— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiðglyrnir
Fastagestur og  sagnaþulur.
Saga - 1/11/05
Bjólfur frá Kviðu I

.<br /> .<br /> Í tilefni af því að vera orðin sagnaþulur og eiga tveggja ára rafmæli, hendi ég þessu uppkasti hérna inn. Vinsamlegast takið viljan fyrir verkið og athugið að þetta er alls ekki fullunnið. Eingöngu til gamans gert, svolítið langt. Vona að það komi ekki að sök og einhverjir hafi gaman af. <br /> .<br /> Vinnuheiti verks: Gluggi til fortíðar.

.
.


.
.
Bjólfur hjet maður og var hann kenndur við Kviðu. Kviða var reisulegt og gjöfult stórbýli við norðvestur-strönd landsins. Þar var vegalengdin frá fjallsrótum að fjöruborði farin á hálfum degi. Góðar voru gæftir Kviðu og fjörureki svo mikill að sveitungum Bjólfs varð oft að orði „ Að ekki yrði Bjólfi skotaskuld að byggja nýja hlöðu ársfjórðungslega úr öllum þeim öndvegis rekavið”. Sjósókn var frá Kviðu enda vogur þar sem myndaði náttúrulega höfn.
.
Bjólfur hirti sína fjöru sem og haga vel, hjelst vel á öllum skepnum og var hagur svo eftir var tekið bæði til hugar og handa. Rolluskjátur hjelt hann vel um annað hundraðið og nautgripi hálft á annan tuginn, þar af tíu kýr mjólkandi. Hænur voru um hundraðið, tveir hundar en flestir höfðu misst tölu á kattardýrunum sem voru nánast í hverju horni, hvert sem litið var.
.
Hestum hafði Bjólfur mikið dálæti á og var víðförull hestamaður. Hann var þokkalega hagmæltur og kvað um hófana sína þegar vel lá á honum og til hversdagsbrigða hafði þá pitlan oft farið nokkra hringi.
.
Sex hef tugi hófa í haga
Hver um annast betur
Gang ef stólpar stór ei laga
Stóðið sel í vetur
.
Þetta þótti sveitungum hans sjerlega skoplegt, fyrir þær sakir að Bjólfur ljet aldrei frá sjer hófadýr og bar mikla virðinu og ást til hesta sinna, sem og annara dýra.
.
Kvonfang Bjólfs kom langt að, því ekki var örgrannt um að hann hafi sjeð fyrstu hendi þær afleiðingar, sem of mikil skyldleika-ræktun getur haft bæði á fólk og fjenað.
-
-
Fyrir um tuttugu og fjórum vetrum síðan hafði Bjólfur lagt í för eina mikla til Vestfjarða og haft þar sumardvöl, hann fór á milli bæja og vann sem kaupamaður við heyskap og annað það er til fjell.
.
Dag einn í ágúst við slátt að áliðnum slætti, á bæ einum er bar nafnið Ytra-Gil, sá hann Þórkötlu fyrsta sinni. Þar sem hún var að skipta um brotna tinda í hrífugarmi, með litlu en sterklegu og sólbrúnu höndunum sínum. Hún var smágerð, ljós yfirlitum með slegið ljóst hárið niður á mitt bak, grönn en þó liðlega vaxin og limafögur. Hnitmiðuð var hún til allra verka og vannst vel undan henni fyrir gott skipulag og verksvit. Það var ekki óðagotið á henni þórkötlu heldur ríkti í kringum hana friðsæld og góður andi, þá var hún hláturmild svo eftir var tekið.
.
Já hún Þórkatla með útliti sínu, góðvild, „því ekkert mátti hún aumt sjá” og fasi öllu fangaði hjarta Bjólfs alveg frá þeirra fyrstu kynnum.
.
Bjólfi var þannig lýst að hann væri skarpleitur, dökkur yfirlitum, svo dökkur að hann var nánast með svört augu og háralit, ( þetta má sennilega rekja til frönsku kaupskipanna sem á þessum árum komu mikið hjer við land) liðlega meðalmaður á hæð, fríður sýnum og fagurlimaður. Bjólfur hjelt og bar klæði sín vel og var upplitsdjarfur við alla menn.
.
Þegar síðustu hey voru komin í hús voru haldin töðugjöld. Þá var öllu því besta á býlinu tjaldað til og pitlan látin ganga nokkra hringi. Bjólfur bað Þórkötlu þetta kvöld að verða konan sín. Hún hafði haft augastað á þessum dularfulla dökka unga manni um sumarið og samþykkti ráðhaginn, svo fremi að foreldrar hennar gengust við honum. Ekki stóð á því enda Bjólfur lipur til samninga og hvers manns hugljúfi. Ekki skemmdi fyrir samningum að hann þrátt fyrir ungan aldur, var efnilegur bóndi á gæftabýlinu Kviðu.
.
Trúlofun unga parsins var handsöluð og ákveðið að lýsa með þeim í kirkjunni að Skrúði, næsta sunnudag og næstu tvo á eftir og efna síðan til hjónavígslu þann fjórða.
.
Eftir hjónavígsluna og vel heppnuð veisluhöld. Var búist til heimferðar að Kviðu og bjuggu menn sig vel, því löng var leiðin og erfið yfirferðar. Um miðjan nóvember var tekið af hestunum á hlaði Kviðu.
