— GESTAPÓ —
Sundlaugur Vatne
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 2/11/13
Ýsfirzk fyndni - jólagjöf

Kæru félagar. Senn koma jólin og að því tilefni sendi ég ykkur í jólagjöf eintak af ýsfirzkri jólafyndni. Gleðileg jól og njótið vel.

Ýmsum þykir ómissandi að hafa grænar baunir með jólamatnum enda hefur hann Héðinn kaupfélagsstjóri, sem við köllum reyndar alltaf Kaupa-Héðinn, gætt þess að panta mikið magn af niðusoðnum grænum baunum fyrir jólin.
Nú í ár vildi hins vegar svo illa til að pöntun hans var rangt afgreidd og í stað grænna bauna fékk hann fleiri kassa af því sem kallað er „blandað grænmeti“ með grænum baunum, rófum, gulrætum og o.fl.
Í síðustu viku kom Hafdís á Strönd að verzla til jólanna og ætlaði m.a. að kaupa grænar baunir en kom hvergi auga á þær. Hún spurði því Kaupa-Héðinn hvort hann ætti ekki grænar baunir.
„Jú, jú“, svaraði þá Kaupa-Héðinn. „Ég á hérna fullt af alla vega litum grænum baunum“.

******************************

Það gerðist hér í desember að hann Ragnar á Brimslæk fékk lánaðan brund-hrút hjá Sæmundi á Strönd. Þegar hann kom svo að skila hrútnum var liðið langt á kvöld og Sæmundur einn á fótum og greinilega búinn að fá sér aðeins neðan í því , eins og sagt er.
Rangar þakkaði fyrir lánið en Sæmundur bað hann blessaðan að hjálpa sér að koma hrútnum inn í íbúðarhúsið. Þegar inn var komið fékk Sæmundur Ragnar til að aðstoða sig við að koma hrútnum upp á efri hæðina, inn á baðherbergið og að endingu ofan í baðkarið.
Að þessu loknu sagði Ragnar að nú yrði Sæmundur að segja sér af hverju í veröldinni hann vildi setja hrútinn í baðkarið.
„Jú, sjáðu til“, svaraði þá Sæmundur, „hún Hafdís mín er ein af þessum konum sem vita allt. Sama hvað ég segi henni í fréttum þá veit hún það á undan mér. Ef ég segi henni að nú séu Vatnebræður að fara í keppnisferð til Reykjavíkur þá svarar hún „ég veit, ég veit“. Ef ég segi henni að Lárus landpóstur hafi orðið að liggja úti á Viðvíkurheiði í póstferð þá segir hún „ég veit, ég veit“ og ef segi henni að Hásteinn barnakennari hafi fest kaup á nýrri bifreið þá svarar hún „ég veit, ég veit“. En nú fyrramálið mun ég liggja rólegur í rúminu þar hún Hafdís vaknar og fer á baðherbergið og þegar hún kemur hlaupandi inn í svefnherbergi og segir við mig „brund-hrúturinn, sem þú lánaðir honum Ragnari á Brimslæk er í bakerinu!“ þá ætla ég að velta mér á hina hliðina og segja „ég veit, ég veit.““

   (3 af 55)  
2/11/13 22:01

Regína

Hafðu þökk.

2/11/13 22:01

Billi bilaði

Gleðilegt jól.

2/11/13 22:02

ullarhaus

Haha góður

2/11/13 23:01

hlewagastiR

Gersemi ertu.

2/11/13 23:02

Vladimir Fuckov

Skál !

3/11/13 00:00

Mjási

Takk fyrir þetta og gleðileg jól.

3/11/13 00:01

Golíat

Takk Sundlaugur og gleðilega hátíð!

3/11/13 01:00

Anna Panna

Þakkir, alltaf jafn notalegt að hafa eitthvað gott að lesa á jólunum. Gleðileg jólin Sundlaugur, berðu hugheilar kveðjur til allra Ýsfirðinga!

3/11/13 05:01

Heimskautafroskur

takk.

Sundlaugur Vatne:
  • Fæðing hér: 14/12/04 10:28
  • Síðast á ferli: 18/3/24 21:27
  • Innlegg: 4373
Eðli:
Sundkennari og ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar í Ýsufirði.
Fræðasvið:
Sund og blautlegar vísur
Æviágrip:
Eg heiti Sundlaugur Vatne. Eg er sundkennari við Vatnsveituna í Reykjavík og er fæddur og uppalinn á Ýsufirði. Faðir minn var Hundblautur Vatne, hafnsögumaður, vitavörður, sundkappi og stofnandi og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar. Móðir mín var Sundlaug Vatnsdal, sunddrottning, húsmæðrakennari og gjaldkeri Kvenfélagsins Vonar.Eg stundaði nám við íþróttaskólann í Usselröd og tók sundkennarapróf í Sundhöllinni í Árósum.Eg er afkomandi Votkels í Lækjarbotnum, landnámsmanns í Ýsufirði enbý ásamt fjölskyldu minni í Reykjavík að Séstvallagötu 16 1/2 og ek bifreið Volvo Amazon.Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst sund og glíma og ungmennafélagsstarfið, enda er eg ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar, Ýsufirði, og einnig hef eg allnokkurn áhuga á blautlegum vísum.