— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiðglyrnir
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 3/12/04
Rekstur Kvikmyndahúsa á Íslandi

Eftir að hafa lesið fína grein Plebbans um "Bíó" og þau svör og undirtektir sem sú grein hlaut. Getur Riddarinn vart orða bundist. Því lítið kemur fram af staðreyndum í þessum svörum, og virðist vera mikil vanþekking á þeim samverkandi þáttum sem hér eiga hlut að máli.

.
Fyrir um það bil 15 árum átti sér stað mikil vakning í öllum rekstri sem tengist sýningum og dreifingu erlendra kvikmynda á Íslandi. Enda ekki vanþörf á, kvikmyndahús borgarinnar voru dauða nær en lífi, illa nýtt og salir oftar en ekki afar fátæklega skipaðir. Þá kostaði Bíómiðinn kr 300.-
.
Áhorfendur fóru á þessum tíma að gera meiri kröfur til kvikmyndahúsa, sem á rætur sínar að rekja til metnaðarfyllri og (vandaðri) reksturs myndbandaleiga. Myndbandaleigurnar fóru að flytja inn myndir sem ekki voru komnar í kvikmyndahúsin. Oftar en ekki var þetta á gráu svæði hvað varðar lög , en breytir ekki því að þetta gjörbreytti hugsunarhætti í rekstri kvikmyndahúsa á Íslandi.
.
Um þetta leiti eða stuttu seinna er fyrsta heimsfrumsýningin á Íslandi, og í kjölfarið var ekki aftur snúið. Við þessi litla þjóð skipuðum okkur á bekk með þeim fremstu. Hvað varðar sama sýngartíma hér á landi og í framleiðslulöndum þeirra kvikmynda sem við tókum til sýninga. Þarna var miðaverð hækkað í kr.450.-
.
Kvikmyndahúsin í framhaldi af þessu fóru að kaupa miklu dýrari sýningarrétti, og nú voru allir réttir þ.e. "Kvikmyndahúsa, myndbanda og sjónvarpsréttir" keyptir.
.
Þarna gerist það líka að þeir sem ekki höfðu aðgang að stóru merkjunum í kvikmyndaheimunum heltust úr lestinni. Gamla bíó og Nýja bíó hafði verið breytt og Hafnarbíó rifið, í lægðinni töluvert fyrir þennan tíma.
.
Laugársbíó, Stjörnubíó, Regnboginn, Austurbæjarbíó og Tónabíó voru meira og minna á einn eða annan veg fórnarlömb þessara umbreytinga og þróunar í Íslenskri kvikmyndahúsasögu. Laugarásbíó og Regnboginn skiptu um eigendur og eru eins og allir vita en í rekstri, Austurbæjarbíó skipti líka um eigendur. En er ekki lengur notað til kvikmyndasýninga. Stjörnubíó er farið og í Tónabíó er spilað Bingo um helgar.
.
Sambíóin náðu Warner, Disney o.fl... Skífan Fox o.fl.... Háskólabíó CIC o.fl....
Myndforms tvíburarnir eignuðust Laugarásbíó og gerðust konungar B-myndana og óháðu framleiðandanna.
.
Í um það bil 10 ár tók við gullaldartími Kvikmyndamarkaðarins á Íslandi,
.
1.Ný Kvikmyndahús voru reist, þeim eldri breytt og öll gæði tóna og mynda stórbætt, myndir komu á sama tíma til sýninga hér og erlendis, einnig var farið út í stórt og dýrt auglýsinga og markaðsátak á þessum tíma.
.