Mikið var um að vera í kjölfarið hjá ungu hjónakornunum, hann verið lengi frá og hún þurfti að setja sig inn í ný húsakynni, umhverfi og stöðu sem húsfreyjan á Kviðu.
.
Upphaf sambands þeirra hjóna einkenndist af gagnkvæmri virðingu, sem þroskaðist í sanna væntumþyggju og tókust eftir það alla þeirra tíð, ástir með þeim góðar.
-
-
Bjólfi og Þórkötlu hafði þegar hjer er komið sögu orðið fimm barna auðið en af þeim komust þrjú á legg. Hin fæddust pasturslítil og dóu bæði stuttu eftir fæðingu. Þau sem eftir lifðu voru augasteinar foreldra sinna og þóttu all gjörvileg. Þá var sem þeim væri öllum gefin gæfa og góður vilji til allra lifandi vera.
.
Elstur var Bjólfur yngri, kallaður Bjóla hann var 20 vetra, heljarmenni að burðum svo um var talað í sveitinni og nágrannabygðalögum. Það var sagt um hann „Að hann væri nokkrum álnum nær guði en flesir aðrir menn og næði nánast frá austri til vesturs”. Þar sem hann var bæði hávaxinn og herðabreiður eftir því, Bjóla hafði annars útlitið frá föður sínum, skarpleitur og dökkur á brún og brá.
.
Ekki var Bjóla mikið fyrir bóklestur, þó hafði hann lesið allt sem hann gat náð í um Hlíðarenda ábúandan Gunnar Hámundason, sem átti áðdáun unga mannsin öðrum fremur. Til gamans má geta þess honum varð oft að orði þegar á móti bljes „Thja hvað hefði nú Gunnar á Hlíðarenda gert núna”
.
Næstur í röðinni var Mörður 17 vetra, hann var allur smágerðari, meðalmaður vexti og líkari móður sinni. Ljós yfirlitum grá og snareygður. Þó hann hefði lítið í bróðir sinn að gera hvað varðaði afl, þá var hann sterkur vel og algjörlega þyndarlaus á göngu eða hlaupum. Skýrði það sjálfur á þann veg „að hann, sem hrekkalómur hinn mesti, ætti fótum sínum fjör að launa í þessari fjölskyldu heljarmenna”.
.
Mörður var fljótur til á fleiri sviðum, hann var undrabarn þegar kom að lestri, reikningi og öllu því sem hann hafði komist í að læra. Hann var orðin fluglæs um fjögura vetra og ef ekki var bók eða annað lesefni á svipuðum slóðum og Mörður eftir það. Þá var drengurinn einfaldlega mikið lasinn. Frægar eru um sveitina sögur af því þegar Mörður þá tólf vetra, leiðrjetti latínu innskot í stólræðu prestsins sjera Sigvalda. Stóð upp fyrir fullri kirkju og gerði athugasemd við latínubeyingar sjera Sigvalda og það á latínu. Sjera Sigvaldi hefði getað tekið þetta illa upp, en þar sem hann var bæði vænn og velviljaður maður. Opnaði hann þess í stað allar sínar bókahillur og hirzlur fyrir Merði; og urðu þeir hinir mestu mátar upp frá þessu.
.
Yngst þeirra systkinna var Kolfinna 15 vetra. Kolfinna var svo blönduð af útlitseinkennum foreldra sinna að ekki var gott að sjá hvar eitt endaði og hitt byrjaði. Blöndun þessi var þó óvenju farsæl og er óhætt að segja um Kolfinnu að hún hafi verið forkunar fögur ung stúlka, með sitt kolsvarta hár, ljós á hörund og heiðblá augu sem í ljósaskiptunum tóku á sig allt að því fjólubláan lit.
.
Kolfinna var eftirlæti allra, allt hennar fas og umgengni var á þann veg að allir vildu gera henni til hæfis. Að hún skyldi ekki spillast af þessu og verða óalandi og óferjandi, sýnir hvað hún var óvenju vel saman sett, laus við tildur, tál og annan þann hjegóma sem oft vill verða ofan á, hjá þeim sem legga upp með minni persónuleika.
.
Kolfinna var viljug til verka sem náms og kenndi Mörður bróðir hennar, henni á þann veg að hún 15 vetra var með betur menntuðu konum sveitarinnar, ef ekki landfjóðungsins. Hún las sjer til gagns og gamans og hjelt gríðamikla dagbók sem hún skrifaði í daglega nokkrar síður. Oftar en einu sinni hafði hún sett niður deilumál bæði heima og að heiman með dagbókinni sinni. Annað eins dagsett heimildasafn um Kviðu og nærsveitir var vandfundið. Þá var hún drátthög vel og hafði gaman af að draga til skrautstafa eða mynda sér og öðrum til ánægju.
.
.
Í næsta kafla. (Sjáum til)
.
Annað fólk sem býr á bænum, kynlegir kvistir sem og aðrir.
.
Bjóla lítur á Mörð bróður sinn og segir „ Thja hvað hefði nú Gunnar á Hlíðarenda gert núna”..Thja svarar Mörður að bragði, ætli hann hefði ekki bara kýlt kerlinguna aftur og haft af henni bogastrenginn með góðu eða illu. Síðan litu þeir á hvorn annan og fóru að hlæja og enduðu báðir á grasbalanum örmagna úr hlátri.
.
.
.
.
.
.
Töfra Stundir.

