að halda því fram að ekki sé lýs annars staðar er eins fáránlegt og að halda því fram að laufið sé ferkanntað. Hvort það þýði að lúsaverur af öðrum laufum séu á kreiki í bakgarðinum hjá lúsum er hins vegar allt annað mál.

Hróalúsin með afar mikilvægan punkt í umræðuna.: Einmitt, ég er ekki einu sinni með bakgarð lítur í kringum sig

Vladlúsin leggur til málanna.: Líklegt þykir oss að þetta muni nærri sanni, hinsvegar eru vitsmunalýs allt annað mál og eigi ólíklegt að þær séu afar sjaldgæfar. Má þar t.d. hafa í huga að lýs skriðu um laufið eigi mjög löngu eftir að það myndaðist en vitsmunalýs hinsvegar eigi fyrr en 4.5 milljörðum ára síðar.

Hróalúsin er sammála Vladlúsinni en bætir við: En ef eitthverjar vitsmunalýs er þarna í fjarska, þá er einnig líklegt að það er í svo miklum fjarska að við munum aldrei komast að því.

Zoberglúsin kemur með löngu tímabært innskot:Það er vel hægt að vera í netsambandi þrátt firir mikinn fjarska. og

Hróalúsin svarar: Það væri nokkuð spes að eiga MSN-lúsaveru á öðru laufi

Þarfalúsin lætur frá sér svohljóðandi.: Sérstaklega þar sem lús þyrfti líklega að bíða frekar lengi eftir svari. Ekki gott fyrir hina skammsefjunarfíknu nútímalús.

Hróalúsin svarar: Kannski er best að drífa sig að finna upp "hypercast"

Wonkolúsin kemur með óendanlega fróðlegt innskot.: Það hefur verið sannað að það eru engin byggð lauf í alheiminum.
Ef við grípum hér niður í hina merku bók The Hitchhiker's Guide to the treeworld:
Alheimurinn.
Stærð: Óendanleg
lúsafjöldi: enginn.
Þar er vitað að alheimurinn samanstendur af óendanlegum fjölda laufa, einfaldlega vegna þess að þau hafa óendanlega mikið pláss til að vera í. Hins vegar eru þau ekki ekki öll byggð og því hlýtur fjöldi byggðra laufa að vera ákveðin tala. Þar sem ákveðin tala deild með óendanleikanum er óendanlega nálægt því að vera núll getur ekki verið um lýs í alheiminum ræða. Þær lýs sem þú hittir annað slagið eru því aðeins hugarfóstur þitt.

Frummælandin Skabbalúsin spyr í framhaldi af þessu óendanlega fróðleik: Þá vitum við það, ætli ég sé þá hugarfóstur þitt eða ert þú hugarfóstur mitt eða erum við hugarfósturs einhvers annars?

Vladlúsin skýtur inn:Líklega erum vér eigi til sbr. http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=1440 (einn af uppáhaldsþráðum vorum hér)

Niðurstaða: Von, er um að leynist vitsmunalíf á öðrum laufum en engin vissa, Herbert Guðmundsson uppfyllir ekki einu sinni skilyrði til að vera lús, gæti verið lúsavera, ef að hann er þá yfirleitt bara til sem væri frábært.

TöfraStundir

   (117 af 120)  
2/11/03 01:01

Rasspabbi

Hvaða helvítis langloka er þetta?

2/11/03 01:01

EyjaSkjeggur

Til hamigju með ekki neitt.

2/11/03 01:01

Heiðglyrnir

Reyndu nú að kippa höfðinu út úr rassgatinu á þér og skrifa uppbyggilega gagnrýni sem tekur mið af því efni sem verið er að fjalla um hverju sinni, hey hér er hugmynd reyndu að skrifa, bara, einn pistil sjálfur. Eða eru kannski lesblindur og hræðist langa og stutta texta, svona "Verkurírassi" eins og þú ert er að drepa niður áhuga fólks á að koma frá sér sínu efni, það er ámælisvert, þessi pistill er annars ekkert merkilegur heldur bara grín og glens, "Bítur sjálfan sig í tunguna og hugsar hvað ertu að rífast öll gagnrýni á rétt á sér"
úbbs Takk fyrir þessa gagnrýni

2/11/03 01:01

Skabbi skrumari

Þetta er nú bara lúmskt skemmtilegt, mættir hafa fleiri greinarskil, vanda málfar og stafsetningu og fá þér mynd, annars bara fjandi fyndið...
Skabbalúsin

2/11/03 01:01

Heiðglyrnir

Skabbi minn það er nú ekki mikið þarna mitt málfar eða stafsetning. þakka jákvæða gagnrýni.

Heiðglyrnir:
  • Fæðing hér: 19/11/04 19:46
  • Síðast á ferli: 1/12/23 10:38
  • Innlegg: 451
Eðli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Fræðasvið:
Hugmyndaflug-maður og ímyndunarafl-raunamaður. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Æviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefið nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá þeim degi nafnbótina og nafnið SIR. Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi. Þar af leiðandi, eftir öllum reglum í hinum þekkta heimi er hann aðalsmaður (þó ekki grænn). Riddarinn hefur ekki farið varhluta af flökkueðli riddara, hefur farið sínar eigin krossferðir, búið meira og minna um allt Ísland og víða erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og farið víða um lönd og strönd.