2.Útgáfa myndbanda og myndbandamarkaðurinn sprakk út og blómstraði, myndbandaleigur breyttust úr því að vera (krimma athvörf) og í það að vera einhver tölvuvæddustu og best reknu fyrirtæki hér á landi. Er t.d. stofnun Myndmarks og útgáfa Myndbandablaðsins gott dæmi um það og einsdæmi í markaðsögu Íslands og þó víðar væri leitað. Að félaginu og útgáfunni standa allar myndbandaleigurnar og útgefendur myndefnis á landinu. Allt aðilar í bullandi samkeppni.
.
3.Og ekki var hægt að kvarta yfir að komnar voru 2 og 3 sjónvarpsstöðvar til að bítast um að bjóða í sýningarrétti fyrir sjónvarp.
.
Í þessi 10 ár kostaði bíómiðinn kr 450 og síðan kr.500. Myndbandsspólan kostaði kr. 400 til 450 á öllum betri leigum borgarinnar. Kvikmyndahúsin og myndbandaleigurnar, sem voru að bjóða sína vöru á lægra verði lifðu þennan tíma ekki af. því að ótrúlegt en satt viðskiptavinir virðast aldrei í sögunni hvorki hér á landi né annars staðar mynda nein tryggðarbönd við fyrirtæki sem augljóslega eru að bjóða sína vöru langt undir markaðverði.
Þó eru til undatekningar á þessu eins og öðru.
.
Á þessum gullaldartímum hafði sá er ritar aðgang að merkilegum viðmiðunartölum um skiptingu innkomu almennt í þessari grein.
.
Miðasala............................ 33%
Sælgæti.............................. 12%
Útgáfa leigu&sölumynda... 35%
Sala á sýningarréttum...... 18%
Auglýsingar....................... 2%
.
Vinsamlegast athugið að þetta eru meðaltölur og eiga ekki við neinn einn aðila.
.
1. Eins og má vera ljóst á því sem hér er á undan ritað, þá er það viðkvæmt jafnvægi þessara sölueininga, sem gerir það að verkum, að hér erum við á þessu litla markaðssvæði að horfa á það nýjasta og besta sem gerist í kvikmyndaheiminum á hverjum tíma.
.
2. 10 til 15% samdráttur í útgáfu á leigu myndböndum og DVD, er t.d. stór ástæða fyrir hækkunum bíómiðans núna undanfarið. Sama fólkið og er með fingurinn á download takkanum er að sjálfsögðu ekki ánægt með þessar hækkanir. Auðvitað er engin ánægður með hækkanir. En reikningsdæmið er samverkandi og einfalt. Dragi en úr útgáfu mynda hjá kvikmyndahúsunum, hækkar miðinn sennilega meira.
.
3. Verði hætt að hafa hlé á myndum sem þýðir 5 ti 7% lækkun á innkomu í sölu á sælgæti, gosi o.fl. verður að hækka miðann en meira.
.
4. Gullaldartímabilinu lauk fyrir um 2 til 3 árum. Vandamálið hefur Því safnast upp meira en svo að síðustu hækkanir og hagstætt gengi hafi náð að jafna það út.
.
5. Ekki bætir úr, eins og Plebbin kom inn á, gríðarlegur kostnaður við þrif sala og viðhald.
.
6. Riddarinn skorar á þá sem vilja hafa miðaverð kr.500.- þrátt fyrir engar auglýsingar í kvikmyndahúsum og ekkert söluaukandi hlé. Að koma sér í þennan rekstur og sýna hinum vitleysingunum, hverning á að gera hlutina, að sjálfsögðu með nýjasta og dýrasta myndefni sem völ er á.
.
7. Hina sem ætla sér ekki í rekstur á næstunni skorar Riddarin á að versla vel bæði fyrir sýningu og í hléi til að halda niðri verði á Bíómiðanum.
.
.
Töfra Stundir.