   (33 af 120)  
1/11/05 19:01

Offari

Er þetta upphafið á nýjustu bók þinni?
Ég bíð spenntur eftir næstu köflum.

1/11/05 19:01

Heiðglyrnir

Vá hvað þú ert fljótur að lesa Offari minn...hmmm....Lastu þetta ekki annars?..hahaahahaa

1/11/05 19:01

Billi bilaði

Ég las þetta, og stökk hæð mína í fullum herklæðum.
Skál.

1/11/05 19:01

Regína

Langur texti sem maður les frá upphafi til enda er góður.

1/11/05 19:01

Offari

Jú Riddari ég les allt hér og er farinn að ímynda mér hvert framhaldið verður og því vill ég vita hvernig sagan endar.
Það var bara einn aðilli sem ég eyddi ekki tíma í að lesa hér.

1/11/05 19:01

Ziyi Zhang

hver er sögutíminn? Já ég stekk annars hæð mína í herklæðum líka.

1/11/05 19:01

Amma-Kúreki

Til lukku með daginn höfðingi
er frekar þunn í dag , les söguna seinna
Kveðja og knús Amma K

1/11/05 19:01

Nornin

Fín lesning. Þú ert góður penni Heiðglyrnir minn, ekki láta staðar numið hér. Hlakka til að lesa sögulok síðar meir.

1/11/05 19:01

Heiðglyrnir

Nánari tímasetningar koma í næsta kafla...

1/11/05 19:01

Þarfagreinir

Ég las þetta allt og hafði gaman af. Einstaklega þjóðlegur stíll.

1/11/05 19:01

Heiðglyrnir

Þið eruð svo góð, þakka ykkur. [ljómar eins og 200 kerta pera]

1/11/05 19:01

Ziyi Zhang

Nafngiftin minnir eilítið á Bjólfskviðu.

1/11/05 19:01

krumpa

Til hamingju með nafnbótina - og afmælið !

1/11/05 19:01

B. Ewing

Flott saga. Ég verð samt að lesa aftur. [Les aftur og ljómar enn meira]

1/11/05 19:02

Heiðglyrnir

Bjólfskviðu jammm..það var svona felu skýrskotun eða orðaleikur í nafngiftum, tengist þeirri sögu/kviðu samt ekki neitt..

Heiðglyrnir:
  • Fæðing hér: 19/11/04 19:46
  • Síðast á ferli: 1/12/23 10:38
  • Innlegg: 451
Eðli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Fræðasvið:
Hugmyndaflug-maður og ímyndunarafl-raunamaður. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Æviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefið nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá þeim degi nafnbótina og nafnið SIR. Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi. Þar af leiðandi, eftir öllum reglum í hinum þekkta heimi er hann aðalsmaður (þó ekki grænn). Riddarinn hefur ekki farið varhluta af flökkueðli riddara, hefur farið sínar eigin krossferðir, búið meira og minna um allt Ísland og víða erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og farið víða um lönd og strönd.