— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 1/11/06
Pétur Gautur

Ég fór á ákaflega skemmtilega og áheyrilega sinfóníutónleika í gćrkvöldi.
Stjórnandi var Petri Sakari og efnisskránni var “Nótt á Nornafelli” eftir Mússorgskí, “Ugluspegill” eftir Ríkarđ Strauss og “Pétur Gautur” eftir Játvarđ Grieg.

Ţađ er alltaf gaman ađ fara á tónleika. Nálćgđin viđ tónlistina og ţá listamenn sem flytja okkur hana gerir góđa tónleika ađ upplifun sem mađur býr lengi ađ og ekki er ţađ verra ţegar lagavaliđ er jafngott ţetta nóvemberkvöld.

Háskólabíó var fullsetiđ og fólk prúđbúiđ. Ég komst ţó ekki hjá ţví ađ hugsa til annara tónleika sem ég fór á síđalstliđinn laugardag. Ţađ voru hausttónleikar Lúđrasveitar Verkalýđsins sem haldnir voru í Ráđhúsi Reykjavíkur. Ađgangur var ókeypis, tónleikarnir hinir skemmtilegustu og margt úrvals tónlistarfólks sem ţar lék. En ţar hefđu gjarnan fleiri mátt láta sjá sig ţví nóg var af lausum sćtum í salnum.

Eins og áđur sagđi voru ţetta hinir áheyrilegustu tónleikar. Tónlist Mússorgskís og reyndar tónlist rússnesku meistaranna yfirlett hefur alltaf veriđ í miklu uppáhaldi hjá mér og “Nótt á Nornafelli” er bara meistaraverk sem Sinfóníuhljómsveit Íslands skilađi listavel til áheyrenda.

Ríkharđur Strauss hefur svo sem aldrei veriđ plássfrekur í hljómplötu- og síđar geisladiskasafni mínu og ég hef einhvertíma sagt ađ hlusti ég á Ríkharđ ţá sé ţađ Wagner og hlusti ég á Strauss ţá sé ţađ Jóhann. Ugluspegill er samt létt og áheyrilegt verk sem skilađi sér einnig vel ţetta kvöld.

Eftir hlé var síđan leikin tónlistin sem Grieg samdi upphaflega viđ leikritiđ Pétur Gaut eftir Hinrik Ibsen, tónlist sem í dag stendur sem sjálfstćtt listaverk löngu orđin miklu ţekktari en leikritiđ sem hún var samin fyrir. Sá ástsćli leikari Gunnar Eyjólfsson var hér sögumađur og lýsti hann ţrćđi sögunnar jafnframt ţví sem hann fór međ kafla úr leikritinu. Guđrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona söng svo hlutverk Sólveigar og arabastúlkunnar Anitru ţar sem viđ átti.

Ţetta hefđi getađ orđiđ hin skemmtilegasta uppfćrzla en skilađi sér ţó ekki alveg. Tónlist Griegs viđ Pétur Gaut er í miklu uppáhaldi hjá mér og skilađi sér frábćrlega vel í flutningi hljómsveitarinnar. Ég var ţví hins vegar ekki alveg viđbúinn ađ leikarinn góđi myndi fara međ ţvílíkar langlokur milli kafla ađ manni var fariđ ađ leiđast verulega og beiđ ţess eins ađ tónlistin gćti hafist aftur. Góđur sögumađur gćti, ef rétt er ađ stađiđ, auđgađ enn skilning á tónverkinu en ađ flytja orđrétt heilu kafla úr leikverkinu átti ekki viđ, sérstaklega ţar sem greinilega hefur eitthvađ veriđ ađ hátalarakerfinu ţví textinn var engan veginn áheyrilegur.

Guđrún Jóhanna stóđ sig aftur á móti međ prýđi og ég hlakka til ađ heyra frekar í henni ţó ég vilji taka ţađ fram ađ tónverkiđ Söngur Sólveigar, eins og ţađ var flutt í gćrkvöldi, stendur fyllilega fyrir sínu án söngs.

Í alla stađi var ţetta hiđ skemmtilegasta kvöld og ekki verra ađ ţađ rifjađist upp fyrir mér gömul skrýtla sem hljóđar svo:

Ungur mađur var á fyrsta stefnumóti međ stúlku sem hann var virkilega hrifinn af. Til ađ sýnast menningarlegur spurđi hann stúlkuna: “Hefur ţú séđ Pétur Gaut?”
“Nei,” sagđi hún, “og ef ţú ćtlar ađ fara ađ draga hann fram ţá ćpi ég”.

   (23 af 55)  
1/11/06 23:01

Regína

Ţetta hafa ábyggilega veriđ skemmtilegir tónleikar.

Hélt stúlkan ađ hann ćtlađi ađ fara međ allan textan?

1/11/06 23:01

Andţór

Ég tók ekki eftir ađ ţetta vćri gömul skrýtla strax og fannst eins og ţú hafđir orđiđ vitni ađ ţessu ţarna inni. [Hlćr]
Takk fyrir mig.

1/11/06 23:01

Sundlaugur Vatne

Regína mín, [hristir höfuđiđ og brosir] ţetta er ljósblá saga. Hún hefđi svo sem allt eins getađ sagt "taka hann út", eins og "draga hann fram"
[Tekur bakföll af hlátri]

1/11/06 23:01

Regína

Dóni geturđu veriđ. [ Rođnar óstjórnlega.]

1/11/06 23:02

krossgata

Smellinn endir á ţessari annars ágćtu ...... gagnrýni.

1/11/06 23:02

blóđugt

[Flissar] Gamanađ'essu!

1/11/06 23:02

hvurslags

Ég hlustađi á ţessa tónleika í gćrkvöldi á međan ég lagđi parket. Mikiđ vildi ég hafa komist, ég hćkkađi í botn yfir Mussorgsky og ţegar ég ćtlađi ađ lćkka svo aftur hélt dagskránni bara áfram í hćsta gćđaflokki. Svona á Rás1 ađ vera.

2/11/06 00:02

Huxi

Melabandiđ er óneitanlega orđiđ verulega vel samćft, enda búiđ ađ starfa lengur en Lúdó & Sefán. Ég hefđi fariđ ef ég hefđi vitađ af Nótt á Nornafjalli.

2/11/06 00:02

Jóakim Ađalönd

Ţetta hefur greinilega veriđ skemmtun hin bezta. Skál og prump!

2/11/06 01:00

Hjálmlaug Fífilsdóttir

Ég hefđi viljađ fara á Kim Larsen.

2/11/06 01:02

Tina St.Sebastian

Ég hefđi viljađ ...fara á... Kim Larsen fyrir tuttuguogfimm árum. [Glottir]

3/12/09 17:02

Fergesji

Ţess má geta, ađ vér höfum einnig leikiđ tvö ţessarra verka (eigi nokkuđ eftir Ríkharđ Strauß), ţó međ annarri sveit vćri.

Sundlaugur Vatne:
  • Fćđing hér: 14/12/04 10:28
  • Síđast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eđli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirđi.
Frćđasviđ:
Sund og blautlegar vísur
Ćviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari viđ Vatnsveituna í Reykjavík og er fćddur og uppalinn á Ýsufirđi. Fađir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumađur, vitavörđur, sundkappi og stofnandi og fyrsti formađur Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móđir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmćđrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundađi nám viđ íţróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lćkjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirđi enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík ađ Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreiđ Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íţróttir og ţá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfiđ, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirđi, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.