   (96 af 120)  
3/12/04 17:00

Órækja

"2. 10 til 15% samdráttur í útgáfu á leigu og sölu myndböndum og DVD, er t.d. stór ástæða fyrir hækkunum bíómiðans núna undanfarið"

Hvaðan hefur þú þessar tölur? Miðað við það sem ég hef séð af opinberum tölum (sem þessa stundina ég hef ekki heimilidir í) hefur DVD leiga og sala aukist gríðarlega (sem þarf nú ekki að koma mikið á óvart) og heildar leiga og sala á myndefni hefur líka aukist, sérstaklega sala. Vísaðu mér veginn í staðfestar opinberar tölur svo ég megi sannfærast herra Riddari.

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Herra Órækja þetta er gott innlegg í umræðuna. Riddarinn hefur verið viðloðandi þennan rekstur síðastliðin ár, því miður heggur það of nærri að útskýra hverning.
En við skulum fara yfir þetta misræmi á þínum upplýsingum og mínum.
.
1. Innflutningur sölumyndbanda og DVD hjá lággjalda stórverslunum t.d. Elco o.fl., í skjóli samninga sem gerðir eru erlendis fyrir keðjuna alla, hefur aukist umtalsvert.
Þetta fer alveg framhjá umræddum Rétthöfum þessara mynda.
.
2. Sala á sölumyndböndum og DVD á vegum rétthafa hefur eitthvað aukist líka, sérstaklega DVD.
.
3. Í beinu framhaldi af samdrætti hjá myndbandaleigum, hefur aftur á móti útgáfa leigumyndbanda dregist saman svo um munar síðustu 2 til 3 ár og eru þær tölur nær 30% eftir þeim upplýsingum sem náðust inn svona í morgunsárið. Sem er töluvert hærra en Riddarinn þorði að fullyrða í pistlinum, enda með eindæmum varkár þegar tölur eru annarsvegar.
4. Tölur þessar eru settar fram eftir upplýsingum, sem koma frá persónulegum tengslum Riddaranns við menn og fyrirtæki í þessari grein. þær eru réttar. Vilji menn véfengja þær verður ekki við það ráðið. Opinberar tölur er því miður ekki hægt að benda á.

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Smá viðbót.
.
3. Í beinu framhaldi af samdrætti hjá myndbandaleigum, hefur aftur á móti útgáfa leigumynda dregist saman svo um munar síðustu 2 til 3 ár og eru þær tölur nær 30% eftir þeim upplýsingum sem náðust inn svona í morgunsárið.
Þó má geta þess að þrátt fyrir að hlufallsleg aukning hafi orðið á útgáfu DVD til útleigu er sú aukning á kosnað leigumyndbanda og reiknuð inn í þennan samdrátt.

3/12/04 17:01

Lómagnúpur

Það er alltaf háskalegt og ergilegt þegar vöruverð er falið í einhverjum öðrum kostnaði. Ókeypis sjónvarp: Þú borgar fyrir það með aukinni neyslu annars staðar. Heldur vil ég borga meira fyrir bíómiðann heldur en að þurfa að niðurgreiða hann með nammi. Ekki myndi ég vilja kaupa ódýrara bensín ef því fylgdi að ég þyrfti að stoppa á fimmtíu kílómetra fresti og drekka lýsisflösku. Enn fremur leyfi ég mér að benda á flónskuna sem felst í því "nýjasta og besta." Ég nefni til dæmis Þýskaland þar sem myndir koma á markað mörgum mánuðum síðar en hér. Þar finnst engum neinn vera að missa af neinu, enda koma allar þessar sömu myndir með reglulegum hraða, aðeins með nákvæmlega sömu tíðni, aðeins með hærri tímaseinkun. Og það skilar sér í verði. Þegar bíóin auglýsa: "Heimsfrumsýning á íslandi!!" eigum við þá að halda að Ísland sé að vinna í einhverri keppni? Voru Árni Sam og félagar enn að sóla hina uppúr skónum? Verðum við ennþá æðislegri og Björk frægari? Og verður myndin betri? Húmbúkk, segi ég.

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Herra Lómagnúpur, eins og venjulega hefur þú heilmikið til þíns máls, þetta er háskaleg ergileg og rándýr þróun. Hún er orðin staðreynd, hvernig og hvort henni verður snúið til baka er ekki gott að sjá. Að finna einhverja samstöðu um það telur Riddarinn útilokað. Heimsmenningin er komin til að vera.
Lýsisflaska á 50 km. fresti er fullmikið lýsi, matskeið á dag er hæfilegur skammtur. Hvað blessaða Þjóðverjana varðar, þá hefur ásókn þeirra og aðferðir í gegnum tíðina til að nálgast heimsmenninguna, verið vægast sagt umdeildar.

