— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 1/12/04
Fréttir frá Ýsufirði

Þar sem ýmsir fögnuðu því að fá fréttir frá Ýsufirði í síðasta pistli mínum reyni ég nú enn að bæta úr þeim skorti sem verið hefur á ýsfirskum fréttum.

Þótt ég og fjölskylda mín búum í Reykjavík þá leitar hugurinn oftast til Ýsufjarðar og alltaf þegar við sjáum okkur fært hverfum við á gamlar slóðir. Það má því segja að við höfum búið okkur heimili á tveimur stöðum á landinu. Enda ekki nema eðlilegt að Ýsufjörður dragi til sín fólk því þar er ekki einasta náttúrufegurð með eindæmum, þar er einnig íþrótta- og ungmennafélagsstarf með miklum blóma.

Það átti sér stað nokkuð skemmtilegt atvik nú í haust þegar við Vatne-bræður, ásamt mági mínum Zetuliða (sem er bróðir konu minnar Agötu), vorum á Ýsufirði og stóðum þar fyrir sund- og glímunámskeiðum. Vorum við að loknum sundspretti á leið heim þegar við komum við á símstöðinni hjá henni hjá henni Sif símstöðvarstjóra því hún rekur litla sölubúð þar sem kaupa má gosdrykki og súkkulaðikexið Prins póló. Gerum við það gjarnan að loknum góðum spretti að láta eftir okkur appelsín og Prins póló.

Í þetta sinn vildi þó ekki betur til en að allt Prins póló var uppurið og urðum við súkkulaðilausir frá að hverfa. Þótti okkur þetta ákaflega slæmt en vísur þær sem Vatnar Blauti bróðir minn kvað um atvikið drógu heldur úr leiðindum okkar. Þær eru eftirfarandi:

Saðsamt ágætt súkkulað
úr Sifjar hillu er horfið.
Hungurvesöld held ég að
hafi að mér sorfið.

Núna er ég alveg bit
urinn Prinsinn, skaði.
Í öngum mínum einn ég sit
með ekkert súkkulaði.

Það er skemmst frá að segja að innan tíðar voru þessar snjöllu vísur á vörum hvers mannsbarns í Ýsufirði. Já, hann er kostulegur hann bróðir minn.

   (49 af 55)  
1/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Já þið bræðurnir eruð kostulegir, og ekki komið að tómum kofunum hjá ykkur, sómapistill

1/12/04 17:01

Skabbi skrumari

Já, fréttir frá Ýsufirði eiga sannarlega heima hér... skál

1/12/04 17:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Lengi lifi Ýsufjörður!

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.