3/12/04 17:01

Órækja

Þannig að varðandi DVD sölu ertu að segja að rétthafarnir standist ekki samkeppni við stórmarkaðina? Ekki er það bíógestum að kenna. Annars hef ég lítið út á verð á bíóferðum og myndbönd að setja, ef mér líkar ekki verðið þá kaupi ég ekki hlutinn eða þjónustuna, enda teljast kvikmyndir undir lúxus en ekki nauðsynjavöru.

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Auðvitað er þetta ekki bíógestum að kenna, þetta er markaðsþróun (góð eða vond) með marga samhangandi þætti og ef allir þættirnir eru ekki að skila sér. Endar það eins og alltaf óhjákvæmilega hjá neytandanum.

3/12/04 17:01

Hakuchi

Lómagnúpur má bara eiga sig með sitt nöldur. Persónulega myndi ég glaður vilja hafa auglýsingar og nammibúðir ef það þýðir að miðaverðið verði minna rándýrt. Þó svo ekki sé hægt að ganga endalust langt í þessum efnum. Auglýsingatímar eru oft á tíðum allt allt of langir.

3/12/04 17:01

Hakuchi

Annars vil ég þakka Heiðglyrni fróðlega innsýn í rekstur bíóhúsa, þó svona meðvirk skrif hljómi dálítið eins og Bógensenkapítalismi, þar sem allt er okrað en kaupmaðurinn að sama skapi alltaf á heljarþröm og við það að verða gjaldþrota, greyið.

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Hahahhaaha Meðvirk, Bógensenkapítalismi, Konungur vor er mikill spaugari. Alltaf gaman af því. Altént áttu skrifin að vera hlutlaus saga þróunar á rekstri kvikmyndahúsa á Íslandi.

3/12/04 17:01

Hakuchi

Ég minni á að er mjög auðvelt að fá Stokkhólmssyndróm ef maður fær yfirborðslega sýn í rekstur fyrirtækis. Ég þekki meira að segja mann sem telur sér stætt að verja einokunarfyrirtækið Símann og þeirra verðstefnu hvað varðar internet, bara af því að hann hafði séð einhverja kostnaðargreiningu. Svo kom smá samkeppni og það var lítið mál að bregðast við því.

Én ég vil spyrja þig Heiðglyrnir, fyrst þú þekkir eitthvað til: Veita dreifingaraðilar e-k einkaleyfi á sýningum bíómynda eða geta sjálfstæð bíóhús keypt myndir? Þ.e. gætu tvö bíó í samkeppni keypt sömu bíómynd og sýnt?

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Hér á landi er eingöngu um einkaleyfissamninga að ræða, og eru samningarnir við stóru merkin á þann veg, að Rétthafi skuldbindur sig til að kaupa allar myndir sem viðkomandi dreifingaraðili framleiðir fyrir alla rétti þ.e. í þessari röð með viðeigandi tímagluggum á milli. Sýningarréttur í kvikmyndahúsi, Leiguréttur DVD/myndbönd, Söluréttur DVD/myndbönd og að lokum Sjónvarpsréttur sem á að vera svona ca. ári eftir frumsýningu mynda.

3/12/04 17:01

Vestfirðingur

Er á Tævan í dag og morgun. Að selja DVD-réttinn að "Opinberun Hannesar" og Veiðiferðinni eftir Andrés Indriðason. Þeir eru alveg brjálaðir í Spaugstofuna hérna líka. Meira seinna. Yfir og út!

3/12/04 17:01

Hakuchi

Miðað við hvernig þú lýsir þessu virðist þetta vera verulega morkið hjá kvikmyndaverunum.

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Nei, nei er bara að lýsa þessu eins og það er. Kvikmyndaverin hafa líka hagsmuna að gæta.

3/12/04 17:01

Hakuchi

Heyrðu Heiðglyrnir, fyrst þú þekkir lauslega til innanum þessa bíósnillinga, langar mig að spyrja þig meira.

Eru bíómyndir frá öðrum svæðum, t.d. Asíu og Evrópu ekki talsvert ódýrari en Hollywoodframleiðslan?

Ef svo er, hafa þessi bíódurgar aldrei íhugað það að markaðssetja t.d. asískar aksjónmyndir/fantasíumyndir/kúngfúmyndir/hryllingsmyndir/anímemyndir í miklu meiri mæli (jafnvel evrópskar líka)? Svona í ljósi þess að slíkar myndir njóta sívaxandi hylli hjá ungafólkinu? Hefur þessum mönnum ekki dottið í hug að reyna að byggja upp hefð fyrir slíkum sýningum, sem ættu að bjóða upp á mun meiri hagnaðarvon ef þær eru ódýrar (jafnvel hægt að nota bara enskan texta, þ.s. æskan kann yfirleitt að lesa enskan texta).

3/12/04 17:01

Hakuchi

Heyrðu Heiðglyrnir, fyrst þú þekkir lauslega til innanum þessa bíósnillinga, langar mig að spyrja þig meira.

Eru bíómyndir frá öðrum svæðum, t.d. Asíu og Evrópu ekki talsvert ódýrari en Hollywoodframleiðslan?

Ef svo er, hafa þessi bíódurgar aldrei íhugað það að markaðssetja t.d. asískar aksjónmyndir/fantasíumyndir/kúngfúmyndir/hryllingsmyndir/anímemyndir í miklu meiri mæli (jafnvel evrópskar líka)? Svona í ljósi þess að slíkar myndir njóta sívaxandi hylli hjá ungafólkinu? Hefur þessum mönnum ekki dottið í hug að reyna að byggja upp hefð fyrir slíkum sýningum, sem ættu að bjóða upp á mun meiri hagnaðarvon ef þær eru ódýrar (jafnvel hægt að nota bara enskan texta, þ.s. æskan kann yfirleitt að lesa enskan texta).

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Þessir bíósnillingar(durgar) eru risaeðlur og síðasta góða(slæma) hugmynd sem að þeir fengu var að verslunarmiðstöðvar og kvikmyndahús ættu samleið.
.
Hef oft látið mig dreyma um að kaupa Regnbogan innrétta þar alvöru miðbæjarkaffistofu með kvikmyndatengdu þema, þráðlausu interneti, vínveitingum og vera svo með myndir á þessum nótum í öllum sölum, hugsanlega skipta stóra salnum í tvennt. Held að það myndi slá í gegn. ERTU MEÐ.

3/12/04 17:01

Lómagnúpur

Hakuchi, ég skal eiga mig. En mér er óskiljanlegt hvers vegna þú álítur það æskilegt að niðurgreiða bíómiðann með neysluvöru sem hefur ekkert með bíóið að gera. 800 kall miði og 200 kall nammi er sem sagt betra en 900 kall miði punktur?

3/12/04 17:01

Hakuchi

Lómagnúpur: Bíó hefur alltaf verið með sælgæti. Svona smáatriði eins og nammi, hlé og auglýsingar(ekki of langar) trufla mig ekki hið minnsta. Ég mæli með því að þú kaupir DVD spilara ef þú ert með svona púristaáráttu. Þar getur þú verið kóngur í eigin herbergi og horft á bíó í ágætis gæðum.

Heiðglyrnir: Nú ertu að tala! Þetta hefur mig dreymt um lengi! Ég er með! Alla leið!
[Fer að berjast við vindmillur]

3/12/04 17:01

Lómagnúpur

Mér finnst það prinsippmál að þegar ég kaupi einn hlut eða þjónustu endi ég ekki uppi með eitthvert aukaskran. Sem er raunin ef ég greiði fyrir hlutinn með auglýsingglápi eða nammikaupum. Meðal annars af þessum sökum, og einnig vegna skrílsláta, sóðaskapar, háreysti og dónaskapar annarra bíógesta hef ég að mestu látið af bíóferðum. Og sakna einskis.

3/12/04 17:01

Hakuchi

Nú hvað ertu þá að blaðra? Njóttu DVD-sins í heimahúsum.

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Jáhá, þú segir nokkuð, ef ekki bara heilmikið. Einhver alvara.

3/12/04 17:01

Guð Almáttugur

Má ég minna á að það er ekkert mál að koma bara með bakpoka í bíó þar sem í er nammi og skemmtileg bók sem svo er hægt að draga upp í hléi. Ég hef ekki farið í bíó í 2 ár og næst þegar ég fer, mun ég verzla nammið í Bónusi, ná mér í skemmtilegt Andrésblað og troða draslinu í bakpoka og hafa með mér. Þ.e.a.s. ef ég fer þá einhvern tímann næst.

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Guð minn Almáttugur þú hefur ekki alveg náð, hvað er um að vera, því að ef allir gera það, þá bara hækkar bíómiðinn meira. Og Guð minn Almáttugur það má ekki verða.

3/12/04 17:01

Órækja

Ég býð fram gott safn Baggalúta sem stofnfé "Hugsjónabíósins" (c) TM.

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Þakka þér Órækja minn, allt hjálpar. Hvaða myndir værir þú helst til sjá í Hugsjónabíó (c) TM.

3/12/04 17:01

Hakuchi

Asíubíó! Aníme (rjómann af því, mikið um rusl). Evrópskan hasar (ekki tilgerðarlega artí fartí ruslið, það er óáhorfanlegt). Og umfram allt: Klassískar bíómyndir. Fortís, seventís klassíkera þá helst.

3/12/04 17:01

B. Ewing

Ég fagna hugsjónabíóinu enda kominn tími til. [fagnar]

Ég legg til að franskar og ítalskar myndir séu í boði ásamt japönskum, kínverskum og almennt asískum myndum. Einnig á að rífa MÍR salinn skilst mér þannig að rússneskar myndir eru alveg að verða heimilislausar líka.

3/12/04 17:01

B. Ewing

Ég fagna hugsjónabíóinu enda kominn tími til. [fagnar]

Ég legg til að franskar og ítalskar myndir séu í boði ásamt japönskum, kínverskum og almennt asískum myndum. Einnig á að rífa MÍR salinn skilst mér þannig að rússneskar myndir eru alveg að verða heimilislausar líka.

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Jamm og þið hin hvað viljið þið sjá.

http://www.rafis.is/fsk/regnboginn.htm

3/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Jamm og þið hin hvað viljið þið sjá.

http://www.rafis.is/fsk/regnboginn.htm

3/12/04 17:02

Lómagnúpur

Síðasti bærinn í dalnum verður náttúrlega að rúlla sérhvern miðvikudag. Og Morðsaga. Og rauða skikkjan.
Annars þætti mér vænt um að sjá Ólsen gengið.

3/12/04 18:00

Hermir

Væri hægt að sýna Home-Alone í eins og 2-3 ár í einhverjum litlum og kósí sal?

Ég get fullyrt að það er hagfræðilega mjög gott að sýna Home-Alone, SAM bíóin sýndu hana í meira en ár og þeir eru að gera það gott.

Heiðglyrnir:
  • Fæðing hér: 19/11/04 19:46
  • Síðast á ferli: 1/12/23 10:38
  • Innlegg: 451
Eðli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Fræðasvið:
Hugmyndaflug-maður og ímyndunarafl-raunamaður. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Æviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefið nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá þeim degi nafnbótina og nafnið SIR. Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi. Þar af leiðandi, eftir öllum reglum í hinum þekkta heimi er hann aðalsmaður (þó ekki grænn). Riddarinn hefur ekki farið varhluta af flökkueðli riddara, hefur farið sínar eigin krossferðir, búið meira og minna um allt Ísland og víða erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og farið víða um lönd og strönd.